Þrjú vistkerfi Þórðar Snæs, Ingibjörg Sólrún afturkallar stuðning

Frambjóðandi Samfylkingar, Þórður Snær Júlíusson, hefur gert sig gildandi í þrem vistkerfum. Á þrítugsaldri í bloggvistkerfi þar sem verðandi þingmannsefni fór fremstur meðal jafningja að rægja konur, einkum konur í ábyrgðarstöðum i samfélaginu. 

Þórður Snær hlutgerði konur og lagði sérstaka fæð á konur sem komust til áhrifa. Í hugarheimi Dodda á þrítugsaldri áttu konur að vera til brúks fyrir karla eins og hann, ekki annað.

Tíu árum eða svo eftir að Þórður Snær lagði nótt við nýtan dag að níða skóinn af sjálfstæðum konum söðlaði hann um og tók að sér forystuhlutverk í vistkerfi góða fólksins. Þá orðinn ritstjóri fékk Þórður Snær sér sæti í stjórn UN Women. Í vistkerfi góða fólksins varð Doddinn hatrammur andstæðingur alls þess lyktaði af minnstu fordómum. Hann gerðist siðameistari góðs og ills og hundelti mann og annan er vék af vegi rétttrúnaðarins.

Vistkerfi fjölmiðla er þriðji áfangastaður þingmannsefnis Samfylkingar. Þar reis sól Þórðar Snæs hæst vorið 2021. RSK-blaðamenn (RÚV, Stundin og Kjarninn) skipulögðu aðför að skipstjóra, sem var byrlað, síma hans stolið og hann afritaður á RÚV. Þaðan fór efnið á Stundina og Kjarnann, sem Þórður Snær ritstýrði. Til verksins var notuð vanheil eiginkona skipstjórans. Á þrítugsaldri hugsaði Doddinn konur sem verkfæri til að þjóna lund sinni. Á fimmtugsaldri hrinti hann æskuhugsjóninni í framkvæmd, réðst á garðinn þar sem hann var lægstur. 

Ástæða atlögunnar var að blaðamönnum var í nöp við vinnuveitanda skipstjórans, norðlenska útgerð. Í eftirmála nutu sín vel hæfileikar Þórðar Snæs að gera svart hvítt. Hann afneitaði bláköldum staðreyndum, sagði skipstjóranum ekki byrlað og enn síður var stolinn sími afritaður.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu Dodda gegn sannleikanum trúðu honum æ færri. Hratt fjaraði undan trúverðugleika hans. Sérhæfing ritstjórans er gaslýsing, sem hann lýsir svo:

Tæknin sem beitt er kall­ast á ensku gaslight­ing, eða gas­lýs­ing, og er þekkt póli­tískt bragð. Í henni felst að neita stans­laust allri sök, afvega­leiða, setja fram mót­sagn­ir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll auka­at­riði og hanna nýja atburða­rás eftir á sem hentar mál­stað þess sem er að verja sig.
,,Tilgangurinn," útskýrir Þórður Snær, er að fá almenning ,,til að efast um eigin dóm­greind." Ritstjórinn er þaulæfður í aðferðinni.

Í sumar fékk Þórður Snær sparkið á Heimildinni. Tilfallandi bloggaði um brotthvarfið. Í niðurlagi bloggsins, sem skrifað er 1. ágúst síðast liðinn segir:

Gaslýsing Þórðar Snæs bitnaði að lokum á honum sjálfum. Almenningur keypti ekki þvaður um að ritstjórinn og RSK-miðlar væru þolendur í byrlunar- og símastuldsmálinu. Á flóttanum tapaði ritstjórinn áttum, sökk æ dýpra í sjálfsblekkingu. Kæmi ekki á óvart að Þórður Snær reyndi næst fyrir sér á vettvangi Samfylkingar. Hann er þannig týpa.

Og viti menn, það gekk eftir. Þórður Snær varð í lok október þingmannsefni Samfylkingar, skipar 3ja sætið í Reykjavík norður, á eftir Kristrúnu formanni og Degi borgarstjóra. Samfylkingin verður fjórða vistkerfið þar sem Doddinn lætur til sín taka.

Konur mæta í röð á RÚV að þvo hendur sínar af eyðingaraflinu sem leggur í rúst vistkerfin er það sækir heim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingar lýsti yfir stuðningi við Þórð Snæ í fyrradag. Í athugasemd seint í gær á Facebook-síðu Kristrúnar afturkallar Ingibjörg Sólrún stuðning sinn við þingmannsefnið:

Verð að endurskoða afstöðu mína í þessu máli. Því meira sem birtist af gömlum færslum Þórðar því erfiðara er að sætta sig við hann fyrir 20 árum. Hann þarf að hreinsa þetta almennilega upp til að endurheimta trúverðugleika sinn.

Þórður Snær ætti að taka vinsamlegum ábendingum og leggja á hilluna áform um að verða fulltrúi á þjóðþinginu. Hann á ekki innistæðu fyrir þeirri vegsemd.


mbl.is Hálfgerð martröð fyrir kosningastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er eins og hann hafi lesið þessa færslu og um leið hent í færslu á samfélagsmiðlum. Hvert ætli hann hrekist næst? Kristrún hlýtur að vera með einhverja þægilega innivinnu í flokksstarfinu fyrir hann.

Geir Ágústsson, 16.11.2024 kl. 14:46

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Oft hafa siðblindingjar verið kosnir til að stjórna þjóðinni, en nú stefnir í að lengi geti vont versnað. Þórður Snær er ekki verri en aðrir, hann er skárri, það var vit í þessum skrifum hans. Hinir (hin) hafa gleymt sannleikanum svo mjög að þeim er ekki viðbjargandi.

Femínistar eru skaðvaldarnir. Það bezta í þessum pistli er þegar Samfylkingunni er lýst sem stað sem er af sama tagi og hann. Það er málið. Helgislepjan má ekki við neinu ekta.

Ef hinn gamli Doddi hefði verið fenginn til að gera Samfylkingu og Viðreisn stjórntæka flokka, þá væri íslenzk pólitík ekki ónýt.

Ingólfur Sigurðsson, 16.11.2024 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband