Þórður Snær með Kristrúnu undir hælnum

Þórður Snær Júlíusson situr áfram á framboðslista Samfylkingar, þrátt fyrir afhjúpun gærdagsins um viðhorf hans til kvenna. Stjórnmálaflokkur sem kennir sig við femínisma lætur gott heita að karlframbjóðandi flokksins segi konur ,,lævísar, undirförlar tíkur" og ræðst á nafngreinda konu í áhrifastöðu með þeim orðum að hún sé ,,þroskaheft". Spurningin vaknar hvort ráði ferðinni í Samfylkingunni Kristrún formaður eða Þórður Snær kvennaljómi.

Víst er að áhrifavald Þórðar Snæs og bakhjarla hans í flokkseigendafélagi Samfylkingar er gríðarlegt. Til að rýma fyrir ritstjóranum í þriðja sæti listans í Reykjavík norður var sitjandi þingkona, Dagbjört Hákonardóttir, látin víkja sæti til að Þórðar Snær kæmist á þjóðarsamkunduna með boðskap sinn. Kona út, kvenfyrirlitning inn er óopinber stefna Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 30. nóvember.

Eftir afhjúpun gærdagsins er Þórður Snær myllusteinn um háls Samfylkingar. Fyrrum samherjar hans á Heimildinni snúa við honum baki. Ingibjörg Dögg ritstjóri segir þingmannsefnið gervi-femínista sem skortir auðmýkt. Kvenfjandsamleg sannfæring Þórðar Snæs lifir fram á kjördag eftir hálfan mánuð og gott betur nú þegar Kristrún blessar textaperlur Dodda. Dæmi:

Feminsimi er partíorð yfir kynja-fasisma, hugmyndafræði sem er ætlað að tryggja konum undirtökin í samfélaginu með því að leika hlutverk fórnarlambs 

þú verður ekkert graður við það að tala við áhugaverða, en sót-ljóta konu, það er nokkuð borðliggjandi.

meirihluti kvenkyns viðurkennir ekki að þær séu jafn graðar og við og nota kynlíf til að stjórna körlum.

Það er klámi að þakka að konur stjórna nú heiminum því það sýndi líka fram á hvað konur eru raunverulega megnugar til að framkvæma í svefnherberginu, hvernig er hægt að teygja þær og snúa þeim.

Annar sambýlismaður minn var með kærustuna sína í heimsókn frá BNA hér um daginn. Hún leit út eins og afkvæmi Gumma-Kalla og Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Hún var eins og leirklumpur standandi á tveimur mars-stykkjum. Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit

Esteban og Heiðveig eru svo sannarlega mitt fólk. Næst þegar ég sé hana á förnum vegi ætla ég að segja henni aftur að mig langi að ríða henni. Og jafvel Esteban líka

Þórður Snær reyndi að afsaka sig með ,,menningu" sem fékk hann til að skrifa ljótt um konur. Í raun var það ekki hann sjálfur sem sló á lyklaborðið heldur einhver óskilgreind ,,menning." Hvaða erindi á alþingi á maður sem ekki er sjálfs sín ráðandi? Er Samfylkingin orðinn pólitískur vettvangur óbeislaðra frumhvata sem lúta ekki siðalögmálum?

Kristrún formaður veit að Samfylkingin getur ekki boðið kjósendum upp á lista með Þórð Snæ Júlíusson. Hún vissi það strax í gærmorgun en lætur daginn líða án þess að bregðast við en lætur svo undan og blessar kvenfyrirlitningu. Gerendameðvirkni Kristrúnar lýtur ekki pólitískum lögmálum. Aðrar og myrkari ástæður liggja að baki. Þórður Snær virðist hafa þau tök á formanni Samfylkingar að ekki verði við honum hróflað. Á ellefta tímanum í gærkvöldi staðfestir Kristrún að Þórður Snær sé áfram þingmannsefni Samfylkingar. Áður hafði hún talað við ritstjórann sem sagðist ekki ætla að víkja af lista flokksins. Karlinn er ráðandi, konan víkjandi á Samfylkingarheimilinu. 

Þórður Snær fékk þriðja sætið í Reykjavík norður á lista Samfylkingar þrátt fyrir að vera sakborningur í byrlunar- og símamálinu. Stórundarlegt er að maður grunaður um glæp í refsimáli skuli fá sæti á framboðslista til þingkosninga. Tilfallandi skoðaði fyrri samskipti Kristrúnar formanns og Þórðar Snæs ritstjóra og taldi að þar væri komin skýring á heljartaki er hann hefur á Kristrúnu. Niðurlag bloggsins:

Þórður Snær gerir ekkert ókeypis. Hann fékk loforð frá Kristrúnu um stuðning við þingmennsku. Ritstjórinn fyrrverandi er undirförull; sést á því að hann reyndi að sölsa undir sig yfirráð yfir Heimildinni á bakvið tjöldin. Upp komst og Þórði Snæ var sparkað. Eftir ráðabruggið vorið 2023, til að bjarga pólitísku lífi formanns Samfylkingar, er Þórður Snær kominn með upplýsingar sem hann getur hvenær sem er lekið til vinveittra blaðamanna. Þar með yrði saga Kristrúnar formanns öll. Kristrún er vel meðvituð um stöðu sína gagnvart ritstjóranum sem einskins svífst til að koma ár sinni fyrir borð.

Þórður Snær er sakborningur í alvarlegu refsimáli, byrlunar- og símamálinu. Enginn stjórnmálaflokkur með réttu ráði teflir fram til þingsetu manni sem grunaður er um glæp. En það gerir Samfylkingin. Skýringin er sú að formaðurinn þar á bæ sætir pólitískri fjárkúgun vegna skattsvika.

Með því að halda hlífiskildi yfir Þórði Snæ eftir að hann var afhjúpaður illa haldinn kvenfyrirlitningu staðfestir Kristrún að hún er undir hælnum á ritstjóranum. Þegar Þórður Snær sagði konur ,,lævísar, undirförlar tíkur" var hann að tileinka sér vinnubrögð og lífsviðhorf sem hann þóttist vita að kæmu sér vel er hann fetaði framabrautina.

,,Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin," skrifar Kristrún til varnar ritstjóranum. Þroskasaga Þórðar Snæs sýnir hugsanir hans í framkvæmd. Í byrlunar- og símamálinu var andlega veik kona gróflega misnotuð af blaðamönnum. Hún er fengin til að byrla eiginmanni sinum, stela síma hans og færa blaðamönnum til afritunar. Þórður Snær taldi sig og félaga sína í fullum rétti að ráðast að fjölskyldu með veikan hlekk, konu sem gengur ekki heil til skógar. Ritstjóranum er ekkert heilagt. En Kristrún formaður segir Þórð Snæ skammast sín. Byrlunar- og símamálið hófst vorið 2021, fyrir rúmum þrem árum. Þórður Snær skammast sín ekki fyrir kvenfyrirlitninguna; stundar hana enn.

Kjósendur þurfa ekki að fara í grafgötur með hvað Þórður Snær og Samfylkingin standa fyrir. Atkvæði greitt Samfylkingu er stuðningur við kvenfyrirlitningu. 


mbl.is Þórður „má og á að skammast sín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu við þetta að bæta.

Það er með ólíkindum að þessi maður sé í framboði.

Þeir sem kjósa samfylkinguna hljóta að aðhyllast

þessari sýn hans þórðar og fjármála braski formannsins.

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.11.2024 kl. 10:51

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Og Þórður Snær skrifað þessa löngu grein um Miðflokkinn á barnum:

https://kjarninn.is/skyring/2018-12-21-sex-thingmenn-ganga-inn-barog-voru-teknir-upp-af-baru/

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.11.2024 kl. 12:35

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

,,Þið getið bara strikað yfir hann"

Guðmundur Böðvarsson, 14.11.2024 kl. 14:29

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Listi Samfylkingarinnar verður meira og minna yfirstrikaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.11.2024 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband