Helgi Seljan og njósnir Black Cube

,,Blaðamaður­inn Helgi Selj­an er hætt­ur í starfi hjá Heim­ild­inni," sagði í frétt Mbl.is fyrir tæpum mánuði. Í frétt Mbl.is, sem er frá 18. október, segir í framhaldi:

Hann [Helgi Seljan] seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann sé ekki með neitt í hendi hvað at­vinnu varðar. Þó sé aldrei að vita nema hann kom­ist á sjó­inn í af­leys­ing­ar ef svo bæri und­ir.
„Ég ákvað að taka mér bara pásu alla­vega,“ seg­ir Helgi spurður um hvort að ákvörðunin hafi haft sér lang­an aðdrag­anda.

Helgi kvaðst hættur á Heimildinni fyrir rúmum mánuði en hann er ásamt Aðalsteini Kjartanssyni höfundur fréttar í Heimildinni sem birtist í fyrradag. Fréttin er afurð njósnastarfsemi þar sem sonur Jóns Gunnarssonar þingmanns var skotmark. Tálbeita frá huldufyrirtækinu Black Cube þóttist vera fjárfestir og hafði að yfirvarpi að kaupa eignir af syni Jóns, sem er fasteignasali. En tilgangurinn var að veiða upplýsingar um pabba fasteignasalans.

Upplýsingarnar sem tálbeitan aflaði rötuðu aðeins á einn fjölmiðil, Heimildina. Þar unnu Helgi og Aðalsteinn frétt upp úr hlerunum tálbeitunnar. En Helgi sagðist hættur störfum á Heimildinni í síðasta mánuði.

Hér fer ekki saman hljóð og mynd.

Black Cube hóf blekkingarleikinn gagnvart syni Jóns þegar í september. Í bloggi gærdagsins var rætt um að aðgerð huldufyrirtækisins gæti ekki verið bundin við Jón Gunnarsson og fjölskyldu hans. Meira lægi að baki. Einnig er deginum ljósara að íslenskir aðilar eru í nánu samstarfi við Black Cube. Það kemur enginn útlendingur upp úr þurru til Íslands að leggja snöru fyrir son alþingismanns og skipuleggur fréttaflutning til að hafa áhrif á þingkosningar hér á landi.

Enginn fjölmiðill spyr Helga hver skýringin sé á því að hann er höfundur fréttar á fjölmiðli sem hann starfar ekki á. Enginn fjölmiðill reynir að hafa upp á íslenskum samstarfsaðilum Black Cube.

Ekki-blaðamaður Heimildarinnar, Helgi Seljan, og skráður blaðamaður fjölmiðilsins, Aðalsteinn Kjartansson, eru höfundar fréttar sem fengin var með njósnum og blekkingum. Þeir tveir eru ekki spurðir hverjir séu raunverulegir atvinnuveitendur þeirra.

Hér er ekki lítið í húfi. Erlendir aðilar og íslenskir samverkamenn reyna að hafa áhrif á niðurstöðu lýðræðislegra kosninga hér á landi. Fjölmiðlar hafa spurt spurninga af minna tilefni.   

 


mbl.is Sleginn yfir grófri framkomu gegn fjölskyldunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband