Trump-pólitík

Sigur Trump í kosningunum 2024 er stærri á pólitískan mælikvarða en sigurinn 2016. Fyrir átta árum var Trump nýmæli. Þjóðin sem kaus hann til forseta í gær mátti vita að hverju hún gekk, að því marki sem hægt er að vita raunverulegt innihald stjórnmálamanns.

Trump jók fylgi sitt meðal minnihlutahópa. Þeldökkir kusu hann í meira mæli en áður sem og rómanskir. Ungir kjósendur, einkum karlar, studdu Trump til endurkjörs umfram það sem þeir gerðu 2016 og 2020.

Eftir niðurlægjandi brotthvarf úr Hvíta húsinu i skugga óeirða i byrjun janúar 2021 voru pólitískir dagar Trump taldir. Repúblikanaflokkurinn vildi þvo hendur sínar af manni sem gat ekki tekið ósigri. Réttvísin átti ýmislegt vantalað við fyrrum forseta, þótt sá þáttur hafi verið knúinn pólitískri hefnigirni.

Þjóðhyggja, skikkanleg landamæri og efnahagsmál voru áherslumál í kosningabaráttunni. Hliðarþemu voru vælustjórnmál (vók), alþjóðahyggja og stríðsrekstur erlendis.

Bandarísk stjórnmál hafa víðtæk alþjóðleg áhrif. Sá þáttur er aftur síaður í staðbundnum aðstæðum. Eins og mun koma á daginn hér á Fróni. 

 

 

 


mbl.is Segist hafa skráð nafn sitt á spjöld sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ég óska heimsbyggðinni til hamingju. Þriðji kosningasigur Doalds Trump er í höfn. Í þetta sinn tókst Djúpríkinu ekki að ná af honum sigrinum með svikum.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.11.2024 kl. 11:18

2 Smámynd: Hörður Þormar

Kosningar verða í Þýskalandi í síðasta lagi í september á næsta ári. Þá kemur væntanlega til valda stjórn undir forystu kristilegra demókrata (CDU,CSU) og Friedrich Merz sem kanslara. Friedrich Merz er fjármálamaður og hefur stundað mikil viðskipti við Bandaríkin. Hann er líklegastur allra evrópskra stjórnmálaleiðtoga til þess ná góðum tengslum við Donald Trump. 

Hörður Þormar, 6.11.2024 kl. 11:47

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Harris gat ekki gagnrýnt neitt hjá Biden og núvernadi stjórn

Efnahags "planið" hjá Harris var jafnvel verra en hjá Kristrúnu

Aðaláherslan hjá Harris var orðin á skítkast í Trump en á þeim vígvelli á enginn séns í hann og þar að auki þá er fólki bara alveg sama um allt ljótt sem sagt er um Trump

Grímur Kjartansson, 6.11.2024 kl. 15:13

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Loksins þegar Kamala hafði jafnað sig nóg til að koma fram og játa sig sigraða var hún oskøp lítillátur. Það verður þemað næstu daga en svo byrjar ballið á ný. Demókratar eru enn í sjokki og haga sér samkvæmt því. Einhverjir (the moderate) munu láta sér þetta að kenningu verða hinir (væluliðið) mun fljótlega kyrja kórinn á ný.

Eitt er víst að bandaríska þjóðin sýndi þeim rauða spjaldið í þessum kosningum. 

Ragnhildur Kolka, 6.11.2024 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband