Trump og Pútín: grýlur verða barnagælur

Pútín Rússlandsforseti var sagður maðurinn á bakvið sigur Trump í forsetakosningunum fyrir átta árum. Nær alla forsetatíð sína, 2016-2020, mátti Trump heyra að hann ætti Pútín að þakka embættið. Í forsetakosningunum á morgun telst Trump eiga þokkalega möguleika, en þó hvergi nærri sigurinn vísan. En nú ber svo við að nær engin umræða er um að Pútín hafi áhrif á bandarísku forsetakosningarnar.

Ætti Pútín þó að vera með allar klær út að tryggja Trump sigurinn. Almannarómur er að Trump muni draga úr stuðningi við Úkraínu í stríðinu við Rússland.

Hverju sætir?

Jú, fyrir átta árum var enn líf í þeirri hugmynd að heimurinn yrði vestrænn með góðu eða illu. Brexit, úrsögn Bretlands úr ESB, sumarið 2016, sigur Trump um haustið, og svo auðvitað skálkurinn í Kreml voru hindranir sem þurfti að yfirstíga til að vestræna alþjóðaríkið mætti raungerast.

Trump árið 2016 og Pútín bæði fyrir og eftir voru grýlur sem notaðar voru til að hræða almenning til fylgis við hugmyndafræði sem var komin á síðasta söludag.

Núna, árið 2024, er vestræn alþjóðahyggja svo gott sem dauð. Framundan er vestrænt endurmat. Hugmyndin um vestræna yfirburði fékk byr undir báða vængi eftir fall kommúnismans um 1990. Vestræn menning og stjórnskipan reyndist ekki sú útflutningsvara sem menn héldu. Sigurvissa víkur fyrir efa og sjálfsskoðun.

Vestræn ríki munu í auknum mæli leita inn á við, vega og meta hvað hentar í hverju landi. Yfirþjóðlegt vald fer þverrandi, það hefur ekki reynst vel.

Hvort Trump sigrar á morgun eða ekki mun litlu breyta um Úkraínustríðið. Yfirgnæfandi líkur eru á að hildarleiknum ljúki með rússneskum friði. Í framhaldi þarf Vestur-Evrópa að komast að samkomulagi við Rússa um starfhæf samskipti. Engar líkur eru á að hyggi á landvinninga í Vestur-Evrópu. Til þess hafa Rússar ekki styrk. Þeir eiga fullt í fangi að leggja úkraínska herinn að velli.

 


mbl.is Sigur Trumps neyði Evrópu til að breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hvað veldur þessu rússablæti?

Tryggvi L. Skjaldarson, 4.11.2024 kl. 11:01

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er furðulegt hvað mörgum er í nöp við Rússa án þess að vita út af hverju. Ég man ekki til þess að þeir hafi sýnt okkur neitt annað en fyllstu kurteisi og hjálpsemi í gegnum tíðina. Margir halda að Rússar hafi ráðist inn i Úkraínu bara allt í einu og bara heimta að hafa það þannig þó það sé víðs fjarri sannleikanum. Þetta er sennilega sama fólkið og heldur að samfylkingin og viðreisn fari langt með að koma okkur úr þeim vandræðum sem stjórnvöld eru búin að koma okkur í. Það er nánast öruggt að við höldum áfram að sigla að feigðarósi ef marka má síðustu skoðanakannanir.

Kristinn Bjarnason, 4.11.2024 kl. 18:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þannig er'etta Kristirnn því miður og ég verð sár reið og mótmæli ,er er sama núna.

Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2024 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband