Sunnudagur, 3. nóvember 2024
Barn getur ekki verið trans
Rithöfundurinn JK Rawling fagnar sigri Kemi Badenoch í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Rawling, höfundur Harry Potter-bókanna, er kjósandi Verkamannaflokksins, en þekkt fyrir baráttu sína gegn yfirgangi karla í kvenlíki í kvennarýmum s.s. búningsklefum, salernum og kvennadeildum sjúkrahúsa. Samkvæmt trans ræður hugarfarið kyni, ekki líkaminn. Sumir karlar nýta sér það, t.d. til að keppa í kvennaíþróttum.
Mér finnst Badenoch bæði greind og hugrökk og fagna kjöri hennar, segir Rawling.
Barn getur ekki verið trans, sagði Badenoch í kappræðum vegna leiðtogakjörs Íhaldsflokksins, samkvæmt Telegraph. Hún var áður jafnréttisráðherra og vann að endurskoðun löggjafar til að tryggja rétt kvenna til kynaðgreindra rýma. Í ráðherrastarfi sagðist Badenoch hafa séð sterkar sannanir fyrir því að ungmennum sem eru samkynhneigð eða glíma við geðraskanir sé talin trú um að þau séu trans.
Hér á Íslandi eru Samtökin 78 með starfsemi í leik- og grunnskólum. Þar er börnum kennt að mögulega séu þau af röngu kyni. Nærri má geta að þau börn sem glíma við félags- og/eða þroskavanda séu líklegri en önnur til að leggja trúnað á fullorðna sem fara með sérstöku hugarfari í hlutverkaleiki með börnum. Þeir sem andmæla æskulýðsstarfi Samtakanna 78 eiga yfir höfði sér ákæru frá lögreglu.
Barn getur ekki verið trans, eins og nýkjörinn formaður breska Íhaldsflokksins segir. Lifandi nýburi fæðist með líkama og meðvitund. Líkaminn er annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Barn getur ekki verið í röngum líkama, ekki frekar en það gæti haft ranga meðvitund. Það er ómöguleiki. Sértrúarsamtök sem halda öðru fram eiga sinn rétt í heimi fullorðinna, sem hafa leyfi, í nafni félagafrelsis, að halda á lofti hvaða firru sem vera skal. En það á ekki að hleypa þeim nálægt leik- og grunnskólum.
Kosningabarátta stendur yfir hér á landi. Er einhver stjórnmálamaður nógu hugaður til að segja upphátt þessi sjálfsögðu sannindi: barn getur ekki verið trans.
Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þína baráttu í þessum málum Páll!
Óskar Kristinsson, 3.11.2024 kl. 13:21
Ég verð að taka undir með þér í þessum málum, vörn eiga að fá að vera börn og í friði fyrir svona innrætingu. Þegar þau komast á legg geta þau sjálf leitað sér upplýsinga ef þeim lýður svo.
G Helga Ingadottir, 3.11.2024 kl. 15:53
Börn eiga að fá að vera börn, ætlaði ég að segja
G Helga Ingadottir, 3.11.2024 kl. 15:54
Mér finnst að börn eigi að fá að vera í friði í sínum líkama og með sína kynvitund (sem er ýkt ímynduð hjá börnum af Samtökum 78) þar til þau hafa þroska til að uppgötva sína kynþörf sjálf líkt og fólk hefur gert frá upphafi
Grímur Kjartansson, 3.11.2024 kl. 18:36
Hugrekki er ekki krafist af þingmönnum og ekki heldur af teimsem sækjast eftir þingmennsku. Þeir sem nú þegar eru transtrúar munu svara spurningunni játandi, hinir munu í miklu málskrúði segja ekki neitt eins og pólitíkusum er lagið. Þess vegna hafa ekki verið sett løg sem banna að fitlað sé við líkama og sál barna.
Ragnhildur Kolka, 3.11.2024 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.