Lögreglan, guđlast og Samtökin 78

Frjáls umrćđa er einkenni lýđrćđisríkja. Umrćđa er forsenda málamiđlana sem ţarf í samfélagi er kýs friđ fremur en ófriđ, stöđugleika í stađ óreiđu, jafnrćđi umfram yfirgang.

Í lýđrćđisríki fer lögreglan ekki međ dagskrárvald opinberrar umrćđu. Lögreglan hefur ríkari valdheimildir en ađrar stofnanir og eru ţćr til ađ verja öryggi borgaranna, eigur ţeirra og allsherjarreglu. Ţá rannsakar lögreglan afbrot og kemur í veg fyrir ólögmćta starfsemi.

Fyrir tíu árum var í gildi grein í hegningarlögum:

Hver, sem opinberlega dregur dár ađ eđa smánar trúarkenningar eđa guđsdýrkun löglegs trúarbragđafélags, sem er hér á landi, skal sćta sektum eđa fangelsi allt ađ 3 mánuđum. Mál skal ekki höfđa, nema ađ fyrirlagi saksóknara.

Lagagreinin var afnumin áriđ 2015 međ frumvarpi ţriggja ţingmanna Pírata. Ţeir sögđu m.a. í greinargerđ:

Fólk hefur ólíka sýn á lífiđ og ţví er viđbúiđ ađ tjáning sem einn telur eđlilega telji annar móđgandi. Sem betur fer eru upplifanir fólks af lífinu og tilverunni afskaplega ólíkar.

Náskyld lagagrein er enn í gildi, 233. gr. a. hegningarlaga. Upphaf og niđurlag er svohljóđandi:

Hver sem opinberlega hćđist ađ, rógber, smánar eđa ógnar manni eđa hópi manna međ ummćlum eđa annars konar tjáningu [...] skal sćta sektum eđa fangelsi allt ađ 2 árum.

Samtökin 78 kćrđu til lögreglu tilfallandi fyrir brot á lagagreininni. Í framhaldi ákćrđi lögreglan, eins og greint var frá í bloggi gćrdagsins.

Glöggir lesendur taka eftir ađ lagagreinin bannar háđ, róg, smánun og ógn gagnvart ,,manni eđa hópi manna." Tilfallandi talađi hvorki um mann né hóp manna í texta sem ákćrt er fyrir heldur Samtökin 78.

Lögreglan í Reykjavík, í umbođi ríkissaksóknara, segir gagnrýni á félagasamtök jafngilda ađ eitthvađ misjafnt sé sagt um ađildarfélaga samtakanna. Ţađ er rökvilla. Félagasamtök eru sjálfstćđur lögađili, einstaklingarnir sem eiga ađild eru annađ. Kannski ađ saksóknari lögreglu líti á Samtökin 78 sem trúfélag. Trúarkenningar um ađ hćgt sé ađ fćđast í röngum líkama eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Lagagreinin sem bannađi guđlast var afnumin fyrir bráđum tíu árum.

Lögregla og ákćruvald ćttu ađ láta borgarana um frjálsa orđrćđu. Lögreglu er ćtlađ ađ verja lýđrćđiđ, ekki kćfa ţađ međ ţöggun.   

 

 

 


mbl.is Samtökin '78 kćra Pál Vilhjálmsson
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Fín greining - og sýnir einnig ađ Píratar eru ekki ţesskonar fólk sem á ađ koma ađ Lagasmiđju, ţví ţeir skilja ekkert og vita ţađ ekki.

Guđjón E. Hreinberg, 2.11.2024 kl. 17:00

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig hlakkar til ađ sjá niđurstöđurnar úr ţessum málaferlum.

Mikilvćgara mál en fólk gerir sér grein fyrir.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2024 kl. 17:13

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessađur Páll.

Ţú átt stuđning alls hugsandi fólks.

Ţađ er ekkert flóknara en ţađ.

Gangi ţér vel.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2024 kl. 17:28

4 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Tek undir međ öllum hér ađ ofan.

En velti ţví fyrir mér hvort ríkissaksóknari sé

ekki félagi í ţessum samtökum.?

Sigurđur Kristján Hjaltested, 2.11.2024 kl. 18:22

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Tímarnir breytast
ef athugasemdin hjá "tilfallandi athugasemdir" hefđi komiđ frá múslim um einhvern kristinn söfnuđ og ţeim kynlífsathöfnum sem ţar eru bođađar ţá hefđi saksóknari lítiđ gert

Grímur Kjartansson, 2.11.2024 kl. 18:43

6 Smámynd: Baldur Gunnarsson

,,segir gagnrýni á félagasamtök jafngilda ađ eitthvađ misjafnt sé sagt um ađildarfélaga samtakanna. Ţađ er rökvilla."

Já. Ţađ er augljóst. 

Baldur Gunnarsson, 3.11.2024 kl. 08:59

7 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Vćri kristnum manniđ ógnađ hérlendis, eđa hann rógborinn og smánađur fyrir ađ vera kristinn, eđa hvítur á hörund, eđa hvort tveggja, yrđi ekkert ađhafst af lögreglunnar hálfu. Nákvćmlega ekki neitt. 233 gr. a. hegningarlaga er ţví ógild ţegar á reynir. Ţví annađ hvort gildir hún í heild, eđa hún gildir ekki. Félagslega réttrúađir virđast ţó halda ađ hún fjalli gagngert um félagasamtök ţeirra sjálfra.        

Baldur Gunnarsson, 3.11.2024 kl. 09:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband