Miđvikudagur, 30. október 2024
Silfriđ á RÚV sálgćsla Samfylkingar
Í fyrsta ţćtti Silfursins á RÚV eftir síđustu kosningar fyrir ţrem árum var mćtt Kristrún Frostadóttir ţá nýkjörinn ţingmađur og verđandi formađur Samfylkingar. Í Silfrinu fékk Kristrún tćkifćri, í ţćgilegu og valdeflandi umhverfi, til ađ kvenskýra launauppbót sem hún fékk frá Kviku banka, upp á 101 milljón króna, hafi veriđ happadrćttisvinningur. Í frásögn Eyjunnar af silfrađri kvenskýringu Kristrúnar:
Um töluverđa áhćttufjárfestingu var ađ rćđa ađ sögn Kristrúnar en hún ákvađ ađ slá til og keypti hlutabréf fyrir ţrjár milljónir.
Hókus pókus og ţrjár milljónir urđu ađ 101 milljón króna. ,,Fáránlegt", sagđi Kristrún og ţurfti sannarlega samúđ og skilning eftir erfiđa lífsreynslu. Ekki kom ţađ fram í Silfrinu en Kristrún taldi gróđann fram sem fjármagnstekjur en ekki launatekjur og sparađi sér ţar 25 milljónir í samneysluna. Silfruđ ţjónusta RÚV gengur út á hvítţvott til ađ forystukratarnir geti međ góđri samvisku taliđ sér trú um ađ vera dyggir ţjónar almannahagsmuna á međan ţeir maka krókinn og stinga undan skatti.
Í vikunni var mćttur í Silfriđ Dagur fyrrum borgarstjóri Eggertsson. Hafi Kristrún ţurft á sálgćslu ađ halda fyrir ţremur árum var ástand Dags akútt. Um síđustu helgi var upplýst ađ Kristrún skattaprinsessa telur Dag bođflennu á lista Samfylkingar. Dagur fái ekki ráđherraembćtti í ríkisstjórn Kristrúnar, hann sé ,,aukaleikari" sem mćtti sem best strika út af kjörseđlinum.
,,Mér var brugđiđ ţegar ég sá skilabođin," sagđi Dagur í Silfrinu í fyrrakvöld. Ţá hafđi Dagur veriđ á flótta frá fjölmiđlum í ţrjá daga. Til ađ takast á viđ hrollvekjuna mćtti Dagurinn í sálgćsluna á Efstaleiti er sérhćfir sig í endurreisn glatađra forystumanna Samfylkingar.
Athugasemdir
Ađ strika Dag út og hann fái ekki ráđherraembćtti er líklega ţađ gáfulegast sem hún hefur sagt!
Sigurđur I B Guđmundsson, 30.10.2024 kl. 10:36
Tek undir med nafna.
Sigurđur Kristján Hjaltested, 30.10.2024 kl. 10:55
Hćkkum útvarpgjaldiđ ríflega. Ţá lagast ţetta, ekki fyrr.
Júlíus Valsson, 30.10.2024 kl. 13:55
Davíđ Oddsson sagđi einhverntíma frá ţví ađ ţegar bauđ sig fram fyrir Sjálfstćđisflokkinn í fyrsta sinn hefđi síminn hringt á kosningaskrifstofunni. Davíđ svarađi og upphringjandinn, sem vissi ekki viđ hvern hann talađi, sagđist ţví miđur ekki geta kosiđ Sjálfstćđisflokkinn framar. ,,Hvers vegna ekki?” spyr Davíđ. ,,Ég ţoli ekki helvítiđ međ háriđ,” segiri viđmćlandinn. ,,Hm“ svarar Davíđ. ,,Heyrđu. Strikađu bara yfir helvítiđ međ háriđ. Ţá geturđu kosiđ flokkinn áfram.” – Mér dettur í hug ađ Kristrún og Dagur hafi ákveđiđ sameiginlega - ţrátt fyrir ólíkindalćtin - ađ gera ađ sínu ţetta gamla heilrćđi Davíđs Oddssonar.
Baldur Gunnarsson, 30.10.2024 kl. 20:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.