Silfrið á RÚV sálgæsla Samfylkingar

Í fyrsta þætti Silfursins á RÚV eftir síðustu kosningar fyrir þrem árum var mætt Kristrún Frostadóttir þá nýkjörinn þingmaður og verðandi formaður Samfylkingar. Í Silfrinu fékk Kristrún tækifæri, í þægilegu og valdeflandi umhverfi, til að kvenskýra launauppbót sem hún fékk frá Kviku banka, upp á 101 milljón króna, hafi verið happadrættisvinningur. Í frásögn Eyjunnar af silfraðri kvenskýringu Kristrúnar:

Um töluverða áhættufjárfestingu var að ræða að sögn Kristrúnar en hún ákvað að slá til og keypti hlutabréf fyrir þrjár milljónir.

Hókus pókus og þrjár milljónir urðu að 101 milljón króna. ,,Fáránlegt", sagði Kristrún og þurfti sannarlega samúð og skilning eftir erfiða lífsreynslu. Ekki kom það fram í Silfrinu en Kristrún taldi gróðann fram sem fjármagnstekjur en ekki launatekjur og sparaði sér þar 25 milljónir í samneysluna. Silfruð þjónusta RÚV gengur út á hvítþvott til að forystukratarnir geti með góðri samvisku talið sér trú um að vera dyggir þjónar almannahagsmuna á meðan þeir maka krókinn og stinga undan skatti.

Í vikunni var mættur í Silfrið Dagur fyrrum borgarstjóri Eggertsson. Hafi Kristrún þurft á sálgæslu að halda fyrir þremur árum var ástand Dags akútt. Um síðustu helgi var upplýst að Kristrún skattaprinsessa telur Dag boðflennu á lista Samfylkingar. Dagur fái ekki ráðherraembætti í ríkisstjórn Kristrúnar, hann sé ,,aukaleikari" sem mætti sem best strika út af kjörseðlinum.

,,Mér var brugðið þegar ég sá skilaboðin," sagði Dagur í Silfrinu í fyrrakvöld. Þá hafði Dagur verið á flótta frá fjölmiðlum í þrjá daga. Til að takast á við hrollvekjuna mætti Dagurinn í sálgæsluna á Efstaleiti er sérhæfir sig í endurreisn glataðra forystumanna Samfylkingar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Að strika Dag út og hann fái ekki ráðherraembætti er líklega það gáfulegast sem hún hefur sagt!

Sigurður I B Guðmundsson, 30.10.2024 kl. 10:36

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir med nafna.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.10.2024 kl. 10:55

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Hækkum útvarpgjaldið ríflega. Þá lagast þetta, ekki fyrr. 

Júlíus Valsson, 30.10.2024 kl. 13:55

4 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Davíð Oddsson sagði einhverntíma frá því að þegar bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sinn hefði síminn hringt á kosningaskrifstofunni. Davíð svaraði og upphringjandinn, sem vissi ekki við hvern hann talaði, sagðist því miður ekki geta kosið Sjálfstæðisflokkinn framar. ,,Hvers vegna ekki?” spyr Davíð. ,,Ég þoli ekki helvítið með hárið,” segiri viðmælandinn. ,,Hm“ svarar Davíð. ,,Heyrðu. Strikaðu bara yfir helvítið með hárið. Þá geturðu kosið flokkinn áfram.” – Mér dettur í hug að Kristrún og Dagur hafi ákveðið sameiginlega - þrátt fyrir ólíkindalætin - að gera að sínu þetta gamla heilræði Davíðs Oddssonar.

Baldur Gunnarsson, 30.10.2024 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband