Þriðjudagur, 29. október 2024
Kristrún og skattsvikin
Kristrún Frostadóttir varð uppvís að skattsvikum vorið 2023. Hún taldi fram 101 milljón króna sem fjármagnstekjur en ekki launatekjur. Með röngu framtali lækkaði Kristrún skatta sína um 25 milljónir króna.
Skattamál Kristrúnar komu til umræðu er hún bauð sig fyrst fram haustið 2021. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku banka 2018-2021. Hluti af launakjörum hennar var kaupa hlutabréf i bankanum á undirverði. Fyrir kosningarnar 2021 staðhæfði Kristrún að hlutabréfakaupin hafi verið áhættufjárfesting og hagnaðurinn ,,lottóvinningur". Hvort tveggja er rangt. Í raun er um launauppbót að ræða.
Kristrún sagði ósatt haustið 2021 um launakjör sín hjá Kviku banka. Einnig taldi hún rangt fram, gaf skattayfirvöldum rangar upplýsingar um launatekjur sínar.
Í bloggi gærdagsins var sagt frá samkomulagi sem Kristrún gerði við Þórð Snæ Júlíusson þáverandi ritstjóra Heimildarinnar. Samkomulagið var að kynna skattsvik Kristrúnar sem léttvægt bókhaldsatriði. Í staðinn fékk Þórður Snær loforð Kristrúnar um að styðja hann til þingmennsku. Þórður Snær er í þriðja sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður, Kristrún í fyrsta sæti. Þórður Snær er sakborningur í byrlunar- og símamálinu. Hann varð sakborningur í febrúar 2022, áður en hann hannaði fréttaskýringu um að Kristrún hefði ekki svikist um skattgreiðslur til ríkissjóðs. Þórður Snær er enn sakborningur, þar sem brotaþolinn í byrlunar- og símamálinu, Páll skipstjóri Steingrímsson, kærði niðurfellingu lögreglu á sakamálarannsókn til ríkissaksóknara.
Kristrún hefur ekki lagt fram upplýsingar um hvernig uppgjöri hennar við Skattinn var háttað. Munnleg frásögn Kristrúnar er ómarktæk enda hefur hún áður sagt ósatt um skattamál sín.
Skatturinn hringir ekki í þá sem stinga undan skatti. Formlegt bréf er sent. Ef Kristrún hefði ekkert að fela væri hún búin að leggja fram gögn sem sýndu svart á hvítu uppgjörið við Skattinn.
Athugasemdir
Spillingin virðist landlæg í Samfylkingunni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.10.2024 kl. 13:15
RÚV mun að sjálfsögðu ekki gera svipað samsæri gegn formanni Samfó eins og þeir gerðu gagnvart Sigmundi Davíð.
Júlíus Valsson, 29.10.2024 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning