Forysta Samfylkingar vill sakborning í þingmennsku

Einn af sakborningunum í byrlunar- og símamálinu, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri, er þingmannsefni Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samkvæmt fréttum skipar Þórður Snær þriðja sætið í Reykjavík norður, á lista Kristrúnar formanns. Sitjandi þingkona, Dagbjört Hákonardóttir, var látin víkja sæti til að sakborningur kæmist á þing.

Lögreglan felldi niður rannsókn á byrlunar- og símamálinu með sakfellandi yfirlýsingu. Lögreglan segir hreint út að afbrot voru framin en ekki tókst að sanna óyggjandi hvaða blaðamenn frömdu hvaða afbrot.  Brotaþolinn, Páll skipstjóri Steingrímsson, kærði niðurfellinguna til ríkissaksóknara, sem hefur þrjá mánuði til að úrskurða framhald málsins. Á meðan er réttarstaða Þórðar Snæs og fimm annarra blaðamanna óbreytt, þeir eru sakborningar í refsimáli er varðar byrlun, þjófnað og brot á friðhelgi.

Sakborningur, samkvæmt skilgreiningu, er grunaður um glæp. Stjórnmálaflokkur sem teflir frambjóðanda til þings er hefur stöðu sakbornings grefur undan réttarríkinu. Þingmenn setja landinu lög. Þingmaður grunaður um glæp er ekki til þess fallinn að auka virðingu fyrir löggjafanum. Má alþingi þó illa við að veikja tiltrú almennings á þjóðarsamkundunni. En Samfylkingin ætlar að veita Þórði Snæ uppreist æru á meðan hann er enn undir sakamálarannsókn.

Á meðan Þórður Snær var starfandi blaðamaður og ritstjóri var hann vel meðvitaður að orðspor og heiðarleiki væri höfuðkrafa gagnvart mönnum í trúnaðarstöðum. Fyrir tveim árum voru nafngreindir menn í viðskiptalífinu ásakaðir um kynferðisbrot. Athugið; þeir voru ásakaðir en ekki ákærðir og ekki sakborningar í lögreglurannsókn. Þórður Snær skrifaði fréttaskýringu í Kjarnann þar sem hann rakti hvernig hann sem blaðamaður hafði samband við stjórnir lífeyrissjóða og spurði hvort ekki yrði gripið til ráðstafana vegna ásakaðra manna er sátu í stjórnum fyrirtækja sem lífeyrissjóðir áttu hlut í. Þórður Snær beið ekki eftir málalokum - mennirnir voru aldrei ákærðir - heldur hélt hann fram strangri siðferðiskröfu gagnvart mönnum í valdastöðum.

Fyrir tveim árum, og bæði fyrr og síðar, er Þórður Snær með siðavöndinn á lofti og krefst að sakleysi sé hafið yfir allan vafa. Enginn með skemmt orðspor, beina eða óbeina aðild að lögbrotum, skal sitja í trúnaðarstöðu. Núna ætlar sakborningurinn Þórður Snær að fá kjör á alþingi. Í skjóli Samfylkingar.

Einhver skýring hlýtur að vera á valdastöðu sakbornings í Samfylkingunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvernig er það - þarf þingið ekki að svipta þingmenn friðhelgi svo hægt sé að ákæra þá? Komist Þórður á þing í meirihlutastjórn Samfylkingar er honum borgið. Verði fyrrum samverkamenn hans hins vegar ákærðir og fundnir sekir má gera ráð fyrir að almenningsálitið sé þá fyrir bí.

Merkilegt að Kristrún hafi samþykkt þessa ákvørðun,en kannski er það blaðamaðurinn við hliðina á henni sem stjórnar ferðinni. 

Ragnhildur Kolka, 26.10.2024 kl. 09:59

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Samfylkingin er í sjálfseyðingaferli þessa dagana og er það vel. Dagur B. og Þórður Snær í ráðherrastöður og landinu borgið! Dagur fjármálaráðherra og Þórður dómsmálaráðherra!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.10.2024 kl. 11:15

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ekki gleyma ölmu og Víði. Þetta er þokkalega glæpagengið.

Kristinn Bjarnason, 27.10.2024 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband