Föstudagur, 18. október 2024
Lögbrot er ekki einkamál blađamanna
Sex sakborningar í byrlunar- og símamálinu stađhćfa ađ vitneskja um alvarleg brot á hegningarlögum, byrlun og stuldur, sé einkamál blađamanna. Lögbrot, samkvćmt skilgreiningu, getur ekki veriđ einkamál. Lögin eru umferđareglur samfélagsins. Ţeir sem segjast óbundnir landslögum lýsa yfir fjandskap viđ almannahagsmuni.
Ríkir almannahagsmunir eru ađ lögbrot séu upplýst. Löggjafinn kveđur skýrt á um hver eigi ađ upplýsa lögbrot í landinu. Meginhlutverk lögreglu eru skv. lögreglulögum:
a. ađ gćta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast viđ ađ tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmćta starfsemi,
b. ađ stemma stigu viđ afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
c. ađ vinna ađ uppljóstran brota, stöđva ólögmćta háttsemi og fylgja málum eftir í samrćmi viđ ţađ sem mćlt er fyrir um í lögum um međferđ sakamála eđa öđrum lögum,
Lögreglan bar skýlausa skyldu ađ rannsaka og upplýsa byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuld á símtćki hans og brot á friđhelgi. Vörn sakborningana sex er ađ ţeir hafi fulla heimild til ađ eiga beina eđa óbeina ađild ađ byrlun, ţjófnađi og brot á friđhelgi. Málsvörnin á sér enga stođ í lögum. Enn síđur í almennu siđferđi. Ef almenningur myndi haga sér eins og blađamennirnir sex ríkti hér óöld međ lögleysu og siđleysi. Mađur vćri manni úlfur.
Annađ haldreipi blađamanna er ađ atlagan ađ skipstjóranum hafi skilađ upplýsingum sem ćttu erindi til almennings. RÚV fékk fyrsta ađgang ađ gögnum skipstjórans. Síminn var afritađur á Efstaleiti. En RÚV frumbirti enga frétt úr síma skipstjórans; ţađ gerđu aftur Stundin og Kjarninn, samkvćmt samrćmdri tímasetningu ţann 21. maí 2021. Ef RÚV taldi fréttirnar mikilvćgar í ţágu almannahagsmuna hefđi ríkisfjölmiđillinn vitanlega birt ţćr.
Fréttirnar í Stundinni og Kjarnanum eru samstofna, fjalla um meinta skćruliđadeild Samherja. Í fréttunum tveim er ekki sagt frá neinum lögbrotum heldur spjalli vinnufélaga um ómerkilega fjölmiđla sem voru í herferđ gegn vinnuveitanda ţeirra, Samherja. Páll skipstjóri og spjallvinir frömdu enga glćpi. Ţađ telst ekki til afbrota ađ gagnrýna fjölmiđla, hvort heldur í einkasamtölum eđa á opinberum vettvangi.
Til ađ ná í fréttirnar um samrćđur Páls og vinnufélaga voru framdir glćpir, byrlun og gagnastuldur. Hvernig getur nokkur mađur međ réttu ráđi réttlćtt ađ glćpir séu framdir til ađ ná í slúđur?
Ef allt vćri eđlilegt í fjölmiđlun og blađamennsku hér á landi hefđu fjölmiđlar sjálfir upplýst byrlunar- og símamáliđ. Ţađ er í ţeirra ţágu ađ almenningur glati ekki tiltrúnni á fjölmiđla. En ţađ er öđru nćr. Blađamenn og fjölmiđlar ýmist studdu sakborninga eđa sáu í gegnum fingur sér, gerđu ekkert til ađ upplýsa almenning um hvernig vćri komiđ fyrir blađamennsku á RÚV.
Sá sem ber mesta ábyrgđ á stuđningi og međvirkri ţögn međ sakborningum er Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Hann viđurkenndi óbeint ađ mađkur vćri í RÚV-mysunni, losađi sig viđ Helga Seljan, sem er tengdur málinu en ekki sakborningur, og síđar Ţóru Arnórsdóttur, sem veitti stolnum síma skipstjórans viđtöku. En Stefán lyfti ekki litla fingri til ađ upplýsa máliđ, gerđi enga innanhússrannsókn og bar opinberlega blak af sakborningum.
Stefán telur hćfileg verđlaun fyrir frammistöđuna ađ hann fái önnur fimm ár til ađ stýra ríkisfjölmiđlinum sem sagđi sig frá landslögum og almennu siđferđi. Lengi getur vont versnađ.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.