Miđvikudagur, 16. október 2024
Sakborningur á lista Samfylkingar?
Ţórđur Snćr Júlíusson fyrrum ritstjóri Heimildarinnar og áđur Kjarnans sćkist eftir ţingmennsku hjá Samfylkingunni. Ţórđur Snćr er sakborningur í byrlunar- og símamálinu. Lögreglan felldi niđur rannsóknina í lok síđasta mánađar. Páll skipstjóri Steingrímsson kćrir niđurfellinguna til ríkissaksóknara, samkvćmt frétt á Vísi. Kćran felur í sér ađ Ţórđur Snćr er áfram sakborningur, ásamt fimm öđrum blađamönnum, á međan máliđ er á borđi ríkissaksóknara.
Í niđurfellingu málsins sagđi m.a. í yfirlýsingu lögreglunnar:
Ţar er afstađa Lögreglustjóraembćttisins á Norđurlandi eystra ađ allir sakborningar í málinu gćtu hafa sýnt af sér atferli sem getur flokkast undir brot á framangreindum ákvćđum. [...] Ţađ er mat Lögreglustjóraembćttisins á Norđurlandi eystra ađ ekki hafi tekist ađ sanna hver afritađi símann, hvernig og hver afhenti öđrum upplýsingar um einkamálefni brotaţola.
Lögreglan telur sig hafa sönnun fyrir glćpum, byrlun Páls skipstjóra, stuldi á síma hans, afritun og ólöglega dreifingu á einkagögnum. Sakborningarnir sem hópur eru ađ öllum líkindum sekir en ekki tókst ađ heimfćra afbrot á einstaklinga. Ţáverandi eiginkona skipstjórans hefur gengist viđ byrlun og símastuldi. Blađamennirnir sex hafa neitađ ađ tjá sig málsatvik í skýrslutöku lögreglu. Sími skipstjórans var afritađur á RÚV en fréttir međ vísun í einkagögn Páls birtust í Stundinni og Kjarnanum, - ekki á RÚV. Áđur en skipstjóranum var byrlađ hafđi Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV keypt síma til ađ afrita símtćki skipstjórans.
Ítarleg greinargerđ fylgir kćru skipstjórans til ríkissaksóknara. Ţar eru m.a. ný gögn sem varpa ljósi á tengingar milli sakborninga og forystu Samfylkingarinnar. Einn sakborninga, Ađalsteinn Kjartansson, var á lista flokksins í Suđvesturkjördćmi kosningarnar 2009. Ađalsteinn kćrđi til dómstóla er hann var bođađur í skýrslutöku hjá lögreglu í byrjun árs 2022. Hérađsdómur Norđurlands eystra tók kćruna fyrir. Dómarinn var Arnbjörg Sigurđardóttir, eiginkona Loga Einarssonar ţingmanns og ţá formanns Samfylkingar. Í gögnum međ kćru skipstjórans er yfirlýsing vitnis sem segist hafa heyrt Arnbjörgu dómara rćđa mál Ađalstein tveim vikum áđur en ţađ kom fyrir hérađsdóm. Í yfirlýsingunni segir ađ Arnbjörg
hafđi fyrir 2. vikum áđur fjallađ um ţetta mál á kaffistofu dómsins. Lýsti hún [Arnbjörg] sinni skođun ađ lögreglan hefđi ekki átt ađ bođa sóknarađila [Ađalstein] í skýrslutöku sem sakborning.
Almennt gildir ađ dómarar eigi ekki ađ taka afstöđu fyrr en ţeir hafa kynnt sér dómsskjöl. Samfylkingarréttlćti er af öđrum toga, ţar skiptir flokksskírteini meira máli en sannleikur, lög og réttur. Arnbjörg dćmdi Ađalsteini í vil, enda búin ađ ákveđa ţađ fyrirfram á kaffistofuspjalli. Landsréttur ómerkti úrskurđ samfylkingardómarans og dćmdi ađ Ađalsteini vćri skylt ađ mćta í skýrslutöku lögreglu.
Dćmiđ af Arnbjörgu flokksdómara sýnir ađ samfylkingarsiđferđi hefur grafiđ um sig í réttarkerfinu. Verđi Ţórđi Snć úthlutađ líklegu ţingsćti á frambođslista Samfylkingar er ástćđa til ađ óttast um grunnstođir réttarríkisins.
Athugasemdir
Hvađan kemur fjármagn til Stundarinnar áđur og Heimildarinnar núna? Eru erlendir fjármagnarar áróđurs međ í spilinu? Á Írlandi eru fréttamiđlar nánast allir á mála hjá NGO era Non Governmental Organisations. Ţetta hefur gersamlega skekkt og yfirtekiđ alla umrćđu ţar í landi.
Gísli Ingvarsson, 17.10.2024 kl. 08:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.