Stefán á Glæpaleiti vill endurráðningu

Útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, kynnti á Bylgjunni þann 1. nóvember í fyrra að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurráðningu er skipunartími hann rynni út. Undir stjórn Stefáns er rekin fréttastofa sem brýtur lög eftir hentisemi og stundar siðlausa fréttamennsku. Nú hefur stjóranum á Glæpaleiti snúist hugur, er hættur við að hætta. 

Stefán tilkynnti fyrirhuguð starfslok í kjölfar athugasemda stjórnar RÚV við háttsemi undirmanna útvarpsstjóra. Á stjórnarfundi í lok september í fyrra bókaði varaformaður stjórnar RÚV, Ingvar Smári Birgisson (ISB) eftirfarandi í fundargerðina:

ISB árétti mikilvægi þess að fréttastofa starfi í samræmi við lög og virði friðhelgi borgaranna í hvívetna.

Stefán lét sér vel líka að lögreglurannsókn stóð yfir á starfsemi RÚV í rúm þrjú ár, byrlunar- og símamálið, án þess að útvarpsstjóri hreyfði legg eða liði til að upplýsa málið. Þegar sakamálarannsókn var felld niður, a.m.k. í bili, sagðist Stefán ekkert hafa að segja. Leiddi rannsóknin þó í ljós að afbrot voru framin undir nefinu á útvarpsstjóra. Tekið var við stolnum síma, fengnum með byrlun, og síminn afritaður á símtæki sem gagngert var keypt til verksins fyrir byrlun.

Glæpir og siðleysi á vinnustaðnum en æðsti yfirmaðurinn þegir þunnu hljóði. Raunar leggur útvarpsstjóri sig fram um að búa í haginn fyrir siðlausa starfshætti er brjóta lög og vanvirða friðhelgi borgaranna, sbr. bókun stjórnarmanns RÚV hér að ofan. Fyrir tveim árum lagði Stefán niður siðanefnd RÚV, sem hafði úrskurðað fréttamann brotlegan á siðareglum. Nú ætlast Stefán til að stjórn RÚV skrifi upp á að hann stýri skipbrotinu í önnur fimm ár. Enn á hann einhverja óhæfu eftir að framkvæma.

Björn Bjarnason fyrrum menntamálaráðherra, og sem slíkur yfirmaður RÚV, bendir á að hvergi nærri sé sjálfsagt að RÚV þekkist tilboð útvarpsstjóra að sitja áfram. Björn skrifar

stjórn RÚV þarf ekki að taka Stefán á orðinu heldur getur ákveðið að auglýsa stöðuna. Stefán myndi líta á það sem vantraust á sig og láta hjá líða að senda inn umsókn.

Val stjórnar RÚV er að verðlauna vangetu með endurráðningu annars vegar og hins vegar að auglýsa stöðu útvarpsstjóra.


mbl.is Stefáni útvarpsstjóra snýst hugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég myndi vilja sjá stöðuna auglýsta;

ég sé ekki ljósið og VONINA í dagskránni á rúv: 

Öll dagskráin gengur annaðhvort út á forheimskun eða illsku-myndefeni

en ekkert leiðir til framþróunar: 

https://www.ruv.is/sjonvarp/

Dominus Sanctus., 11.10.2024 kl. 08:20

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kannski eygði Stefán möguleika í fyrra að komast á þing hjá Samfó eftir dyggan stuðning við stefnu flokksins. Í dag er útlitið ekki eins gott, Þórður Snær varð fyrr til og enginn flokkur ræður við að hafa tvo skuggabaldra á sínum snærum, þótt brotin hafi sitthvora ásýndinni. 

Ragnhildur Kolka, 11.10.2024 kl. 10:57

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Er hann Steefán ekki yfirlýstur viðreisnarmaður?

Dominus Sanctus., 11.10.2024 kl. 13:20

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Neei!Eftirsóttur; hvað getur Stebbi gert að því þótt hann sé sætur? 

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2024 kl. 17:03

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hefur ný ákvörðun útvarpsstjóra eitthvað með það að gera að niðurfelling varð á málinu?

Stöðnun og mosagróður í embætti er ekki það sem fólk er hlynntast.

Ingólfur Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 19:41

6 Smámynd: Þröstur R.

Sammála Ingólfi, tímasetningin við þessa yfirlýsingu hans er á pari við að rannsókn á að málinu var hætt. En maðurinn er líka fyrverandi lögreglustjóri í RVK og veit meira en aðrir um það sem ekki er sagt opinberlega. Það er allavega mín skoðun að hann hafi ekki óskað eftir enduráðningu nema að 1) Stjórnin hafi óskað eftir því eða 2) Hann sé fullviss að málið verði ekki tekið upp af ríkissaksóknara. Það gæti líka verið hagsmunir annarra að fá ekki nýann Útvarpstjóra á þessum tímapunkti. Tel að Stefán sé kunnugur refskák og hann kann að tefla.

Þröstur R., 11.10.2024 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband