Viðreisn og Jón Gnarr: frægð og frekja

Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar tók Jóni Gnarr með kostum og kynjum. Á Facebook sagði formaðurinn: ,,Það verður sko gaman hjá okkur í vetur!". Sitjandi þingkonum finnst aftur engin skemmtun að grínarinn taki af þeim forystuhlutverkið í höfuðborginni.

Meining Þorgerðar Katrínar var að Jón lífgaði upp á dauflyndan flokk gærdagsstjórnmála. Gamanið tók að kárna er nýliðinn gerði tilkall til valda. Án gríns.

Óðara gerði Hanna Katrín sitjandi fyrsti þingmaður flokksins í Reykjavík Gnarrinn að freka kallinum sem vildi upp á dekk án þess að hafa til þess nokkra burði nema fáeina fimmaura.

,,Jón er ekki fyrsti karl­inn sem ger­ir ráð fyr­ir rauða dregl­in­um þegar hann mæt­ir á svæðið. Það er göm­ul saga og ný," segir þaulsetna valdakonan.

Jón kveðst ekki ,,kok­hraust­ur kven­hat­ari" þótt hann hljómi þannig, aðeins kall út í bæ í leit að þægilegri innivinnu.

Í vestrænum stjórnmálum er reglulega reynt að fá fræga og flotta til liðs við pólitíska flokka. Þekkt vörumerki trekkja á markaðstorgi kjósenda. Frægðarmenni svala hégómanum eða fá aðra umbun. Á Fróni eru bitlingarnir nokkuð færri en meðal stórþjóða. Hégómi skilar ekki salti í grautinn. Soltinn frægur gerist frekur og heimtar öruggt þingsæti í skiptum fyrir vörumerkið.


mbl.is „Skyndilega orðinn kokhraustur kvenhatari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvernig í ósköpunum datt Jóni í huga að hann gæti rofið gat í kvennavirkið. ÞKG var ekki lengi að grafa undan stofnandanum Bensa. Jón er léttavigt í samanburði og brandararnir duga skammt í humorslausum flokki. 

Ragnhildur Kolka, 9.10.2024 kl. 09:40

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Inga Sæland er alltaf að leita að fólki sem tekist hefur að komast  í sviðsljósið og getur vakið meiri athygli á flokknum hennar

Grímur Kjartansson, 9.10.2024 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband