Þriðjudagur, 8. október 2024
Einkasamtöl Atla Þórs og Páls skipstjóra
,,Fólk sem tekur þátt í flokkspólitík á ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl," segir Atli Þór Fanndal fyrrum samskiptastjóri Pírata.
Setjum opinber umræða í stað ,,flokkspólitík" og fjölmiðla í stað ,,þingflokkur stjórnmálahreyfingar". Þá hljómar setningin svona:
Fólk sem tekur þátt í opinberri umræðu á ekki að þurfa að búa við að fjölmiðlar hnýsist í einkasamtöl.
Seinni setningin gæti verið höfð eftir Páli skipstjóra Steingrímssyni. Hann tók þátt í opinberri umræðu. Skipstjóranum var byrlað, síma hans stolið og hann afritaður á RÚV. Fjölmiðlar tóku einkasamtöl Páls og skálduðu fréttir um að hann stjórnaði skæruliðadeild Samherja.
Í tilfelli Atla Þórs var engin byrlun og ekki þjófnaður. Hann telur þó freklega á sér brotið:
Að það þurfi að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem er ekki bara hægt að svipta fólk út frá geðþótta er það hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.
Nú hljóta Sigríður Dögg formaður Blaðamannafélags Íslands, fréttamenn á RÚV og blaðamenn á Heimildinni (áður Stundin/Kjarninn) að stíga á stokk og lýsa yfir að málefni stjórnmálaflokks eigi erindi við almenning og heimilt sé á þeim forsendum að svipta fólk friðhelgi einkalífs og persónuvernd.
Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Naskur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2024 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.