Þriðjudagur, 1. október 2024
Mjúkt vald vestrænt og harkan sex
Í Úkraínu stendur mjúkt vestrænt vald, fjármagn og vopn ásamt efnahagsþvingunum, andspænis hörðu rússnesku hervaldi og fer halloka. Í Miðausturlöndum hefur mjúkt vestrænt vald haldið aftur af herskáum Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sem eftir fjöldamorð Hamas 7. október á síðasta ári kýs hart stríð á stórum skala fremur en smáskærur. Drápið á Nasralla var ,,sögulegur vendipunktur," segir Netanjahú.
Frá lokum kalda stríðsins fyrir rúmum þrjátíu árum ræður ferðinni í heimsmálum mjúkt vald vestrænt. Stríðsátök eru hófleg og afmörkuð. Efnahagsmáttur vesturlanda, veita fjármunum hér en beita efnahagsþvingunum þar, nægði til að halda lokinu á mestu óöldinni í flestum heimshornum.
Innrás Rússa í Úkraínu fyrir bráðum þrem árum skoraði á hólm vestrænt vald mjúkt. Naetanjahú í Ísrael dregur þá ályktun að fordæmið frá Úkraínu sé nothæft í stríðinu við öfgamúslíma, einkum Hams á Gasa og Hisbolla í Líbanon. Helsti bakhjarl hryðjuverkasamtakanna er Íran, sem á þessari öld hefur fært út áhrifasvæði sitt og látið sér í léttu rúmi liggja mýktina í vestrænni andstöðu.
Einleikur Netanjahú er auðveldari sökum þess að helsti handhafi vestræna mjúka valdsins, forseti Bandaríkjanna, er leigjandi fremur en húsráðandi i Hvíta húsinu.
Í skugga mjúka valdsins óx á vesturlöndum samúð með hörðu valdi hryðjuverkasamtaka á borð við Hamas og Hisbolla. Samúðin kemur einkum frá vinstrimönnum. Þeir eru feitir af velmegun, gefnir fyrir sjálfshirtingu og finna upphafningu í manngerðu loftslagi, trans og Hamas-Hisbolla. Samkrulluð hálfvitaspeki einkennir vinstrimenn allt frá dögum Marx.
Hægrimenn sjá í Netanjahú ljósbera. Ísrael berst fyrir vestrænni siðmenningu, skrifar Charles Moore i Telegraph. Í sömu útgáfu skrifar sjálfur Jordan Peterson grimma greiningu á íslamblæti vestrænna vinstrimanna og hvetur til upprætingar á aðalóvini vestursins, sem er Íran og öfgamúslímar.
Klerkarnir í Íran eru taktískir bandamenn Pútín Rússlandsforseta. Frá Íran hafa Rússar fengið drónatækni sem hentar vel á vígvellinum í Úkraínu. Þegar öll spjót standa á Íran og hryðjuverkafélögum vilja klerkarnir ólmir fá rússneskar hljóðfráar eldflaugar til að herja á Ísrael og hentug bandarísk skotmörk. Hingað til fær Íran ekki eldflaugarnar. Ástæðan er að vestrið hefur enn ekki leyft Úkraínu að nota langdrægar eldflaugar, bandarískar og breskar, á skotmörk djúpt í Rússlandi. Vestrænn ótti í Miðausturlöndum veldur hiki í Úkraínu.
Netanjahú mun vera í þokkalegu talsambandi við Pútín. Ísraelski forsætisráðherrann er herskár en ekki dómgreindarlaus. Pútín er raunsær, lítt gefinn fyrir öfgamúslíma en réttir klerkum spámannsins hæfilega hjálparhönd í baráttu við sameiginlegan óvin. Fái Úkraína heimild frá vestrinu að nota langdrægar eldflaugar á Rússland fær Íran hljóðfráar flaugar frá Rússum. Enginn segir neitt upphátt en sumir eru huglausir, trúa ekki á málstaðinn.
Harkan sex í Jerúsalem og Kreml er ríkjandi, hinsegin vald mjúkt og vestrænt er á undanhaldi.
Ísrael sendir herlið inn í Líbanon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kynntu þér "Dauðalistinn og tjáningarfrelsið" eftir Ara Tryggvason á DV (22.12.2022). (Já DV stendur sig stundum betur en aðrir).
Mjúka og vestræna valdið í Úkraínu er ekki svo mjúkt. Fólk hliðhollt Rússum tekið af lífi. Íslenzk vinstriæsirannsóknarblaðamennska er komin skemmra en sú úkraínska en stefnir þangað. Sannleikurinn kallaður upplýsingahryðjuverk og falsfréttir.
Rétt eins og Wuhan í Kína var einn af miðpunktunum fyrir framleiðslu og rannsóknir á veirum fyrir demókrata og aðra Elítuforingja, er Úkraínska leppstjórnin miðpunktur jafnaðarfasismans vestræna, eða einn af þeim.
Silfrið var dapurlegt í gær. Sigríður Dögg næstum viðurkenndi sektina í byrlunarmálinu með því að líkja þessu við nauðgunarmál þar sem vitað er um sekt sem ekki tekst að sanna, og að útskýringar lögreglunnar á Fésbók um mögulega sekt þeirra ætti að nota sem viðmið í nauðgunarmálum þar sem ekki tekst að sanna sekt, þar eigi að lýsa yfir að "sennilega" sé þar sekt.
Stríðið í Úkraínu snýst um Elítuna og Endurræsinguna miklu. Ekki er mikið frelsi fyrir fólk ef af henni verður.
Vestræna valdið er hart, en með mjúkt yfirborð og þykjustulegt. Ef friðarsamningar verða gerðir í Úkraínustríðinu þvert á stríðsvilja beggja, þá verður það út af hagsmunum í hinu stóra samhengi ráðandi afla.
Ingólfur Sigurðsson, 1.10.2024 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.