Stefán: óþarfi að ræða afritun stolins síma á RÚV

Í viðtengdri frétt er viðtal við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra RÚV. Þar segir:

„Málið snýr að rann­sókn lög­reglu sem lokið er með niður­fell­ingu máls­ins og þar með lok­um þess, nema þeirri ákvörðun verði snúið við,“ skrif­ar Stefán í skila­boðum til blaðamanns en tek­ur fram að það sé ekk­ert tengt þessu máli sem hann þurfi að ræða.

Í yfirlýsingu sem fylgdi niðurfellingu byrlunar og símastuldsmálins segir lögreglan á Norðurlandi eystra:

Í júlí síðastliðnum upplýsti sakborningur um að hafa afhent fréttamanni RÚV símann í húsnæði RÚV í Reykjavík. Sá hafi kallað til annan starfsmann RÚV sem tók við símanum og fór með hann til þriðja aðila sem hann gat ekki upplýst um hver hefði verið. Þessir starfsmenn RÚV hefðu verið með símann í sólarhring og sakborningur hefði komið daginn eftir á RÚV og fengið símann afhentan aftur.

Stefán útvarpsstjóri segir ,,ekk­ert tengt þessu máli sem hann þurfi að ræða." Útvarpsstjóri telur sjálfsagt að starfsmenn RÚV séu í sambandi við byrlara út í bæ, fái frá honum stolinn síma og afriti með leynd. Taki síðan stolin gögn og komi á framfæri við valda fjölmiðla til að valda miska og meiðingum.

Aðeins leyniþjónustur og hryðjuverkasamtök haga sér með þessum hætti.

Hvað er út í kaffinu á Efstaleiti?


mbl.is Stefán ætlar ekki að tjá sig um byrlunarmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Hættir hann ekki bráðum? Liggur kannski ljóst fyrir að hann fylgir Þórði Snæ í Samfylkinguna með von um þingsæti. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 29.9.2024 kl. 08:52

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú liggja margir starfsmenn RÚV undir grun. Þar með talinn Stefán Eiríksson.  

v

Sigurður Þorsteinsson, 29.9.2024 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband