Glæpir án refsingar, Þórður Snær í framboð fyrir Pírata

Í byrlunar- og símastuldsmálinu voru glæpir framdir, segir í yfirlýsingu lögreglu, en afbrotin voru ýmist fyrnd, ekki er hægt að hengja þau á tiltekna einstaklinga enda gögnum eytt. Þá er einn sakborninganna ekki heill á geði. Afleiðingin er niðurfelling rannsóknar.

Yfirlýsing lögreglunnar er ein mest sakfellandi niðurfelling sakamáls í íslenskri réttarsögu.

Niðurfellinguna notar Þórður Snær Júlíusson fyrrum ritstjóri Kjarnans/Heimildarinnar til að tilkynna framboð til alþingis fyrir Pírata. Ekki er hægt skilja á annan veg þessi orð fyrrum sakbornings, sem DV gerir skil:

Málið hefur breytt sýn minni á samfélagið og hafði áhrif á að ég ákvað að skipta um kúrs í lífinu. Það hefur sýnt mér að ef maður stendur ekki upp og berst fyrir því sem er réttlátt, sanngjarnt og satt, jafnvel þótt að valdamesta fólk landsins sé mótaðilinn, þá gerir það enginn fyrir mann.

Þórður Snær ,,skipti um kúrs í lífinu" í sumar þegar hann varð undir í valdabaráttu hluthafahóps Heimildarinnar og hrökklaðist úr starfi ritstjóra. Núna kennir hann lögreglu um nýjan kúrs með stefnu á þingmennsku sjálfum sér til hagsbóta og lífsviðurværis. Um baráttu undirmálsmannsins gegn ,,valdamesta fólki landsins" er það að segja Doddi stefndi tilfallandi bloggara, sem trauðla telst til valdamanna. Fyrrum sakborningur tapaði málinu. Hæstiréttur staðfesti að blaðamenn eru ekki hafnir yfir aðra í samfélaginu, líkt og sá fyrrverandi heldur.

Framboðsdraumar Þórðar Snæs fá stuðning frá Birni Leví, þingmanni Pírata. Spuni félaganna að lögreglurannsóknin hafi verið tilefnislaus jafngildir að einum þingmanni á alþingi, og öðrum sem stefnir þangað, finnst allt í sóma að byrla til að stela gögnum, þjóni það pólitískum hagsmunum. 

Yfirlýsing lögreglu staðfestir meginfrásögnina af byrlunar- og símastuldsmálinu. Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlað á Akureyri 3. maí 2021 af þáverandi eiginkonu, sem hafði verið í sambandi við blaðamenn. Á meðan skipstjórinn var meðvitundarlaus á gjörgæslu Landsspítalans í Reykjavík, 4. til 6. maí, fór konan með síma eiginmannsins yfir götuna á milli Landsspítala og RÚV á Efstaleiti og afhenti blaðamönnum. Síminn var afritaður á RÚV; þar var unnið með gögnin. Fréttir með vísun í gögnin birtust samtímis í Stundinni og Kjarnanum þann 21. maí 2021. Allir blaðamennirnir gætu hafa brotið af sér gagnvart skipstjóranum, segir í yfirlýsingu lögreglu:

Sakarefni samkvæmt 228. og 229. gr. alm. hgl. lýtur að brotum á friðhelgi einkalífs meðal annars með því að hnýsast í, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi. Þar er afstaða Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem getur flokkast undir brot á framangreindum ákvæðum. [...]

Það er mat Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að ekki hafi tekist að sanna hver afritaði símann, hvernig og hver afhenti öðrum upplýsingar um einkamálefni brotaþola.

Þórður Snær og aðrir fyrrum sakborningar hafa enga aðra sögu að segja en þá sem rakin er hér að ofan og byggir á yfirlýsingu lögreglu. Blaðamenn komust undan ákæru þar sem ekki tókst að sanna glæpi á tiltekna blaðamenn, segir lögreglan. Í okkar réttarfari eru brotlegir einstaklingar ákærðir, ekki hópar. Sú málsvörn blaðamanna heppnaðist að ljúga með þögninni. Gögnum var eytt til að hylja slóðina, segir lögreglan ennfremur: ,,Ekki tókst að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim hafði verið eytt..."  

Í gögnum lögreglu, þeim sem þegar hefur dreift til málsaðila, kemur fram að Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, fór fram á að veika konan léti af hendi einkasíma sinn til manns á vegum Þóru. Samskiptin fóru fram 24. ágúst 2021. Lögreglurannsókn var hafin og blaðamenn höfðu áhyggjur af gögnum í einkasíma veiku konunnar. Þóra skrifaði sms-skilaboð:

Hann vill helst ekki hittast (mjög varkár maður, skiljanlega) en spyr hvort þú treystir honum fyrir símanum einn dag?

Varla vildi Þóra að ,,varkári maðurinn" kæmist í síma konunnar, sem játaði byrlun og þjófnað, til að spila tölvuleik í einn sólarhring?

Morgunblaðið hafði samband við Þórð Snæ, eftir að hann birti framboðsfærslu sína á Facebook, og innti hann eftir frekari viðbrögðum. Í frétt mbl.is segir:

Þórður neitaði að tjá sig frek­ar um málið í sam­tali við mbl.is og vísaði ein­ung­is á færslu sína. 

Ha? Virkilega Þórður Snær? Getur þú ekki gert betur en þetta, sendir frá þér yfirlýsingu og gefur ekki færi á spurningum? Ætlar samt í þingmennsku fyrir Pírata. Enn á flótta.

Þórður Snær þorir ekki að útskýra hvernig fréttin hans um skæruliðadeild Samherja varð til. Honum til upprifjunar er dómur í héraðsdómi Reykjavíkur, í máli Aðalsteins Kjartanssonar gegn tilfallandi. Dómurinn féll í vor og bíður áfrýjunar í landsrétti. Í dómnum segir að tilfallandi hafi

verið heimilt að halda því fram í bloggfærslu sinni að fréttaflutningur blaðamannanna hefði byggst á upplýsingum sem aflað hefði verið með refsiverðum hætti...

Ennfremur, segir í dómnum, er

óumdeilt í málinu að fréttaflutningur stefnanda [Aðalsteins], sem hann hlaut verðlaun fyrir, byggðist að hluta til á gögnum er tilheyrðu Páli Steingrímssyni.  

Þórður Snær fékk verðlaun fyrir sömu frétt og Aðalsteinn. Lögreglan segir fréttir blaðamanna fengnar með byrlun og símastuldi; héraðsdómur staðfestir. En blaðamennirnir segjast ekki hafi gert neitt rangt. Sökin sé öll hjá lögreglunni sem dirfðist í óþökk blaðamanna að rannsaka byrlun, stuld og afritun.

Aðalsteinn tekur til máls á mbl.is og segir vont að lögreglan efist um heilindi hans sem blaðamanns. Saklaus Aðalsteinn var boðaður til yfirheyrslu hjá lögreglu í febrúar 2022. Hann lét ekki ná í sig fyrr en í ágúst sama ár. Þannig haga sér ekki menn með hreinan skjöld.

Páll skipstjóri Steingrímsson á þann kost að kæra niðurfellingu rannsóknarinnar til ríkissaksóknara. Valinkunnur hæstaréttarlögmaður sendi tilfallandi þessa ábendingu:

Athyglisvert að ekki er ákært fyrir hlutdeild í byrlunar og símamáli eins og virðist gráupplagt: „Hver sá maður, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð.“ – Vitað er hvert brotið var og hverjir liðsinntu. Það þarf ekki að liggja fyrir hver hinn brotlegi aðalmaður er þegar ákært er fyrir hlutdeild.

Tilfallandi er ólöglærður og ætlar ekki að draga stórar ályktanir. Hitt er öllum ljóst að byrlunar- og símastuldsmálið verður ekki tekið af dagskrá í bráð. Gögnin sem lögregla aflaði eru enn ekki öll komin fram og verður ekki pakkað ofan í skjalageymslu.

Burtséð frá mögulegri kæru til ríkissaksóknara er viðbúið að skipstjórinn höfði einkamál vegna þess miska sem blaðamenn gerðu honum og fjölskyldu hans. Blaðamenn gerðu miskunnarlausa atlögu að skipstjóranum og beittu fyrir vagn sinn fárveikri eiginkonu hans. Tímasetning dómsmáls gæti farið saman við kosningabaráttu Þórðar Snæs að komast á alþingi fyrir Pírata. Gangi Doddanum vel að sannfæra kjósendur að hann sé heiðarlegur maður. 

 

 

 

 


mbl.is Rannsókn í byrlunar- og símamáli felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Eftir uppákomu ríkissaksóknara hefur álit á honum minnkað til muna. Manni sýnist hún hafa fallið í ,,woke-isman", ef ekki alveg þá að hluta til.  

Það væri áhugavert ef Páll stefndi blaðamönnunum á grunvelli þess sem hæstaréttarlögmaðurinn sagði. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 27.9.2024 kl. 08:09

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir kalla ekki allt ömmu sína Píratarnir og munar ekki að bæta enn einum siðleysingjunum í hópinn.

tek undir með Helgu Dögg og hæstaréttarlögmanninu. Hlutdeild í broti er refsiverð.

Ragnhildur Kolka, 27.9.2024 kl. 09:16

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hvoert er hann á leið í píratana eða samfylkinguna..?

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.9.2024 kl. 09:18

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

'a leið í samfylkinguna segir mbl.is. Þetta mál og ekki síst niðurfellingin kemur til með að skaða blaðamannastéttina og RÚV. Það á að taka RÚV af fjárlögum og ef það kæmi fram undirskriftasöfnun þess efnis yrði ég manna fyrstur að skrifa undir. Það hlýtur að vera ólýðræðislegt að neyða einhvern til að borga fyrir áskrift að fjölmiðli sem maður notar ekki og stundar auk þess glæpi.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.9.2024 kl. 10:26

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fer fyrir samfylkinguna, það er alvitað.Hvað ertu að bulla með pírata maður lol

Sleggjan og Hvellurinn, 27.9.2024 kl. 10:40

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið er gott að vita að ég bý ekki í "bananalýðveldi" heldur bý ég í réttaríkinu Íslandi. Nú getur Þóra tekið aftur við Kveik og Þórður fer á Alþngi til að berjast fyrir réttlæti fyrir mig og þig. Allt komið í réttan farveg. "Með lögum skal land byggja". Og nú þarf GUÐ ekki að blessa Ísland því hér er allt eins og blómstrið eina. Engin spilling á Íslandi bara gleði og grín. Þessu eigum við að trúa og ekkert múður!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.9.2024 kl. 10:51

7 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

En þessi er dómurinn:

Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond.

Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.

En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóh. 3:19-21).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 27.9.2024 kl. 11:29

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Auðvitað fer Þórður ekki í Pírata. Var í byrjun að að velta fyrir mér rauðu kúluna á nefinu á þeim Þórði og Eiríki Bergmann. Þá er þetta flokksmerki Samfylkingunnar. 

Sigurður Þorsteinsson, 27.9.2024 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband