Þórður Snær í útgáfu með Vilhjálmi Tortóla-auðmanni

Þórður Snær, fyrrum ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu, hyggur á nýja útgáfu. Nýmælin kynnti Þórður Snær í þakhýsi Miðeindar við Fiskislóð. Miðeind er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem vann sér til frægðar á mótmæla aflandsfélögum auðmanna á Austurvelli en átti sjálfur Tortóla-félag.

Vilhjálmur varð að segja af sér embætti gjaldkera Samfylkingar er uppvíst varð um tvískinnunginn. Um árabil er Vilhjálmur fjárhagslegur bakhjarl Þórðar Snæs og átti m.a. hlut í Kjarnanum sem rann inn í Stundina eftir að komst upp um RSK-samstarfið að fá andlega veika til óhæfuverka.

Þórður Snær skrifar helst langhunda en hyggst hafa hemil á sér í nýju útgáfunni og kallar hana Kjarnyrt. Orðasalatið verður fáorðara en álíka sannyrt og fyrrum. Til að lenda ekki öfugu megin réttvísinnar ætlar ritstjórinn að einbeita sér að skoðanapistlum; ígildi yfirlýsingar að frétta verði ekki aflað með byrlun og gagnastuldi.

Afturbatapíkan stefnir á þingmennsku, ef ekki fyrir Samfylkingu þá Pírata. Vilhjálmi af Tortóla finnst gott að eiga hönk upp í bakið á ritstjórum og þingmönnum. Fjárfesting í skoðanamyndun og þingmennsku er falið vald. Líkt og aflandsfélag er falið fjármagn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sæll Páll!

Takk fyrir þennan pistil, við konan mín lásum þetta við eldhúsborðið og veltumst um af hlátri.

En þótt textinn sé hlægilegur þá er alltaf gott að hafa það sem sannara reynist. Þórður Snær kynnti ekkert í "þakhýsi Miðeindar". Ég frétti af nýja fréttabréfinu hans á Fésbók á sama tíma og aðrir landsmenn. Ég skora á þig og þína lesendur að gerast áskrifendur að fréttabréfinu hans, það kostar ekkert og er einhver skarpasta greining á stöðu stjórnmála og efnahagsmála sem völ er á. Er m.ö.o. hinum megin á gæðaregnboganum miðað við þín skrif.

Loks: svo sögunni sé rétt til skila haldið varðandi Wintris-málið þá var ég fyrsti maður til að segja af mér - í vikunni fyrir Kastljóss-þáttinn fræga - sem gjaldkeri Samfó, til að mitt nafn væri ekki að flækjast fyrir þeirri mikilvægu umræðu sem framundan var. Hin gríðarlega fjölmennu mótmæli á Austurvelli urðu síðan mun síðar og gengu út á að fá Sigmund Davíð forsætisráðherra til að segja af sér, sem hafði reynst torsótt.

Ég leyfi mér að vona, þótt bjartsýnislegt sé, að sambúð þín við sannleikann verða minna stormasöm hér eftir en hingað til, með bestu kveðjum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 20.9.2024 kl. 13:28

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Vilhjálmur,

Ég vísa í frétt á visir.is sem birtist síðdegis í gær og stendur í töluðum orðum óbreytt. Þar er mynd af Þórði Snæ á svölunum í húsnæði Miðeindar að segja frá nýja fjölmiðlinum. Ef útgáfan er svona viðkvæm og þú villt ekki tengjast henni hefðir þú átt að hnippa í Þórð Snæ og/eða fréttamann Vísis. En þarna stendur fréttin, texti og ljósmynd, sem segir aðra sögu en þú berð á borð.

Þú lest tilfallandi athugasemdir með morgunkaffinu líkt og mörg hundruð manns og segist vilja hafa það sem sannara reynist. Þú ert enn hluthafi í Heimildinni en þaðan hvarf Þórður Snær skyndilega frá störfum í sumar. Gerður var við Þórð Snæ starfslokasamningur sem m.a. kvað á um að hann kæmi ekki að fjölmiðlaútgáfu í eitt ár eftir starfslok á Heimildinni. Finnst þér hann efna samkomulagið með því að hefja fjölmiðlaútgáfu, fréttabréf sem kemur út tvisvar í viku?

bestu kveðjur

páll

Páll Vilhjálmsson, 20.9.2024 kl. 17:57

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Þið eruð flottir félagar.

Gaman að sjá að Vilhjálmur játar að hans fyrsti lestur á morgnanna sé að lesa Tilfallandi athugasemdir fyrir konu sína, slíkur lestur er jú forsenda hins sameiginlega hláturs.  Sem og að eiginkona er eitthvað upplýst um skoðanamyndandi fjárfestingar eiginmannsins, annars hefði hún sagt Ha, líkt og aðrar góðar eiginkonur sem vita lítt um bjástur og umsvif manna sinna.

Annað er að Vilhjálmur hvatti til lesturs á því sem hann kallar "skörpustu greiningu á stöðu stjórnmála og efnahagsmála sem völ er á.", vitandi að hinn skarpi hefði fyrir löngu selt honum og öðrum auðmönnum sálu sína.

En aumast fyrir Þórð Snæ er að Vilhjálmur reynir ekki á nokkurn hátt að réttlæta byrlunarmálið sem varð Þórði og samverkafólks hans að falli.  Þó máltækið sé fornt þá virðast krosstré ennþá bregðast.

En þetta glott mitt hér að framan er ekki tilefni athugasemdar minnar, þó í Tilfallandi athugasemdum sé hún látin flakka.

Mér finnst ég hafa lesið stórfrétt, loksins játningu um skipulagningu aðfararinnar að Sigmundi Davíð, aðfarar sem kennd er við Wintris.  Eða hvernig á að túlka þessi orð Vilhjálms á annan veg???

"..svo sögunni sé rétt til skila haldið varðandi Wintris-málið þá var ég fyrsti maður til að segja af mér - í vikunni fyrir Kastljóss-þáttinn fræga - sem gjaldkeri Samfó, til að mitt nafn væri ekki að flækjast fyrir þeirri mikilvægu umræðu sem framundan var. Hin gríðarlega fjölmennu mótmæli á Austurvelli urðu síðan mun síðar og gengu út á að fá Sigmund Davíð forsætisráðherra til að segja af sér, sem hafði reynst torsótt".

Hvernig var hægt að segja af sér vikunni fyrir Kastljósþáttinn fræga án þess að vita að aðförinni að Sigmundi??, sem og viðurkenna að markmið þeirrar aðfarar hefði verið til að fá að fá Sigmund til að segja af sér??

Vikuna fyrir þennan Kastljósþátt vissi enginn um Wintris, sú uppljóstrun var jú meginþema þess þáttar.  Og af hverju þurfti að koma Sigmundi frá völdum, lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra þjóðarinnar eftir þeim leikreglum sem sátt ríkir um??

Var það andstaða hans við ICEsave fjárkúgun breta??, eða var það bankaskatturinn frægi þar sem gerendur fjármálahrunsins voru rukkaðir um 80 milljarða í skaðabætur??

Ekki hugmynd, en þeir sem játa þátttöku í samsærinu, ættu að geta svarað þeirri spurningu.

Svo segja menn að Tilfallandi athugasemdir séu á jaðrinum, og enginn lesi þær nema skrýtið fólk, ómarktækar með öllu.

Samt velta þær þúfum og steinum, jafnvel björgum eins og lesa má um hér að ofan.

En það þarf stundum tvo til og takk fyrir það félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.9.2024 kl. 18:34

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já Páll hefur fengið athygli þeirra sem hann gagnrýnir. Hann er meistarinn hér á blogginu og bloggkóngurinn eins og Ómar hefur sagt.  Það hvernig hann hjó í sama knérunn reyndist hans styrkur, en það fannst mér raunar ekki sniðugt lengi og efaðist um að hann hefði rétt fyrir sér. Já af slíku má læra, þrautseigja og sannfæring, hæfileikar. Mér finnst leitt að Þóra hafi þvælzt inní þetta og tekið þátt. Ég tel að hún sé mikil hæfileikamanneskja. En það sannast enn einu sinni, að þar sem allt er í lukkunnar velstandi fer fólk offari. Hitler var ekki eina dæmið um það. Það er vonandi farið að renna upp fyrir fólki að hugtak mitt jafnaðarfasismi er ekki bull. Jöfnuður getur farið útí öfgar, og fólk sem starfar eftir þannig mottói. Í mannkynssögunni eru svo mörg dæmi um það að eitthvað sem átti að vera fullkomið var það ekki. Ég byrjaði snemma að tengja femínismann og jafnréttið við trú. Þannig setningar voru í jafnréttisplötunum mínum frá 2001-2003 en það var ekki metið að verðleikum, fór skildi það ekki og hunzaði. Það var ekki illa meint, en trú er fallvölt og fer útí öfgar. Þegar íslenzka þjóðin fer að meta mig að verðleikum og diskarnir mínir orðnir almannaeign eins og þeir sem eru eftir Bubba kemst hún á hærra þroskastig, heimspekilegt.

 

Annars verður þetta blogg að fara í sögubækurnar og þessi játning Vilhjálms Þorsteinssonar, ég hafði á tilfinningunni strax eftir Wintris þáttinn að allt hefði verið skipulagt fyrirfram, og Sigmundur leiddur í gildru. Ég samdi lög um það sem ekki hafa komið út. Hver hlustar á slíkt þegar stór hluti þjóðarinnar mótmælir og trúir RÚV?

 

Hvet þig Ómar til að blogga áfram. Þú ert að verða eins fær og meistarinn held ég.

Ingólfur Sigurðsson, 20.9.2024 kl. 20:21

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Gaman að því að hér sé áhugafólk um að ræða Wintris-málið, sögu þess og tímalínu. Ég skal glaður taka þátt í þeirri umræðu, og það er hollt að rifja það mál upp. Þakka Páli bloggstjóra fyrir frumkvæðið.

Kastljóss-þátturinn frægi þar sem Sigmundur Davíð gekk út úr viðtalinu við SVT og RÚV þegar Wintris bar á góma var sýndur 3. apríl 2016.

Hins vegar var aðdragandi að þættinum, enda hafði viðtalið verið tekið upp nokkru áður en hann var sýndur. Sá aðdragandi varð m.a. til þess að eiginkona Sigmundar Davíðs birti að kvöldi 15. mars 2016 sérstakan pistil um fjármál sín (og þeirra hjóna) þar sem nafnið Wintris kom fyrst fyrir almannasjónir. Sjá frétt RÚV um málið hér: https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/a-felag-i-bretlandi-til-ad-halda-utan-um-arf

Í kjölfarið varð lýðum ljóst að eitthvað var þarna í gangi bak við tjöldin og spennan fór smám saman vaxandi í þessar rúmu tvær vikur sem liðu uns Kastljóssþátturinn fór í loftið og varð skiljanlega algjör sprengja. En þá var ég sem sagt búinn að segja af mér embætti gjaldkera Samfó enda fyrirsjáanlegt að spunameistarar myndu annars reyna að flækja mínu nafni inn í umræðu um forsætisráðherrann. Það var rétt ákvörðun en það tók talsverðan tíma - og mjög fjölmenn mótmæli - áður en forsætisráðherrann gerði slíkt hið sama.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 21.9.2024 kl. 13:01

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvar lest þú að við viljum ræða Wintris málið. Við viljum ræða aflandseyjumál í heild sinni gáfnaljós. 

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2024 kl. 23:55

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Sleggja mín, farðu þú nú bara uppí næstu grjótnámu að sprengja.

Áhugafólk um sögu íslenskra stjórnmála Vilhjálmur svo ég láti rétt vera rétt, slíkur áhugi eykst með aldrinum þegar annað dvínar.

Skemmtileg upprifjun hjá þér en ekkert í henni útskýrir af hverju þú sagðir af þér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar, drangar standa keikir uppúr sjávarborðinu á meðan skerin láta flæða yfir sig, sum koma aldrei úr kafi.

Það eina sem ég les úr skrifum þínum er að þú telur að þeir sem eiga aðeins fleiri krónur en aðrir eigi ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning, eða annað get ég túlkað orð þín um meint formdæmi þitt, en samhengi milli skrifa eiginkonu Sigmundar og afsagnar þinnar sem gjaldkera Samfó viku fyrir kastljós þáttinn er mér hulið.

Nema að í kafi hafi verið vitneskja um aðför.

Þá virkar varnaglinn ekki skrýtinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.9.2024 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband