Símboðar og skilaboð

Síðdegis í gær lamaðist stjórnkerfi Hisbollah-hryðjuverkasamtakanna í Líbanon er þúsundir símboða sprungu samtímis innan klæða liðsodda hryðjuverkamanna. Símboðar eru lítið tæki, minni en spilastokkur, sem hringt er í við bráðavá. Tækin voru, og eru jafnvel enn, notuð á sjúkrahúsum að kalla lækna og hjúkrunarlið á bráðadeild.

Hisbolla-samtökin nota símboðana til að kalla liðsmenn saman í skyndi. Hversdags er þorri hryðjuverkamannanna við dagleg borgaraleg störf en er símboðinn tifar og tístir er það herkvaðning. En nú bar svo við að einhver, líklegast ísraelska leyniþjónustan, hafði komið fyrir sprengiefni í þúsundum símboða Hisbolla-manna. Hvernig veit enginn. Tilgáta um að Ísraelar búi yfir aðferð til að valda sprengingu í rafhlöðum símboða er langsótt.

Ef gefið er að Ísraelsmenn standi að baki og tilviljun hafi ekki ráðið hvenær símboðarnir sprungu var atvikið í gær upphaf að stórárás Ísraelshers á Hisbolla í Líbanon. Gabi Taub, ísraelskur sagnfræðingur og myndbloggari, segir fyrsta skrefið í stórárás sé að lama stjórnkerfi andstæðingsins. Það hafi verið gert í gær. Sé það raunin ættu að hefjast hernaðaraðgerðir í beinu framhaldi. Annar möguleiki er að Ísraelar bíði eftir hefndaraðgerðum Hisbolla og noti þær til að réttlæta víðtækan hernað.

Enn er sú kenning að árásin á Hisbolla hafi verið gerð í gær til að sýna stafræna yfirburði Ísraela og valda úlfaþyt í herbúðum hryðjuverkamanna.

Aðgerðin tók langan tíma að skipuleggja. Hún verður ekki endurtekin. Margra mánaða undirbúningur þjónaði stærri tilgangi. Í morgun kom fram sú tilgáta að leyniaðgerð Ísraelsmanna hafi verið afhjúpuð. Í gær varð að beita vopninu ellegar færu símboðarnir í ruslið ósprengdir. Tímasetningar á skilaboðum eru stundum þaulhugsaðar en geta einnig verið tilviljun eða handvömm. 

 


mbl.is Sprengingar: Átta látnir og hátt í þrjú þúsund særðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég held að það sé óumdeilt að Lithium rafhlaða geti sprungið
það getur líka gamall blýrafgeymir gert við kortslútningu

Ímyndum okkur að þú sért með tækið í buxnavasanum þétt upp við aðalslagæðina niður í fótinn. Slagæðin rifnar og þér blæðir út þó það sé einungis rafhlaðan sem springur en ekki ekki viðbætt "sprengiefni"

Það er líka borðliggjandi að "auðveldara" er að komast inn í stýrikerfið sem dreift er á alla símboðana en að standa í verksmiðjunni og bæta við sprengiefni í hvert tæki nema Ísrael hafi selt framleiðendunum íhlut til að setja í símboðann

Grímur Kjartansson, 18.9.2024 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband