Spanó grefur undan íslenskum yfirvöldum

Róbert Spanó lögmaður og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu sérhæfir sig í að grafa undan íslenskum yfirvöldum. Hann gerði það í máli Sigríðar Andersen þáverandi dómsmálaráðherra. Æskuvinur Spanó, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður stefndi dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu til Mannréttindadómstólsins fyrir að standa ekki rétt að skipun dómara í landsrétt.

Spanó og fjórir félagar hans við dómstólinn dæmdu Sigríði og íslenska ríkinu í óhag. Tveir dómarar í minnihluta sögðu Spanó og fylgjendur taka þátt í ,,pólitískum uppþotum" á Íslandi.

Spanó leiðist ekki uppþotin, einkum þegar um er að ræða dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Í tilefni af úrskurði Guðrúnar dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar, skrifara Spanó grein í Vísi undir fyrirsögninni Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Síðasta setning greinarinnar geymir niðurstöðu lögmannsins:

Niðurstaða dómsmálaráðherra er engu að síður áfall fyrir ákæruvaldið í landinu og þar með almenning allan sem á það treystir.

Jú, það má taka undir með Spanó, að niðurstaðan er áfall fyrir æðsta handhafa ákæruvaldsins, Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Sigríður taldi Helga Magnús ekki nógu vók og vildi hann feigan í starfi. Guðrún ráðherra sló á fingur ríkissaksóknara sem þarf að ígrunda stöðu sína í kjölfarið.

En þegar Spanó segir niðurstöðu Guðrúnar ráðherra áfall fyrir íslenskan almenning snýr hann hlutunum á hvolf. Þvert á móti, úrskurður ráðherra er sigur almennings, sigur tjáningarfrelsis og sigur samfélagsfriðar.

Meintur þolandi í málinu, Múhameð Kourani, er ekki íslenskur almenningur heldur sýrlenskur hælisleitandi sem kom hingað til lands á fölskum forsendum. Múhameð vann ekki handtak þau ár sem hann var frjáls maður á Fróni. Gestrisnina þakkaði Múhameð fyrir með ofbeldisverkum og líflátshótunum, m.a. gegn Helga Magnúsi og fjölskyldu hans. Helgi Magnús vann þjóðþrifaverk er hann varaði við Múhameð og hans líkum.

Spanó til vorkunnar er hann með á ferilsskránni, auk áhuga á pólitískum uppþotum, að gera sér dælt við múslímska réttarheimspeki. Spanó var gistivinur Erdogan Tyrklandsforseta og þáði sæmd af mannréttindaböðlinum. Þetta gerði Spanó í hlutverki forseta Mannréttindadómstólsins. Þolendur mannréttindaböðulsins kröfðust afsagnar Spanó.

Spanó er eintak af alþjóðlegu fyrirbæri, vókisti með múslímablæti. Slíkur maður getur aldrei talað fyrir hönd íslensks almennings. Markmið manna eins og Spanó er að grafa undan íslenskum yfirvöldum og tiltrú almennings á réttarkerfinu. Eins og dæmin sanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sorglegt fyrirbrigði

Sigurður Þorsteinsson, 13.9.2024 kl. 13:19

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hroka mannsins má lesa í skrifunum
"mannréttindasáttmála Evrópu veita því ríkulegar heimildir til að þrengja að tjáningarfrelsi "
Mín skoðun og bara mín skoðun er rétt

Grímur Kjartansson, 13.9.2024 kl. 16:50

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er nokkuð beittur pistill. Verst er inngangsatriðið, það má maðurinn eiga einn og óstuddur. Til útskýringar þá er hann fyrir mér glataður dáti með mikla reynslu sem ónýtist þeim sem upphaflega hóf störf fyrir.

Sindri Karl Sigurðsson, 13.9.2024 kl. 22:28

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Vararíkissaksóknari verður að læra að halda kja... jafnvel þótt það sé erfitt stundum. Fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu er bara að benda á það, með réttu.   

Tryggvi L. Skjaldarson, 14.9.2024 kl. 08:01

5 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Fyrst þurfa þeir - Tryggvi L. Skjaldarson - sem næst standa varasaksóknara, að sjá til þess að skeinuhættur dólgur haldi heldur kjafti en að haldast uppi að gera saksóknarunum ofraun æ ofan í æ.  

Baldur Gunnarsson, 15.9.2024 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband