Sakborningar og formaður BÍ snúa bökum saman

Þórður Snær fyrrum ritstjóri Heimildarinnar var mættur; Þóra Arnórs fyrrum ritstjóri Kveiks á RÚV einnig. Aðalsteinn Kjartansson á Heimildinni var á staðnum. Þríeyki sakborninga í byrlunar- og símastuldsmálinu mætti í fyrradag á framhaldsaðalfund BÍ til að tryggja að Sigríður Dögg héldi stöðu sinni sem formaður Blaðamannafélags Íslands. 

Sigríður Dögg er bráðnauðsynleg sakborningunum í væntanlegri málsvörn þeirra á opinberum vettvangi er kemur að næsta kafla í byrlunar- og símastuldsmálinu. Formaðurinn skaffar ályktanir stéttafélags blaðamanna eftir pöntun. Sjálf er Sigríður Dögg lifandi sönnun þess að sekir séu saklausir þrátt fyrir gögn um annað.

Helgi Seljan, enn rannsóknaritstjóri Heimildarinnar, sat á fremsta bekk á fundinum. Hann er ekki sakborningur, svo vitað sé, en er viðriðinn sakamálið og var í sambandi við fyrrum eiginkonu skipstjórans, sem tók að sér að afla blaðamönnum gagna með byrlun og þjófnaði.

Til marks um hve Sigríður Dögg er miðlæg að sverta íslenskt samfélag til að bjarga sakborningum undan réttvísinni sagði formaðurinn eftirfarandi:

Það er ekki hægt að túlka þetta [rannsókn lögreglu á byrlun og símastuldi] á annan veg en sem óeðlileg afskipti lögreglu af blaðamönnum. Þar fyrir utan torvelda afskipti lögreglu að blaðmenn afhjúpi önnur mál og heftir þar með störf þeirra.

Síðar afturkallaði Sigríður Dögg þessi ummæli, eftir að þau höfðu staðið óhögguð í eitt ár.

Snemma á fundinum í fyrradag var borin upp vantrausttillaga á Sigríði Dögg. Fríða Björnsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir og Agnes Bragadóttir voru tillöguhöfundar. Rökstuðningur var m.a. að formaðurinn standi fyrir atlögu að eldri félagsmönnum, vilji svipta þá atkvæðisrétti, og fjármálastjórn sé í hers höndum. Undirrótin að vantraustinu er tvíþætt. Í fyrsta lagi er Sigríður Dögg skattsvikari. Í öðru lagi meðferð Sigríðar Daggar á fyrrum formanni og framkvæmdastjóra BÍ.

Utanaðkomandi lögmaður, Oddur Ástráðsson, var keyptur fundarstjóri. Fyrir fjörtíu þúsund kall á tímann sá hann til  þess að Sigga (eins og hann kallaði formanninn) ætti hjá honum öruggt skjól. Tillaga um að taka á dagskrá vantraustið var borin upp. Einir 48 sögðu já. Þegar RSK-liðið hafði safnað rúmum 60 neium var hætt að telja. Atkvæðagreiðslan fór fram með handauppréttingu. Í aðdraganda vöppuðu Þórður Snær og Aðalsteinn um salinn, gáfu augngotur og hnykluðu brýrnar; eru vanir maður-á-mann aðferðinni. Lögmaður til leigu stýrði, sakborningar smöluðu. Taktíkin kallast frjálsleg fundarsköp í þágu Siggu. Gæti hvergi gerst í íslensku stéttafélagi. Nema, auðvitað, hjá BÍ.

Annálar Blaðamannafélagsins greina ekki frá sambærilegu vantrausti á formann. Kvöldið skánaði lítt fyrir Sigríði Dögg, þótt hún héldi stöðu sinni, launum og aðgengi að sjóðum félagsins. Tillaga hennar um að losna við blaðamenn með múður, þ.e. þá sem gagnrýna forystuna, var felld.

Formaðurinn reyndi að bera sig vel eftir átökin, sem í reynd sýndu klofið blaðamannafélag, samanber skýrslu Reynis Trausta. Vantraustið á Sigríði Dögg fer saman við lítið traust almennings á fjölmiðlum. Róm brennur en reykvískir blaðamenn spila á hörpu sem fékkst með skattsvikum, byrlun og þjófnaði.

,,Verk­efnið fram und­an er að snúa bök­um sam­an og vinna að því að efla fé­lagið, fag­lega blaðamennsku og fjöl­miðlafrelsi í land­inu, því blaðamennska hef­ur aldrei verið mik­il­væg­ari," segir Sigríður Dögg í tilkynninu.

Orðalagið er afhjúpandi. Þegar í algjört óefni er komið, vígstaðan töpuð, snúa menn bökum saman. Sigríður Dögg og sakborningarnir eru umkringd.

 

 

 

 


mbl.is Umdeild tillaga felld á aðalfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur R.

Ég velti því fyrir mér ef þetta fólk sem hér hefur verið nefnt sem sakborningar í byrlunarmálinu verði að endanum ákært má þá búast við að BÍ skaffi þeim lögfræðiaðstoð á kostnað félagsins? Eins og er þá eru eignir félagsins um milljarður og því um drjúgan sjóð að ræða.

Þröstur R., 6.9.2024 kl. 10:28

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 Mjög áhugaverður fundur hjá Blaðamannafélaginu. Þeir vildu  svipta þá eldri atkvæðisrétti og Lúðvík Geirsson kom með tillögu um að svipta þá atkvæðisrétti um ákveðin málefni. Nú er spurning hvort RÚV fjalli ekki um málið, gæti t.d. tekið eitt Silfur um ástandið í Blaðamannafélaginu. Þá verður áhugavert hvort þeir fjölmiðlamenn í RÚV sem liggja undir feldi að bjóða sig fram til næstu hyggjast leggja til að eldri borgarar verði sviptir atkvæðisrétti í Alþingis og sveitarstjórnarkosningum. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.9.2024 kl. 10:36

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Alveg er það merkilegt að það skuli enginn þora að fjalla um þessi mál nema þú og þakka þér fyrir að upplýsa okkur.

Sigurður I B Guðmundsson, 6.9.2024 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband