Úkraína, vók og útlendingastefna töpuðu í Þýskalandi

Tveir flokkar eru sigurvegarar héraðskosninganna, hvor á sínum endanum í pólitíska litrófinu. Hægriflokkurinn Alternative für Deutschland, AfD, er helsti sigurvegari kosninganna. Silfrið tekur vinstriflokkurinn Bündnis Sahara Wagenknecht, BSW. Eini hefðbundni flokkurinn sem hélt sjó er hægriflokkurinn, CDU.

Hlutfall AfD upp úr kjöskössum er um og yfir 30 prósent en BSW fær um 12-15 prósent. Þrenn stefnumál eru keimlík hjá þessum tveim flokkum, sem annars eru jaðarhægri og jaðarvinstri. 

Í fyrsta lagi andstaða við stuðning Þýslands við ríkisstjórn Selenskí forseta í Úkraínu. Þegar forsetinn heimsótti þýska þingið í sumar stóðu þingmenn úr þessum flokkum úr sætum sínum og gengu á dyr til að lýsa vanþóknun sinni.

Í öðru lagi eru báðir flokkarnir á móti opingáttarstefnu í útlendingamálum.

Þriðja málasviðið þar sem BSW og AfD eru samstíga má kalla menningarlega íhaldssemi. Báðir gjalda varhug við vók-fárinu.

Héraðskosningarnar voru í tveim landshlutum, báðum í gamla Austur-Þýskalandi, Thüringen og Saxlandi. Eftir þrjár vikur eru kosningar í Brandenburg og þar má búast svipaðri niðurstöðu. Að ári eru almennar þingkosningar í öllu Þýskalandi. Héraðskosningarnar nú eru prufukeyrsla. 

Meginstraumsflokkar keppast við að sverja af sér samvinnu við AfD. En þegar kjósendur þyrpast að tilteknum málefnum hefur það áhrif á stjórnarstefnuna. Sitjandi ríkisstjórn jafnaðarmanna, græningja og frjálsra demókrata hefur þegar tekið upp harðari útlendingastefnu og dregur lappirnar í stuðningi við Úkraínu.

 

 

 


mbl.is AfD stærstur samkvæmt útgönguspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stjórnarflokkarnir hér hafa fylgt sømu stefnu og þeir þýsku og líkt og þeir að hverfa. Samkvæmt fréttum eru engar líkur á að Sjálfstæðisflokkur víki frá sinni vók stefnu.Nú nýjast klósettbomba Gulla og áframhaldandi fjaraustur til Úkraínu. Það er virðingarvert að standa með vinum sínum en flokkurinn var ekki kosin til hernaðarrekstrar í Ukrainu heldur til að gera Íslendingum lífið bærilegra. Hvort sem skattfé okkar eða lán, sem við þurfum seinna að borga, er notað í þessa "góðgerðar" starfsemi, þá er þarna verið að taka fé ófrjálsri hendi. Vilji kjósenda varðandi hernadarutgjöld var aldrei kannaður. Nú tala stjórnarliðar og "hermarskalkurinn" Björn Bjarnason eins og við höfum alltaf vitað að íslenskt skattfé hafi runnið til hernaðarmála NATO. Það er alrang. Við sköffuðum land til sameiginlegra varna Íslands og BNA. Það tók enda 2006 þegar Kaninn taldi sig ekki lengur þurfa á okkur ad halda og kallaði herlið sitt heim. Nú er allt í einu bráðnauðsynlegt að kasta tugum milljarða í NATO battaríið og sagt að við höfum reyndar alltaf þurft að borga með okkur. Hvenær var það upplýst?

Fyrst ég er á annað borð farin að æsa mig útaf þessum fjáraustri til útlanda langar mig að vita hvort forsætisráðherra hafi fengið 300 milljónirnar endurgreiddar fyrir kaupin á sprengikúlunum sem voru svo rkki til. Rausnarlegt framlag til að drepa menn. 

Ragnhildur Kolka, 2.9.2024 kl. 12:10

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góð og rökrétt færsla hjá Páli, líkt og hans er vaninn og síðan frábær athugasemd frá Ragnhildi - líkt og hennar er lagið.

Jónatan Karlsson, 2.9.2024 kl. 18:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Rétt hjá þér Jónatan við komum ekki að tómum kofanum hér; Nú á forsætisráðherra eftir að svara hvort 300 milljónirnar hafa verið endurgreiddar. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2024 kl. 23:15

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Og þjóðin er að springa úr stolti yfir þessu rausnarlega framlagi til að drepa menn.

Kristinn Bjarnason, 4.9.2024 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband