Inga meiri sjálfstæðismaður en Gulli

,,Að taka af kynja­skipt sal­erni er hrein og klár aðför að per­sónu­vernd og ör­yggi kvenna. Þrátt fyr­ir að við kon­ur séum líka menn þá ættu flest­ir að vera bún­ir að fatta, að við erum ekki al­veg eins. Ég mót­mæli því af öll­um kröft­um og tel það gróft brot á mann­rétt­ind­um okk­ar að þvinga okk­ur til að pissa stand­andi ell­egar setj­ast á annarra manna þvag."

Ofanritað er tilvitnun í grein Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í leiðaraopnu helgarútgáfu Morgunblaðsins. Ég neita að pissa standandi er fyrirsögnin. Tilefnið er reglugerð ráðuneytis Guðlaugs Þórs er bannar að merkja konum sérgreind salerni á opinberum stöðum. Inga útskýrir sjálfstæðisstefnuna fyrir vók-ráðherranum:

Þessi reglu­gerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórn­völd hafa gert risa­vaxn­ar breyt­ing­ar á sam­fé­lag­inu án sam­ráðs við al­menn­ing eða at­vinnu­rek­end­ur. Há­vær minni­hluti hef­ur á ör­skömm­um tíma náð að snúa sam­fé­lag­inu á hvolf með yf­ir­gangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sam­mála.

Sjálfsstæðisstefna er að standa í lappirnar þegar frekjuhópar samfélagsins gera atlögu að almannaheill og almennri skynsemi. Lokaorð Ingu eru brýning til sjálfsstæðismanna:

Það er kom­inn tími til að stíga niður fæti og segja stopp! Hingað og ekki lengra!

Ég þori!

 


mbl.is „Vandamálið er ekki fólkið hérna inni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Þeir sem ætla sér að berjast gegn þessu yfirráði þurfa að búa yfir langlundargeði. Fleiri þurfa að slást í hópinn. Blaðamenn flytja einhliða fréttir af frekju og yfirgangi þessa hóps, aldrei hlutlausar fréttir. Hef fyrir löngu misst alla trú á blaðamönnum sem haga sér svona. Vonum að Inga láti í sér heyra þegar nær dregur kosningum og dragi upp fleira en bara klósettin. Það vantar þingmenn sem láta sig réttindi kvenna varða. Trans ekkjurnar koma nú fram í sviðsljósið en þær voru þaggaðar niður eins og flestir sem reyna að ræða um málaflokkinn. Hvet fólk til að horfa á myndina.

https://www.youtube.com/watch?v=Frffv2sB8zE&fbclid=IwY2xjawFBHhBleHRuA2FlbQIxMAABHdMe9v_Yox3HJjUKqrrlhP6meSQDFbpB1ta2zT8VZXKwwXb2ceisu_ODdA_aem_ZT0TjG1WU2L9fZnfsUPJHA

Helga Dögg Sverrisdóttir, 1.9.2024 kl. 10:15

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Af öllum þeim könnunum sem eru alltaf í gangi þá man ég ekki eftir að almenningur hafi verið spurður um þessi sérréttindi varðandi klósett og búningsklefa - en alltaf er verið að slá upp fyrirsögnum um eitthvað ímyndað bakslag í réttindabaráttu þó svo það sé aldrei útskýrt né rökstutt á neinn hátt

Grímur Kjartansson, 1.9.2024 kl. 10:43

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það þarf ekki nema eina klósettnauðgun til að Sjálfstæðisflokkurinn hverfi. Markmið útaf fyrir sig?

Ragnhildur Kolka, 1.9.2024 kl. 10:54

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hans mun alltaf vera minnst sem "klósettmálaráðherra" sjálfstæðisflokksins.

Enda ekki nema von þar sem drulla flæðir út um allt í Valhöll.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.9.2024 kl. 10:57

5 Smámynd: Loncexter

Ég hef ekki enn skilið að 78 samtökin skuli vera væla um bakslag. Þeir hafa komið sínum málefnum vel fyrir í öllum kimum þjóðfélagsins. Fánarnir á öllum bensínstöðvum, kirkjum og jú neim it !

Á næsta ári tekst þeim að fá leyfi til að lögsækja alla sem eru ekki gei...hei hei !

Þeim vantar bara flottann leiðtoga með mottu sem hrópar í næstu gleiðigöngu; SIG GAY !

Loncexter, 1.9.2024 kl. 12:59

6 Smámynd: booboo

Loncexter; S78 eru öfga-fórnarlambs-samtök. Baráttan mun aldrei enda, af því að þeirra tilvera snýst um að fá samúð og foréttindi. 

booboo , 1.9.2024 kl. 19:39

7 Smámynd: Loncexter

Hárrétt booboo. Guð segir að gay sé sódomískt, og hann gefur ekkert færi á bakslagi í þeirri skoðun sinni. Hvernig ætla samtökin að tækla það ?

Loncexter, 1.9.2024 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband