Ţriđjudagur, 20. ágúst 2024
Sigríđur tekur sér ráđherravald, Guđrún á ađeins einn kost
Sigríđur Friđjónsdóttir ríkissaksóknari tók fram fyrir hendur dómsmálaráđherra er hún krafđist ađ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skilađi lyklum og vinnutölvu. Sigríđur beindi til Guđrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráđherra fyrir ţrem vikum ađ Helga Magnúsi yrđi vikiđ tímabundiđ frá störfum.
Ađ krefjast lykla og vinnutölvu af Helga Magnúsi jafngildir uppsögn. Helgi Magnús kemur úr sumarfríi eftir ţrjá daga. Sigríđur ríkissaksóknari vildi útiloka ađ Helgi Magnús kćmist í vinnuna, láta ţar međ dómsmálaráđherra standa frammi fyrir orđnum hlut.
Fyrir hefur Sigríđur viđurkennt ađ ţađ sé ekki á hennar valdi ađ víkja vararíkissaksóknara úr starfi. Ekki einu sinni tímabundiđ. Vararíkissaksóknari er skipađur af ráđherra og Sigríđur óskađi eftir viđ ráđherra ađ honum verđi vikiđ tímabundiđ úr starfi. En á međan ráđherra ígrundar tekur Sigríđur ákvörđum, rekur Helga Magnús međ kröfu um ađ hann afhendi lykla og vinnutölvu. Afturköllun Sigríđar á kröfunni er ígildi ţess er ţjófur skilar ţýfi. Ţjófur samt.
Stjórnsýsla Sigríđar er sjálftekt: ég á embćtti ríkissaksóknara og má gera ţađ sem mér sýnist.
Upphaflegt álitamál í deilu Sigríđar og Helga Magnúsar var hvort hann hefđi látiđ orđ falla í opinberri umrćđu sem samrýmdust ekki starfi hans.
Deilan snýst ekki lengur um orđ Helga Magnúsar heldur athafnir Sigríđar. Ríkissaksóknari ţverbrýtur lög og sýnir skýra og ótvírćđa eineltistilburđi gagnvart embćttismanni.
Sjálftaka Sigríđar á ráđherravaldi skilur Guđrúnu dómsmálaráđherra eftir međ ađeins einn kost. Ef Guđrún víkur Helga Magnúsi úr starfi samţykkir ráđherra ađ ćđstu embćttismenn taki lögin í sínar hendur og stundi geđţóttastjórnsýslu. Fordćmiđ er skelfilegt fyrir réttarríkiđ - hér á í hlut ríkissaksóknari. Guđrún getur ekki annađ en hafnađ ţriggja vikna gamalli beiđni Sigríđar um ađ víkja Helga Magnúsi tímabundiđ frá störfum.
Ef Sigríđi ríkissaksóknara er annt um lög og rétt í landinu segir hún af sér.
Hún getur ekki svipt mig starfinu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
KJARNI MÁLSINS:
"Fyrir hefur Sigríđur viđurkennt ađ ţađ sé ekki á hennar valdi
ađ víkja vararíkissaksóknara úr starfi.
Ekki einu sinni tímabundiđ.
Vararíkissaksóknari er skipađur af ráđherra
Dominus Sanctus., 20.8.2024 kl. 07:14
Ţađ er ekki hćgt annađ en taka undir ađ Sigríđur á ađeins einn kost. Hún ţarf ađ finna sér ađra vinnu, ţví ţetta frumhlaup sýnir ađ hún veit hún er međ tapađa stöđu. Kannski er hann óţolandi og kannski er hún stíf og einstrengingsleg, en ţađ lýsir ekki mikilli fagmennsku ađ láta persónuleika samstarfsmanna fara í taugarnar á sér.
Ţađ sem skiptir máli hér er ađ ţađ var brotiđ á honum vegna starfsins sem hann er í og hann fékk engan stuđning frá embćttinu. Allt hitt er bara fyrirsláttur.
Ragnhildur Kolka, 20.8.2024 kl. 12:30
Ţađ ţarf ađ reka ţessa Sigríđi alla leiđ til Svalbarđa.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.8.2024 kl. 21:07
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.