Kúgun kvenna og múslímar

Ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi hyggst grípa til aðgerða gegn vaxandi kvenfyrirlitningu og kúgun kvenna. Um fjórar milljónir múslíma búa í Bretlandi og eru næst stærsta trúarhreyfingin.

Múslímaríki samþykkja ekki mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaskrá íslamskra ríkja kallast Kaíró-yfirlýsingin. Í sjöttu grein hennar segir að eiginmaðurinn sé ábyrgur fyrir velferð og afkomu fjölskyldunnar.

Yfirvald karls yfir konu, hvort heldur eiginkonu, dóttur, móður eða systur í múslímskri trúarmenningu birtist í mörgum myndum og ekki hægt að alhæfa um öll samfélög múslíma. En kjarninn í trúarmenningu íslam er skýr. Konan á fyrst og fremst að sinna heimilinu. Á opinberum vettvangi á konan helst að vera í fylgd náins karlættingja. Í öfgafyllstu myndum birtist kvenkúgunin í svokölluðum ærumorðum. Í þeim tilvikum er systir eða dóttir myrt fyrir að hlýða ekki feðraveldinu í vali á maka.

Í leiðbeiningum um hvernig eiginmaður skuli tjónka við eiginkonu sem krefst sjálfræðis er fyrst mælt með harðri áminningu, síðan að neita að sænga með konunni og loks leggja á hana hendur, láti hún ekki segjast.

Á vestrænan mælikvarða er jafnaðarmerki milli íslam og kúgunar kvenna. Múslímar hafa eflaust aðra sögu að segja og færa rök íslamskrar trúarmenningar fyrir því að fjölskyldan skuli ekki tvíhöfða þurs, með jafnræði milli eiginmanns og eiginkonu. Sú hugsun er andstæð vestrænum gildum sem kveða á um jafnræði kynjanna og birtist í stjórnarskrám vestrænna ríkja sem og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Eflaust nýtur fjöldi múslímskra kvenna í Bretlandi vestræns jafnréttis. En jafnvíst er að margar múslímskar fjölskyldur þar í landi heiðra trúarmenningu sem setur konur skör lægri en karla.

Ef ríkisstjórn Bretlands hyggst segja kvenfyrirlitningu og kúgun kvenna stríð á hendur verður óhjákvæmilegt að skoða stöðu múslímskra kvenna þar í landi. Það verður aftur þrautin þyngri. Trúarleg helgun íslam á sifjareglum stendur þar andspænis vestrænu jafnrétti.

 

 


mbl.is Kvenfyrirlitning verði skoðuð sem öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Hugur minn leitar til kvenna sem þurfa að sætta sig við kúgun trans hreyfinga og aðgerðasinna. Þær verða að gefa eftir búningsklefa, tungumál sem snerir konur og annað í þeim dúr. Sennilega á bresta ríkisstjórnin ekki við þær konur. 

Breskir hjúkrunarfræðingar búa við kúgun, þær eiga að þegja meðan karlmaður aflæðist í búningsklefa þeirra á meðan þær eru þar. Hjarta allra ætti að slá með hjúkrunarfræðingunum - formannslif.blog.is

Verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig Bretunum tekst til. Múslímar hafa hingað til ekki látið neinn segja sér fyrir verkum, frekar öfugt.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 19.8.2024 kl. 08:59

2 Smámynd: Hörður Þormar

Hamed Abdel-Samad er egypskur rithöfundur sem býr í Þýskalandi. Hann hefur oft komið fram í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum og rætt um Islam og vandamál vegna múslimskra innflytjenda. Einnig hefur hann skrifað bækur um Islam sem hafa valdið miklu fjaðrafoki. Hann virðist þó vera óþekktur hér á landi. Hér er viðtal við hann vegna útkomu bókar hans um Múhameð spámann:                            The case against the Prophet | DW News           

Hörður Þormar, 19.8.2024 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband