Sunnudagur, 18. ágúst 2024
Grafarró og salernisfriður í menningarstríðinu
Tvær fréttir af vígstöðvum menningarstríðsins í liðinni viku eru að kirkjugarðar og krossinn skulu út af sakramentinu annars vegar og hins vegar að konur eru sviptar friðhelgi á opinberum salernum.
Á yfirborðinu ekki þungavigtarmál en bæði taka til rótgróinna siða. Venjur og siðir móta samfélagið og taka hægum breytingum. Nema þegar niðurrifsöfl ráða ferðinni.
Frá kristnitöku fyrir þúsund árum eru menn jarðsettir í kirkjugarði og þar á krossinn heima. Kross og kirkjugarður er hluti af menningu okkar. Þeir fáeinu sem ekki sætta sig við greftrunarsiði samfélagsins eiga sem hægast að fara aðra leið, láta brenna sig eða husla utan garðs.
Salerni hafa verið kynjaskipt á veitingahúsum, stærri vinnustöðum og opinberum byggingum. Venjan er einkum til hagræðis fyrir konur. Þorri karla lætur sér litlu skipta hvar vatni er kastað. Kynjaskipt salerni varða öryggi kvenna. Salernum má loka og læsa eins og kvenkyns þingmaður Pírata auglýsti rækilega síðasta vetur. Fyrir afnám kynskiptra salerna var karl á bannsvæði á kvennaklósetti. Pervertareglur veita nú körlum frjálsan aðgang að einkarýmum sem áður voru kvenna einna.
Hvers vegna er grafarró raskað og konum gert að sjá af sjálfsögðum réttindum?
Jú, barátta stendur yfir um skilgreininguna á okkur sem einstaklingum og samfélaginu sem við búum í. Tvö öfl takast á, hefð og niðurrif. Hefðin er til hægri, niðurrifið til vinstri.
Athugasemdir
Mikil afturför. Þegar fram líða stundir munu karlmenn hafa aðgang að kvennaklósettum. Fyrirtæki og skemmtistaðir munu ekki fara í rándýrar breytingar heldur fjarlægja merkingar kvenna og karla. Kostar minna. Að hlaupa á eftir duttlungum fámenns hóps til að skerða réttindi kvenna til einkarými er forkastanlegt. Vonandi muna menn eftir því í næstu kosningum.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 18.8.2024 kl. 10:42
Sú var tíðin að kirkjugarðar voru garðar umhveris kirkjur, en það er langt frá því reglan núorðið. Kirkjugarðar, hvort sem þeir eru með kirkjubyggingu innan garðs eða ekki, mega vel heit kirkjugarðar, grafreitir eða eitthvað annað, þannig lagað. En samkvæmt lögm um þessa garða eiga látnir leg, brenndir eða óbrenndir, burtséð frá því hvaða trúfélagi þeir kunna að hafa tilheyrt í lifanda lífi, eða endu slíku félagi.
Kirkjugarður eða grafreitur er sjálfeigarstofnun með eigin kennitölu og er í raun - eða ætti í raun ekki endilega að tengjast evangelísk- lútherskri kirkju.
Reyndar er talað um að kirkjugarðar skuli vígðir og að þar se vígð mold.
Þá vil ég benda á að sá sem þetta skrifar hér er umsjónarmaður kirkjugarðs þar sem svo hagar til að væn sneið lands innan girðingar er óvígð með öllu. Þar má auðveldlega hola niður þeim líkum sem ekki fellur vel við að fúna í vígðri mold. Verið velkomin meðan garðrúm leyfir !
Þórhallur Pálsson, 18.8.2024 kl. 13:44
Heiðin trú er ekki niðurrif heldur uppbygging og viðhald, sköpun. Mér finnst heiðnast og bezt að hræum dauðra sé hent fyrir villidýr og þannig er endurnýting og hringrás, rétt eins og við étum skepnur. Sagt er þó að með því að brenna líkin komist þau fyrr í Valhöll.
Það er svolítið fyndið að sögnin að husla sem á að sýna lítilsvirðingu á greftrunarsiðum heiðinna er komin úr kristni. Hunsla þýddi að veita altarissakramenti til forna, komið úr fornensku að því er talið er. Husl eða húsl þýðir vígt brauð, sakramenti. Á fyrstu öldum kristninnar hér og erlendis mátti ekki á milli sjá hvað kom úr heiðni og hvað úr kristni, sömu siðir og venjur voru notaðar, og kirkjur byggðar þar sem hof höfðu verið brennd eða jafnvel hörgar. Það sýndi helgina sem kristnir menn höfðu á hofum og hörgum.
Kristni og heiðni lifðu saman í sátt og samlyndi lengi á Íslandi. Einungis þegar Jahve fór virkilega að refsa mönnum (eins og með Svartadauða og fleiri plágum, eða litlum ísöldum og horfelli á skepnum) fóru menn að hatast útí guðina, sem einir gátu bjargað og hjálpað. Dæmigert.
Annars lízt mér vel á að tala um grafreiti í stað kirkjugarða. Hvort sem fólki líkar betur eða verr er kristni á undanhaldi, ekki sízt með innflutningi erlendra með framandi trúarbrögð.
Krossinn er upphaflega heiðið sólartákn, bæði fyrir Sol invictus og Baldur, og fiskur var tákn fyrir kristna menn upphaflega, sbr. að menn ættu að veiða aðra menn sem stendur í Biblíunni.
Ingólfur Sigurðsson, 18.8.2024 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.