Guðrún ráðherra og afsögn Sigríðar ríkissaksóknara

Fyrir þrem vikum tæpum fór Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fram á að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leysti frá störfum tímabundið Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. Tilefnið var kæra Semu Erlu Serdoglu múslímatalsmanns. Sema Erla er til lögreglurannsóknar fyrir mútugjafir.

Sema Erla kærði Helga Magnús fyrir ummæli sem hann viðhafði um Múhameð Kourani, sem er dæmdur ofbeldismaður og hafði hótað Helga Magnúsi og fjölskyldu hans um árabil. Til að krydda málið blandast inn í það sonur Svandísar Svavarsdóttur ráðherra Vinstri grænna. Hann heitir Oddur Ástráðsson og túlkar vók-sjónarmið á opinberum vettvangi, styður sem sagt Semu Erlu og er sonur móður sinnar, samkvæmt RÚV.

Sigríður ríkissaksóknari gat hent kæru Semu Erlu, með Oddi sem ábekingi, strax í ruslið. Opinberir starfsmenn hafa, eins og aðrir borgarar, tjáningarfrelsi. Helgi Magnús var í fullum rétti að fordæma að ofbeldismaður eins og Múhameð K. léki lausum hala í íslensku samfélagi. Málið var Helga Magnúsi skylt, hann hafði orðið fyrir hótunum múslímans. Hægt er að tala um að siðferðisleg skylda hafa hvílt á vararíkissaksóknara að tjá sig opinberlega um málið. Embættismenn sem sópa opinberum málum undir teppið starfa ekki í þágu almannahagsmuna.

Sema Erla, Oddur og vókið risu upp á afturfæturna og heimtuðu höfuð Helga Magnúsar á fati. Fátt eru þessu liði kærara en að höggva að rótum frjálsrar orðræðu.  Öfgamenn krefjast valdboðs, þola ekki andstæð sjónarmið. Vókliðið er vant að stjórna opinberri umræðu. Vararíkissaksóknara átti að taka niður öðrum til viðvörunar. Aðferðin er kennd í vók 101 vestur á melum.  

En hvers vegna lét Sigríður ríkissaksóknari fallerast? Er höggið að Helga Magnúsi geigar verður það henni sjálfri að fjörtjóni. Nærtæk skýring er að Sigríður sé höll undir vókið. Grunnt er á öfgunum í brjóstum flestra vinstrimanna. Öfgarnar hétu sósíalismi hér fyrrum en nú vók. Illgirni íklædd góðmennsku. 

Í hálfan mánuð er beðið niðurstöðu Guðrúnar ráðherra. Einhverjir ala með sér von um pólitískt harakírí ráðherra og Sjálfstæðisflokksins. Tilfallandi telur aftur að ráðherra íhugi fremur hver taki við af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara er hún lætur af störfum í kjölfar afgreiðslu ráðuneytisins.


mbl.is Er Sigríður yfir Helga Magnúsi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Væri það ekki bara best  að HELGI  yrði aðal-ríkissaksóknarinn? 

Dominus Sanctus., 15.8.2024 kl. 07:42

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það þarf að komast að því hvaða stjórnmálamenn það eru sem bera ábyrgðina á þessu fáránlega rugli bara svo þeir verði örugglega kosnir aftur.

Kristinn Bjarnason, 15.8.2024 kl. 08:02

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ef ráðherra hefði dug og þor, þá ætti hún að setja þennan gagnlausa

ríkissaksóknara af og setja Helga inn í staðinn.

Það yrðu skilaboð til allra að málfrelsi er ofar öllu

en eitthvert woke kjaftæði.

Nú er spurning, er hún maður eða mús.?

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.8.2024 kl. 09:54

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það eru margir að horfa til kosninga áður en kjörtímabilinu lýkur næsta vor
Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki rjúfa stjórnarsamstarfið
Bregðist Guðrún í þessu máli þá mun fylgi flokksins lækka enn frekar
Sýni hún festu í þessu máli og flóttamannafrumvarpinu þá gætu VG hlaupið burt
en það væri bara allt í lagi

Grímur Kjartansson, 15.8.2024 kl. 10:37

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Helga Magnúsi verð lyft upp. Sigríður er ófær um að gegna embættinu eftir meðferðina á varasaksóknara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.8.2024 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband