Mánudagur, 12. ágúst 2024
Vísindin verja ekki konur
Konur hafa XX litninga en karlar XY. Til skamms tíma var ţetta almenn viđurkennd stađreynd. Gullverđlaunahafi í hnefaleikum kvenna, Imane Khelif, er karl en ekki kona. Khelif er međ XY litninga.
Stundum er ţannig tekiđ til orđa ađ vísindin segja. Átt er viđ ađ tiltekin ţekking sé hafin yfir vafa. Ţađ felur tvennt í sér. Í fyrsta lagi ađ allur ţorri ţeirra sem stunda vísindi sé sammála um ţetta eđa hitt atriđiđ. Í öđru lagi ađ almenningur taki ţekkinguna góđa og gilda, treysti ađ vísindin séu heiđarleg.
Litningapróf munu tiltölulega einföld vísindi, sem ekki ćtti ađ valda deilum. En nú er ţađ gert međ ţeim árangri ađ vísindalega stađfestur karl hreppir gullverđlaun í kvennaflokki hnefaleika.
Hvernig gat ţađ gerst? Jú, Imane Khelif segist vera kona og keppti í kvennaflokki á grunni ţeirrar yfirlýsingar. Nóg er ađ karl segist kona og hókus pókus hann er orđinn kona, samkvćmt transfrćđum sem hafa spillt vísindum. Yfirlýsing breytir ekki erfđaefni lífvera. Smávaxinn getur ekki lýst sig hávaxinn og bćtt ţannig viđ sig sentímetrum. Raunheimur er eitt, ímyndun annađ. Hér áđur voru vísindi eitt og skáldskapur annađ.
Ef vísindin stćđu styrkum fótum yrđi mótmćlt, bćđi af hálfu ţeirra sem starfa innan vísindanna en einnig ţeim sem láta sér annt um ađ ţekking sé tekin fram yfir sérvisku. En ţađ er viđ ramman reip ađ draga.
Einn ţekktasti líffrćđingur samtímans, Richard Dawkins, gerđi máliđ ađ umtalsefni á Facebook. Reikningi líffrćđingsins var óđara lokađ. Einn stćrsti samfélagsmiđillinn er transvćddur, leyfir ekki andóf gegn pólitískum rétttrúnađi.
Vísindi sem ekki treysta sér til ađ ađgreina karl frá konu eru ekki hótinu betri en hver önnur sérviska.
Ég er kona og ég keppi sem kona | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
"sérviska" eđa vísundur.
Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2024 kl. 22:39
Helga Kristjáns, nú verđ ég ađ gleđjast og brosa, ţegar ţú notar orđiđ vísundur. Ég hélt nefnilega ađ afi minn hefđi fundiđ ţađ upp, hann Jón, sá mikli viđgerđarsnillingur.
Ţannig var ađ ţegar ég útskýrđi fyrir honum samsćriskenningar eđa eitthvađ háspekilegt sem hann skildi ekki, ţá sagđi hann oft:"Ţú er nú meiri vísundurinn!"
Mér fannst ţađ skemmtilegt, en hann var ađ meina ađ ţetta vćri mitt á milli vísinda og samsćriskenninga!
Skemmtilegt nýyrđi og gaman ađ heyra ţađ frá fleirum en honum.
Ingólfur Sigurđsson, 13.8.2024 kl. 00:45
Hć Ingólfur minn,ţetta er skemmtilegt verđum ađ kíkja í ćttarbók (man ekki heitiđ) gá hvort viđ rekumst ekki á skildleika. Ég hef gaman ađ taka ţátt í spjalli eins og núna,en ţá hringdi síminn og ég gleymdi öllu,nema ađ segja frá ađ ég fékk ákúrur fyrir ađ gefa máfum,sem mér var sagt ađ vćru hér á sumrin en fćru heim til suđur Englands á haustin. Mási ,sem ég kalla gćludýr fór međ nammiđ sem ég gaf honum niđur á nćstu húsţök og gekk óţrifalega um,enda ekki í bandi eins og gćludýin sem koma viđ á gangstétt minni og skilja oft eftir sig kúkalinginn sinn sem eigandinn gleymir ađ tína í poka. Svona er lífiđ!!
Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2024 kl. 17:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.