Úkraína opnar víglínu við Kúrsk

Óvænt árás Úkraínuhers inn í Rússland fyrir fjórum dögum var árangursrík, bæði í pólitísku og hernaðarlegu tilliti. Hröð framsókn sýnir að árásin kom Rússum í opna skjöldu, hvorki var til að dreifa á svæðinu varnarlínu, s.s. jarðsprengjusvæðum, né herliði.

Síðustu mánuði hefur Úkraína verið vörn á allri víglínunni, sem er um þúsund km löng. Innrás inn í Rússland sýnir að Úkraínuher er hvergi af baki dottinn og geti sótt fram ef svo ber við.

Enn er ekki ljóst hve mikill her fór inn í Rússland og hvort landvinningar haldi áfram. Þá eru markmiðin ekki ljós. Nefnt er að kjarnorkuver nærri Kúrsk-borg sé á aðgerðaáætlun Úkraínuhers. Rússar yrðu ragir að berjast um kjarnorkuver í nágrenni byggðar og myndu tæplega jafna það við jörðu. Kjarnorkukatastrófa yrði verulegt högg fyrir Kremlarherra.

Innrásin er áfall fyrir Rússa, hernaðarlega, pólitískt og sálfræðilega. Hingað til hefur eingöngu verið barist á úkraínsku landi. Innrás í móðurlandið gæti haft afleiðingar fyrir stöðu Pútín forseta. 

Síðustu fregnir í morgun herma að dregið hafi úr framrásinni í Kúrsk. Í morgun segir myndbandabloggari hlynntur Úkraínu að Rússar hafi flutt nægt herlið á vettvang til að stemma stigu við framrás Úkraínuhers. Það viti ekki á gott með framhaldið. Annar bloggari, sem reynir að vera hlutlaus, dregur upp sömu mynd.

Síðustu vikur er rætt um mögulega friðarsamninga. Ein tilgáta er að Úkraína ætli sér að leggja undir sig rússneskt land til að nota í skiptum fyrir úkraínsk landssvæði í friðarsamningum.

Opin spurning er hvort Úkraínumenn nái að bíta sig fasta á rússnesku landi. Ef ekki fer fyrir lítið ávinningur síðustu fjögurra daga í Kúrsk. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Jahérna, það þarf að lesa fleira en Rúv/Bbc - en annars bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 10.8.2024 kl. 17:57

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ekki eru Úkraínumenn að fara að leggja undir sig Rússland! Skáka bara Karl XII, Napóleon og Hitler! Þetta er því bara sjónarspil, n.k. áróðursbragð. Líkt og lokasókn Hitlers á vesturvígstöðvum veturinn 1944/45.

Úkraínski herinn er búinn á því og stríðið leysist við samningaborðið ef Trump kemst til valda. Get meira segja komið með dagsetningu á undirritun friðarsamninga (ef Trump kemst til valda) ef menn vilja vita. Trump segist meira segja ætla að senda út samningateymi eftir kosningasigur 5. nóvember - á undan formlega valdatöku 21. janúar 2025. 

Birgir Loftsson, 10.8.2024 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband