Mánudagur, 5. ágúst 2024
Útlendingar, alþjóðahyggja og þjóðfrelsi
Óeirðirnar í Bretland hófust er innflytjandi frá Afríku drap þrjár barnungar stúlkur í Southport. Die Welt telst hófstillt miðhægri þýsk útgáfa. Þar segir um mótmælin:
Þeir sveipuðu sig enskum fánum og öskruðu ,,við viljum endurheimta landið okkar", gerðu umsátur um moskur, kveiktu í bílum og verslunum.
Yfirskrift umfjöllunar Die Welt er að óeirðirnar í Bretlandi sýni afleiðingar misheppnaðrar útlendingastefnu.
Ríkjandi útlendingastefna vesturlanda síðustu áratugi er að taka við innflytjendum. Stefnan samræmist ráðandi alþjóðahyggju, sem í grunninn segir íbúa jarðkringlunnar heimsborgara er hafi búseturétt hvar sem þeim hentar á byggðu bóli. Alþjóðahyggjan heggur að rótum þjóðríkjareglunnar, sem mælir fyrir rétti þjóða til eigin ríkis.
Alþjóðahyggjan lítur svo á að þjóðir séu úrelt fyrirbæri. Heimsborgarinn í alþjóðaþorpinu er framtíðarsýnin. Tilraunir til að umskapa einstaklinga í anda hugmyndafræði eru ekki nýjar af nálinni. Í Sovétríkjunum sálugu var hinn sósíalíski maður fyrirmyndin, góðgjarn, vinnusamur og yfirvaldinu hlýðinn. Að ekki sé talað um eldri trúarhugmyndir um ,,rétta" útgáfu að manninum.
Tilfellið er að mennskan er ekki við eina fjölina felld. Samfélagsskipan manna tekur í sögulegu samhengi ávallt mið af hvað telst rétt og eftirsóknarvert annars vegar og hins vegar hvað sé illt og andstyggilegt. Siðir og lög samfélagsins byggja á þessu grunnatriðum. Ekki hefur tekist að finna sniðmát siða og laga sem öllum henta. Tunga, saga og menning skilgreina samfélög. Úr þeim jarðvegi sprettur samfélagsgerðin. Af þessari ástæðu er þjóðríkið skásta skipulag mannsins.
Í þjóðríkinu er ekki um að ræða frelsi alþjóðahyggjunnar, þar sem hver má haga sér eftir hvaða siðum og háttum sem vera skal, heldur setur þjóðhyggjan almennan ramma um frelsi einstaklinga og leggur til yfirvald, lögreglu og réttarkerfi, sem gætir m.a. að frelsi eins verði ekki öðrum áþján.
Alþjóðahyggjan vinnur með ímyndun af einstaklingi og samfélagi sem ekki vinnandi vegur er að skapa í raunheimi. Þjóðhyggjan, á hinn bóginn, er raunsærri. Forsendan er að tungumál, saga og menning móti mannlífið. Frelsi byggt á þjóðhyggju er mögulegt; frelsi reist á alþjóðahyggju þýðir óeirðir.
Allt verði gert til að ná fram réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki fjölþjóðahugmyndin svipuð því að setja þrjú eða fleiri stýrikerfi í tölvu ?
Afleiðingin getur ekki orðið til neins, nema til vandræða.
Loncexter, 5.8.2024 kl. 08:51
Sameinuð stöndum vér. Alþjóðahyggja miðar að því að sundra samfélagi, því sundruðu samfélagi er auðvelt að stjórna.
Ragnhildur Kolka, 5.8.2024 kl. 10:17
Þetta er nokkuð áhugavert Ragnhildur. Er það ekki líka óopinber dagdraumur vinstri manna, að hafa fjölmenninguna til að fá betri útkomu í kosningum ?
Loncexter, 5.8.2024 kl. 11:29
Blessaður Páll.
Takk fyrir strkan greinandi pistil en erindið var að benda á að ég hygg að Ragnhildur sé með kjarnann.
"Alþjóðahyggja miðar að því að sundra samfélagi, því sundruðu samfélagi er auðvelt að stjórna".
Sama eðlis er loftslagstrúboðið sem hefur nákvæmlega ekkert að gera með viðspyrnu við hlýnun jarðar, heldur að brjóta niður vel stæð samfélög Vesturlanda með tilbúnum orkuskorti, ofursköttum á sama tíma þegar er keyrt á fríverslun frá þrælabúðum glóbalssins.
Það er ekki von þó almenningur rísi upp, og ef menn sjá ekki að sér þá tekst þjónum glóbalsins, þessu alþjóða ofurfjármagni sem á heiminn í dag, Góða fólkinu að gera alla að hægri öfgamönnum.
Við erum að upplifa deilið og drottnið í sinni tærustu mynd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.8.2024 kl. 13:37
Kynþáttahyggja eða rasismi er staðreynd en ekki kenning. Heimildamynd sem RÚV sýndi fyrir nokkrum árum fjallaði um þetta, börn völdu sér vini sem voru lík þeim í útliti, og "gerviforeldra" - sem réttu þeim leikföng, mat, osfv algjörlega í meirihluta ef "gerviforeldrarnir" tilheyrðu sama kynþætti. Um var að ræða börn innan við ársgömul, varla talandi. Niðurstöður alveg skýrar og ótvíræðar. Kynþáttahyggjan er meðfædd, náttúruleg.
Alltaf enduðu þessir þættir með að börnunum þyrfti að kenna góða siði, mennta þau og færa þeim menninguna.
Að vera meðvitaður um kynþáttahyggju í sér og öðrum er eðlilegt. Kynþáttahyggja er ekki sama og kynþáttahatur.
Vinstrimennska nútímans er 100% á móti náttúrunni, andstyggileg að öllu leyti, eins og þetta woke. Slíkt fyrirbæri er ekki meðmælanlegt, nema ég er sammála áherzlum þeirra um náttúruvernd, hamfarahlýnun og slíkt.
Undir ákveðnum kringumstæðum er kynþáttahatur eðlilegt viðbragð við óréttlæti.
Þjóðverjarnir sem kusu Hitler höfðu búið við þá kenningu að gyðingar hefðu krossfest Krist og arðrænt vestræna menn næstum frá upphafi.
Það er annað trend núna eins og mótmælin í Bretlandi sýna sem er hættulegt, það er múslimahatrið.
Sagan endurtekur sig ekki nákvæmlega eins, gerendur og þolendur verða aðrir oft, en ákveðin stef endurtaka sig.
Ingólfur Sigurðsson, 5.8.2024 kl. 15:28
Góður pistill Páll og góðar athugasemdir.
Sorglegt samt að sjá Börn Bjarna að reyna að viðra þá
skoðun i dag á mbl. að þetta sé Rússum að kenna.
Eru engin takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að kenna
þeim um. Þetta hefur bara ekkert með þá að gera, heldur er
þessi fjölmenningar bræðsla að sjóða upp úr og ekkert annað.
Þetta gengur ekki nema í huga þeirra sem halda það enn í dag
að allir geti verið vinir í skóginum og ljónin gerist vegan.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.8.2024 kl. 15:58
"Forsendan er að tungumál, saga og menning móti mannlífið"
þar eru meðlimir fyrrum Júgóslavíu þér sammála og voru tilbúnir í áratugar ófrið við fyrrum nágranna sína og vini til að koma slíku skipulagi á
Grímur Kjartansson, 5.8.2024 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.