Trans og kvennaíþróttir

Karl sem gerist kona slær að jafnaði 2,5 sinnum þyngri högg en konur. Karl sem á litla möguleika í hnefaleikum í karlaflokki á sigurinn vísan í kvennaflokki. Þetta gildir einnig í öðrum einstaklingsgreinum s.s. frjálsum íþróttum, lyftingum og sundi sem og í liðsíþróttum eins og knattspyrnu, handbolta og körfu. Karlar hafa einfaldlega náttúrulegt forskot á konur.

Karla búa að meiri líkamsmassa en konur. Forskot karla kemur fram á kynþroskaaldri og helst út ævina.

Allt ofanritað eru þekktar staðreyndir. Þær eru m.a. til umræðu í spjalli Unherd við sænskan vísindamann.

Hvers vegna leyfist að karlar í kvengervi etji kappi við konur?

Jú, það er transið.

Transfræðin kenna að kyn sé valkvætt. Karlar geti að vild orðið konur og konur karlar. Undir formerkjum einstaklingsfrelsis megi ekki banna karla, sem segjast transkonur, að keppa í kvennaflokki.

Engin kona getur valið að verða sterk á við karl. Stúlka getur ekki valið að taka út kynþroska sem drengur. Það er líffræðilegur ómöguleiki. Í transinu eru konur jaðarsettar. 

Sumt í lífinu er ekki valkvætt, kyn og aldur til dæmis. Almenn skynsemi á í vök (eða öllu heldur vók) að verjast í umræðu staðleysu, lyga og blekkinga.  

Íslenskir femínistar hafa ekki, svo tilfallandi hafi eftir tekið, goldið varhug við að kvennaíþróttir líði undir lok með transvæðingunni. Ástæðan gæti verið að femínistarnir treysta á heiðarleika karla sem gerast konur. En það rímar ekki við þá mynd sem femínistar draga upp af körlum almennt og yfirleitt. Freki karlinn í kvengervi á stuðning femínista vísan. 


mbl.is Umdeildur bardagi á Ólympíuleikunum vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Vekur athygli mína að hver trans hreyfingin á fætur annarri, og trans aðgerðasinnar, eru hlynnt bardaga sem þessum. Mér þykir þetta mannvonska að ætla stúlku að berjast við líkama karlmanns og styrk. Þetta er fólkið sem kallar eftir umburðarlyndi, manngæsku og virðingu, en það vottar ekki fyrir því hjá þeim sjálfum. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 2.8.2024 kl. 08:14

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Alveg skylirðislaust að banna þetta bull.

Karlamannslíkami gegn kvenmannslíkama..!!!

Þarf eitthvað að rökræða það frekar.?

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.8.2024 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband