Mannréttindi, móðgun og ráðherra

Tjáningarfrelsið er hornsteinn mannréttinda. Réttur manna að tjá hug sinn er meiri og mikilvægari en meintur réttur til að verða ekki fyrir móðgun. Í viðtengdri frétt segir frá tveim aðilum, Semu Erlu og Samtökunum 78, sem móðguðust vegna ummæla Helga Magnúsar vararíkissaksóknara.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er með á sínu borði tilmæli yfirmanns Helga Magnúsar að honum verði víkið frá störfum fyrir ummæli sem aðilar út í bæ tóku til sín sem móðgun. Öðrum, tilfallandi til dæmis, fannst Helgi Magnús mæla af skynsemi almælt tíðindi; að sumir hælisleitendur eru afbrotamenn og að einhverjir hælisleitendur ljúga upp á sig eiginleikum, s.s. samkynhneigð, til að fá landvist og velferð.

Ráðherra ætti að hafa í huga við úrlausn málsins að embættisferill Helga Magnúsar er ekki einn undir heldur meginréttur allra landsmanna, að tjá hug sinn.

Guðrún ráðherra sendi afar slæm skilaboð út í þjóðfélagið ef hún tæki mark á kæru Semu Erlu og tilmælum Sigríðar ríkissaksóknara og leysti Helga Magnús frá störfum. Frjáls orðræða er ekki sérviska heldur undirstaða siðmenntaðs samfélags.


mbl.is Segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stend með Helga og málfrelsinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2024 kl. 07:49

2 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Styð Helga fram í fingurgóma. Því miður segir hann ekki allt sem segja þarf. Allir sem hafa fylgst með innflutningi hælisleitenda í Evrópu leynast misyndismenn, ekki spurning. Útlendingastofnun má ekki upplýsa það. 

Ríkisrekin trans samtök eru orðin svo pólitísk að fella á ríkisstyrki niður til þessa félags. Samfélagið á ekki að styðja aktívistasamtök.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 31.7.2024 kl. 08:34

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Styð Helga. Ekki spurning.

Hins vegar mætti ráðherra losa okkur við þessa ókind

sem þessi ríkissaksóknari er og ekkert annað.

Aldrei komið neitt af viti frá henni.

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.7.2024 kl. 09:44

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvernig dettur einhverjum heilvita manni það í hug að Guðrún Dómsmálaráðherra fari að vísa Helga Magnúsi tímabundið úr starfi? Það er þá ekki mikið álit sem fólk hefur á Guðrúnu en það hef ég. 

Sigurður I B Guðmundsson, 31.7.2024 kl. 10:59

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Enn þegir hún samt, Guðrún ráðherra, og neitar að tjá sig um málið eins og Morgunblaðið bendir á í dag. 

Það þýðir að hún telur að það sé eitthvað til að hugleiða hérna í stað þess að senda beint í tætarann. 

Það er mögulega umhugsunarvert.

Geir Ágústsson, 31.7.2024 kl. 11:01

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er hápólitískt mál og gerist varla pólitískara. Allt sem Guðrún dómsmálaráðherra segir og gerir er túlkað. Sigríður J. Friðjónsdóttir hefur loksins varpað af sér skikkju hlutleysis og komið fram sem aðgerðasinni - sem ætti að vera Guðrúnu ástæða til að víkja Sigríði úr starfi, ekki Helga.

En geri hún það stígur hún á tærnar á öfgaliðinu og ríkisstjórnin getur sprungið. Varla neitt hægt að gera í þessu máli, algert þrátefli.

Ekki getur hún með góðu móti vikið Helga úr starfi, það er hróplegt óréttlæti fyrir að segja sannleikann og það sem mjög mörgum finnst og kannski flestum. Auk þess færi hún þá gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins, svo varla gengur það, ríkisstjórnin myndi einnig springa þá.

Nema hún getur hunzað þetta og hefur held ég vald til þess, eins og Geir bendir á, pappírstætarinn er ákveðin lausn.

Hún getur líka blaðrað sig útúr þessu með orðum sem fara einhvern milliveg. Góðir pólitíkusar verða að læra slíkt og kunna.

En allavega, ríkissakóknari sem er orðinn augljós aðgerðasinni hefur gefið ástæðu til að dómsmálaráðherra veiti sér áminningu, og jafnvel frekar en Helga.

Sem er auðvitað einnig matsatriði, eftir því hvar maður stendur í pólitík. Allavega, mjög pólitískt mál, og harðari hlutleysiskröfur ætti að gera til ríkissaksóknara en aðstoðar (Eins og Helga).

Ingólfur Sigurðsson, 31.7.2024 kl. 15:08

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta mál er að opinbera allskonar hluti sem ekki voru öllum ljósir fyrir.  Og greinilega ekki dómsmálaráðherra.

Það helsta er hve lítill minnihlutahópur það er sem er að berjast gegn málfrelsinu hérna.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.7.2024 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband