Trump, Jerúsalem og Gasa

Arabaheimurinn fékk flog þegar Trump á fyrri forsetatíð viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017. Í áratugi var ekki hægt að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels með þeim rökum fylgismenn spámannsins yrðu æfir. 

Trump viðurkenndi, arabar tóku móðursýkiskast og Bandaríkin fluttu sendiráðið til höfuðborgar frelsarans. Afgreitt mál.

Yfirstandandi átök á Gasa snúast um að Ísrael hyggst koma lögum yfir þá Hamas-liða sem frömdu fjöldamorð í Suður-Ísrael 7. október í fyrra. Fjöldamorðin voru glæpur gegn mannkyni og stríðsglæpir.  Hryðjuverkamennirnir fela sig á bakvið almenna borgara og njóta auk þess víðtæks stuðnings meðal vinstrimanna á vesturlöndum.

Gasa-átökin sem nú standa yfir renna sitt skeið, með eða án atbeina Trump. Það er engin lausn í sjónmáli í deilum araba og Ísrael. Hamas vilja tortíma Ísrael. Á meðan Hamas fær stuðning, innan arabaheimsins og utan, er ófriður.

Átökin Ísraels og araba eru milli tveggja menningarheima. Gyðingdómur og kristni eru á öðrum vængnum en hinum íslam. Margar frásagnir reyna að dylja raunveruleikann. En kjarni málsins er veraldarhyggja byggð á gyðingdómi og kristni stendur andspænis múslímskri trúarhyggju.

Trúarmenningarstefið er ekki síst áberandi hjá stuðningsmönnum Hamas á vesturlöndum. Fallinn Palestínuarabi er margfalt hryggður á við fallinn Sýrlending eða Húta. Dánartölur eru pólitískt verkfæri. Hamasliðar í vestrinu sýna trúarlega ákefð að útrýma Ísraelsríki.


mbl.is Trump lofaði að binda enda á átök á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í Svíþjóð er mætt heim til þeirra blaðmanna sem skrifa svona

Demonstranter skrek hotfulla ramsor utanför reporters bostad  – Sydsvenskan

Grímur Kjartansson, 27.7.2024 kl. 14:59

2 Smámynd: Hörður Þormar

Sómölsk kona og Egypti ræða um hugarheim múslima og viðhorf þeirra til Vesturlanda:                          Ayaan Hirsi Ali Talks With Hamed Abdel-Samad           

Hörður Þormar, 27.7.2024 kl. 18:42

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hélt að sveppatímabilið væri í haut en ekki miðsumars.

Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2024 kl. 02:29

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Færsla á sendiráði til Jerusalem var ekki merki um sáttavilja.  Fjöldamorðin 7.okt. voru glæpur eins og morð eru alltaf.  En hver drap hvern þennan dag?  Hvað drápu Ísraelar marga sjálfir?  Hamas fékk fjárstuðning frá Ísrael til að vaxa og takast á við PLO Arafats, en það fór úr böndum eins og öllum má vera ljóst.  Það er erfitt að sjá góða gæjan í þessum hryllingi.

Tryggvi L. Skjaldarson, 28.7.2024 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband