Pútín felldi Biden

Má ég kynna fyrir ykkur Pútín, forseta Úkraínu, sagđi Biden Bandaríkjaforseti á leiđtogafundi Nató fyrir viku er hann bauđ velkominn Selenskí, sem enn er forseti Úkraínu. Eftir mismćlin fór af stađ atburđarás sem leiddi til atburđa gćrdagsins, er Biden kvađst ekki sćkjast eftir endurkjöri. Opin spurning er hvort hann haldi út sem forseti til áramóta.

Mismćlin voru tekin sem heilabilun Bandaríkjaforseta. Pólitíkin bilađi áđur, löngu áđur. Biden er handhafi sextán ára gamallar Úkraínustefnu Bandaríkjanna. Á leiđtogafundi Nató í Búkarest í Rúmeníu 3. apríl 2008 var Úkraína bođin velkomin í hernađarbandalagiđ. Tilbođiđ var innheimta á sigurlaunum kalda stríđsins. Líkt og í frásögnum af mafíunni gat Úkraína ekki neitađ tilbođinu. Međ Úkraínu í Nató yrđi Rússum settir úrslitakostir. Gerist vestrćn hjálenda ellegar knésetjum viđ ykkur međ góđu eđa illu. Alţjóđastjórnmál 101. 

Kalda stríđiđ felldi Sovétríkin og kommúnismann. Eftir stóđ Rússland, sem hvorki var kommúnískt né auđveld bráđ. Elítan í Bandaríkjunum var á annarri skođun. Rússland er bensínstöđ sem ţykist ţjóđríki, sagđi öldungadeildarţingmađurinn John McCain er Úkraínudeilan komst á annađ og hćttulegra stig međ stjórnarbyltingu veturinn 2014.

Er Úkraínudeilan varđ ađ fullveđja stríđi fyrir hálfu ţriđja ári var Biden kominn í Hvíta húsiđ. Hendur hans voru bundnar, stefnan mörkuđ löngu áđur en hann tók viđ embćtti.

Aumingja Biden var settur í ţá stöđu ađ fara međ rulluna um ađ Úkraína vćri bólverk vestrćns lýđrćđis og menningar og ađ sá illi Pútín stefndi ađ heimsyfirráđum. Ekkert er fjarri sanni. Úkraína sat í efstu sćtum yfir spilltustu ríki veraldar norđan miđbaugs. Pútín er hvorki međ metnađ né herstyrk til ađ leggja undir sig víđáttur. Rússaher hefur yfirhöndina í Úkraínu en ekki má miklu muna. Stríđ viđ Nató-ríkin vćri rússneskt sjálfsmorđ. Fyrir Úkraínudeiluna var ekkert talađ um útţenslustefnu Pútín. En sjálfsagt telur Pútín Rússland eitthvađ merkilegra en bensínstöđ er bíđi eftir yfirtökutilbođi. Lái honum hver sem vill.

Í bandarískum stjórnmálum er Úkraínustríđiđ sem slíkt ekki stórmál. Aftur er stórmál vestra hvert bandarískir hermenn eru sendir til ađ deyja og í ţágu hvađa málstađar. Úkraína er víti til ađ varast. Bandarískir hagsmunir eru ekki í húfi svo neinu nemi. Afleiđingin er ađ stuđning viđ stjórnina í Kćnugarđi er erfitt ađ selja bandarískum almenningi.

Úkraínustefnan, sem Biden sat uppi međ og varđ honum myllusteinn um háls, er komin í ţrot. Nćsta verkefni er ađ koma á friđi. Í framhaldi ađ smíđa bandaríska utanríkisstefnu, og ţá um leiđ vestrćna, sem ekki gerir ráđ fyrir landvinningum og temur sér hóf í stađ hroka. Verđugt verkefni nćsta Bandaríkjaforseta. 

  


mbl.is Vilja ađ Biden segi af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ţú hefur rétt fyrir ţér ţegar ţú segir ađ Rússar hvorki vilji ne hafi herafla til ađ fara lengra vestur. Líklega verđa mörkin dregin viđ Dniper. 

En enn er Russagrylan dregin á flot. Finnar, sem áttu bara í all sćmilegum samskiptum viđ Rússa, hafa látiđ plata sig inn í NATO og semja viđ Kanan um ađ eftirláta ţeim athafnasvćđi í landinu. Ekki bara eitt heldur 12 á hinni 800 km löngu landamćra linu sem áđur var opin. Og nú er reynt ađ tćla Armena inn í NATO klúbbinn og byrjađ međ sameiginlegum herćfingum. Ţrá DC í blóđ má jafna viđ rúmenska greifann Drakúla. 

Ragnhildur Kolka, 22.7.2024 kl. 09:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband