Þórður Snær og týndi tæknimaðurinn á RÚV

Reynir Trausta á Mannlífi fjallar um sérkennilega Facebook-færslu Þórðar Snæs ritstjóra Heimildarinnar, áður Kjarnans. Tilfallandi skrifaði um færsluna í vikunni. Fyrirsögnin á Mannlífi er Þórður er dapur. Reynir segir starfsbróður sinn leiðan yfir týndum tæknimanni RÚV:

fyrir liggur að Páll [skipstjóri] var á milli heims og helju dögum saman. Á meðan tók fyrrverandi eiginkona Páls  síma hans og afhenti starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem afrituðu tækið án þess þó að birta gögnin á sínum fjölmiðli. Leitað er að tæknimanninum sem annaðist innbrotið í símann. Þar liggur glæpurinn.

Þórður Snær, um árabil fastagestur á RÚV, þekkir ábyggilega tæknimanninn. Þóra Arnórsdóttir fyrrum ritstjóri Kveiks er þaulkunnug manninum. Aðalsteinn Kjartansson, sem hætti á Kveik hjá Þóru þrem dögum fyrir byrlun Páls skipstjóra og fór á Stundina að taka við afrituðum gögnum úr síma skipstjórans, er án efa í talsambandi við tæknimanninn.

Þrír blaðamenn þekkja tæknimanninn sem leitað er að. Hvers vegna upplýsa þeir ekki nafnið? ,,Þar liggur glæpurinn," skrifar Reynir á Mannlífi. Blaðamenn, síðast er að var gáð, eiga að upplýsa almenning um lögbrot í samfélaginu, ekki hylma yfir afbrot. En blaðamenn þegja um starfsmann RÚV sem tók við stolnum síma Páls skipstjóra, fengnum með byrlun, og afritaði.

Hvað veldur þögninni?

Jú, tæknimaðurinn starfaði ekki í eigin þágu. Hann var aðeins verkfæri, líkt og veika konan sem byrlaði og stal. Byrlun, stuldur og afritun þjónaði skýru markmiði. Að blaðamenn kæmust í gögn Páls skipstjóra Steingrímssonar.

Þórður Snær er ekki leiður yfir týndum tæknimanni. Þvert á móti. Ritstjórinn óttast að tæknimaðurinn finnist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Horfði á athyglisverða mynd eftir blaðamanninn Tommy Robinson. Í myndinni er m.a. komið inn á hvernig blaðamenn frávelja fréttir sem ættu heima hjá almenningi. Hann fjallar um sprauturnar, mótmæli, fjölgun innflytjenda, lögregluhandtökur sem þykja vafasamar t.d. í mómælunum fyrir Gasa, o.fl. o.fl.

Hann og fleiri hafa áhyggjur af mál- og tjáningarfrelsinu.

Tommy Robinson’s New Documentary #LawFare (youtube.com) 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 13.7.2024 kl. 09:48

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tæknimadurinn hefur kunnað sitt fag úr því almannavarna appið í síma Páls pikkaði hann ekki upp. 

Ragnhildur Kolka, 13.7.2024 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband