Hamas-atkvæðin í Bretlandi

Telegraph segir að nokkur þingsæti í Bretlandi hafi verið unnin af frambjóðendum sem lofuðu Hamas-hryðjuverkasamtökunum á Gasa fullum stuðningi. Það sem meira er; múslímaatkvæðin fóru í afgerandi hlutfalli til þessara frambjóðenda.

Aðeins örlítið hlutfall breskra múslíma hefur einhverja tengingu við Gasa eða heimastjórn Palestínuaraba á vesturbakkanum. Þorri breskra múslíma á ættir að rekja til Pakistan, Bangaladess, Sómalíu og Indlands. En sem kjósendahópur eru múslímar ofurseldir Hamas-hugmyndafræðinni að útrýma Ísraelsríki.

Frambjóðendurnir, sem sóttust eftir og fengu Hamas-fylgið, voru vel meðvitaðir um hug múslímsku kjósendanna. Telegraph rekur dæmin. Fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, fékk kjör til þingmennsku sem sjálfstæður frambjóðandi og felldi frambjóðanda Verkamannaflokksins.

Hamas og Palestína eru landfræðilega, pólitískt og menningarlega í órafjarlægð frá Pakistan, Indlandi, Bangladess og Sómalíu. En, vel að merkja, ekki trúarlega.

Trúarleg samstaða með öfgaútgáfu af herskáustu sort af íslam trompar allt annað sem drjúgur hluti múslíma telja skipta máli í almennum þingkosningum í Bretlandi - sem er enn að nafninu til veraldlegt vestrænt ríki, svona eins og Ísrael.

Múslímar koma ekki í stórum hópum til vesturlanda til að samlagast vestrænum gildum. Markmiðið er að íslamvæða vestrið. Eins og það er huggulegt að búa við Hamas-yfirvaldið í Gasa og klerkastjórnina í Íran. Einkum eru það minnihlutahópar eins og samkynhneigðir og kristnir sem láta vel af atlæti íslamista. Eða hitt þó heldur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Klerkastjórnin í Íran stóð örugglega að baki hryðjuverka Hamas 7. okt. síðastl. Kannski átti emirinn í Katar einhvern hlut að máli, t.d. með fjárstuðningi, en leiðtogar Hamas eru heimagangar hjá honum jafnframt því hann er sáttasemjari á milli deiluaðila.

Hverjir kostuðu hina gífurlegu mannvirkjagerð neðanjarðar með göngum sem sögð eru vera hundruð km að lengd, auk vopnabirgða og annars búnaðar? Varla hefur Hamas haft efni á henni, að vísu virðast þeir hafa gleymt að gera ráðstafanir til að vernda líf og limi hins almenna Gasabúa þegar til átaka kæmi, en helmingur íbúanna eru víst börn. Þar eru engin loftvarnarbyrgi eða annað skjól fyrir almenning, sem sjálfsagt þykir í stríðsátökum. Því er jafnvel haldið fram að viðkvæmir staðir, svo sem sjúkrahús og skólar, séu nátengdir víghreiðrum liðsveita Hamas en sannleiksgildi þeirra fullyrðinga mun vonandi koma síðar í ljós.

Írönsku klerkarnir gætu hins vegar hafa skipulagt aðgerðirnar, svo sem tímasetninguna. Klerkastjórnin hefur átt frekar erfitt uppdráttar undanfarið vegna innanlandsátaka. Auk þess áttu Ísraelsmenn og Sádar í viðræðum um aukna samvinnu. Þá situr harðlínustjórn að völdum í Ísrael, studd heittrúargyðingum, slík stjórn var ekki líkleg til neinna vettlingataka eftir árásir Hamas.

Er ekki að orðlengja það að afleiðingar þessarar hryðjuverkaárásar hafa verið hörmulegar, ekki síst fyrir íbúa Gasa en einnig fyrir Ísraelsmenn og gyðinga víða um heim sem geta nú vart um frjálst höfuð strokið vegna hótana og ofsókna sem eiga sér ekki fordæmi síðan í síðari heimsstyrjöld.

Írönsku klerkarnir geta hins vegar vel við unað enda gengur hið ágætasta fólk, svo sem feministar, hommar og annað hinsegin fólk, rösklega fram til liðs við þá í stuðningi við Hamas og Hisbolla. Er þetta ekki bara "tær snilld" hjá klerkunum í Íran?

Hörður Þormar, 8.7.2024 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband