Kuldi í veðri en enginn ábyrgur

Kuldafréttir af Íslandi og norðurhveli jarðar eru nokkrar síðustu vikur. Kaldasti vetur aldarinnar, sagði mbl.is síðasta vetrardag. Kaldur júní í Danmörku, Bretlandi og Íslandi, segir visir.is.

Jafnvel hamfaramiðstöðin á Efstaleiti slæst í för og segir árið kalt.

Engar skýringar fylgja. Í viðtengdri frétt er rætt við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Hann er liðtækur hamfaraspámaður. Fyrir tveim árum, sumarið 2022, boðaði Einar hitabylgjur vegna manngerðrar hlýnunar. Sex mánuðum síðar, í desember 2022, kynnir Einar mesta kuldakast á öldinni. En enginn er ábyrgur, allra síst maðurinn. En smávegis hlýindi eru skrifuð á reikning mannsins.

Hvað segir Einar núna þegar heldur er kuldalegt í samanburði við sumarveður síðustu þrjátíu ára? Veðurkappinn fullyrðir að kuldinn í sumar segi ,,hins veg­ar ekk­ert til um næstu ár."

En komi nokkrir hlýir dagar í ágúst má búast við að Einar spái hamfarahitabylgjum næstu áratugi.

Tilfellið er að vísindamenn skilja ekki veðrið nema að takmörkuðu leyti. Veðurspár eru ekki gerðar nema 5-8 daga fram í tímann. Ef menn vissu betur væri hægt að segja til um veðrið vikur, mánuði og ár fram í tímann. Óvart er það ekki hægt sökum vanþekkingar. Þó þykjast hamfarasinnar vita að öll hlýnun sé manngerð en kuldatímabil ekki. Hvernig má það vera? Tekur náttúran sig sjálfa úr sambandi þegar hlýnar en starfar að öðru leyti eftir lítt þekktum lögmálum? Heiðarlegir vísindamenn, t.d. William Harper, viðurkenna að spálíkön um veðurfar til framtíðar eru ómögulegar.

Kjörhitastig jarðar er óþekkt stærð. En Sameinuðu þjóðirnar og glóparnir vilja ekki undir nokkrum kringumstæðum að meðalhiti jarðar hækki meira en um eina og hálfa gráðu miðað við iðnbyltinguna á 19. öld. En þá lauk veðurfarstímabili sem stóð frá 13. öld og er kallað litla ísöld.

Segir það ekki nokkra sögu um loftslagskirkjuna að helvítishlýnun er kynnt sem manngerð en veðrið að öðru leyti lýtur náttúrulögmálum? 

Manngerð hlýnun er skáldskapur sem þjónar þeim tilgangi einum að vekja ótta og undirgefni.

 

 


mbl.is Köld sumur ekki endilega komin til að vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ágæti Páll.

Nú reikna ég með að þú menntaður maðurinn vitir mætavel að koltvísýringur í andrúmslofti hefur aukist um 20% á innan við hálfri öld. Það er búið að spá undanfarna áratugi hvaða muni áhrif sú aukning muni hafa. Og sú spá er einfaldlega að rætast.

Og nú munt þú auðvitað segja að jú jú en jörðin hafi nú upplifað misháan styrk CO2 í gegnum milljónir ára og mjög ólíkt veðurfar sömuleiðis EN þetta snýst ekki um jörðina sem slíka - hún mun alveg lifa þetta af þetta snýst um manninn og tilveru okkar og hvernig okkur muni ganga að þola þessar SNÖGGU breytingar, því þessar breytingar á CO2 styrk eru MIKLU sneggri en áður hafa gerst a.m.k. sí'an við fórum ða ganga um jörðina, og snöggar breytingar á umhverfisþáttum geta reynst mjög skæðar fyrir einstakar dýrategundir svo sem eins og Homo sapiens.

En ég reikna nú ekki með að þú hafir fyrir því að svara þessu kommenti.

Skeggi Skaftason, 7.7.2024 kl. 20:43

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skeggi, CO2 í andrúmsloftinu er rúmlega 400 ppm. Ef magnið tvöfaldaðist, yrði 800 ppm, myndi hiti á heimsvísu hækka um 0,7 gráður á selsíus. Enginn tæki eftir breytingunni. Frá iðnbyltingu ca. 1850, hefur hitastig jarðar hækkað um ca. 0,1 gráðu á áratug, eða um eina gráðu á öld. Það er hvorki hröð hlýnun né hamfarir. 

Páll Vilhjálmsson, 7.7.2024 kl. 21:17

3 Smámynd: Hörður Þormar

Til er það fyrirbrigði sem kallað er keðjuverkun. Ef hitastig jarðar hækkar um eina gráðu, þá eykst uppgufunin úr hafinu en aukin vatnsgufa veldur aftur aukinni hlýnun. Þá bráðna freðmýrar Síberíu og Alaska og upp streymir metangas. Það hefur 20 föld gróðurhúsaáhrif á við CO2 og veldur því enn aukinni hlýnun lofts og sjávar. Þá eykst aftur uppgufunin og loftrakinn sem, auk áðurnefndra áhrifa, veldur líka auknum þrumuveðrum, hagléljum, skriðuföllum og flóðum eins og þegar hefur verið spáð fyrir um. "Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi".

Hörður Þormar, 7.7.2024 kl. 23:18

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Keðjuverkunin, Hörður, er einnig kölluð margfeldisáhrif hlýnunar. Á ensku er talað um positive feeback. Raunveruleikinn er sá að staðfest og mæld hlýnun frá iðnbyltingu, um 1,5 gráður, hefur ekki valdið keðjuverkun/margfeldisáhrifum/positive feeback. Ef raunveruleikinn segir eitt en hamfaravísindamenn annað er einboðið að taka veruleikann fram yfir ímyndun.

Páll Vilhjálmsson, 8.7.2024 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband