Ofbeldistjáning

Stuðningsmenn Hamas sátu fyrir ráðherrum í ríkisstjórn Íslands og stöðvuðu för þeirra. Fyrirsátin var skipulögð og vakti óhug. Hamas-liðarnir íslensku vilja kalla það tjáningu að hindra för annarra. Jafnframt er það kölluð tjáning að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Ofbeldi er ávallt einhvers konar tjáning - en ekki stjórnarskrárvarin eins og frjáls orðræða.

Mótmæli, af hvaða tæi sem er, má kalla tjáningu. Að hindra frjáls för annarra er aftur annað og verra en tjáning. Líkamlegir tilburðir til að knýja fram niðurstöðu lýsa ofbeldishneigð. Frjáls för í opnu rými telst til mannréttinda. Óhlýðni gagnvart lögreglu er brot gegn valdstjórninni.

Íslenskir stuðningsmenn Hamas iðkuðu ekki tjáningarfrelsið 31. maí. Ekki frekar en að fyrirmyndir þeirra stunduðu mannúðarstörf 7. október í fyrra.   


mbl.is „Tján­ing­ar­frelsið gild­ir jafnt um ólík­ar skoðanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Allt sem aðgerðarsinnar taka sér fyrir hendur er lögmætt og allt sem hindrar þá í að framkvæma er brot á mannréttindum ÞEIRRA. þetta þurfa allir að gera sér grein fyrir. Þannig funkerar Open Society Soros og við sjáum hvert það hefur leitt í bandarískum borgum undir stjórn Demókrata.

Á Íslandi er öllu snúið á haus og hryðjuverkasamtökum leyfist allt. Jafnvel hafin til skýjann af hinsegin fólki sem er réttdræpt heima hjá þeim.

Það virðist vera einhver alvarleg brengla í höfðinu á þessu fólki sem snýr allri rökhugsun  á hvolf. 

Ragnhildur Kolka, 10.6.2024 kl. 12:24

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Spyrji maður hvers vegna Hamas vill ekki stuðla að friði með því að sleppa gíslunum. Þá fyrst kemur röksemdarrugl andskotans í ljós

Grímur Kjartansson, 10.6.2024 kl. 17:44

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Friðsamleg mótmæli eru auðvitað þreytandi, en þegar þau eiga fullan rétt á sér, eins og þegar fólk um heim allan mótmælir grimdarlegu landráni gyðinga í Palestínu og meðferðinni á þjóðinni sem fyrir var og auðvitað snúast mótmælin líka gegn ótrúlegum fjölda kristinna stuðningsmanna þjóðarmorðssins, sem gera óþokkunum þetta fært, með ráði og dáð.

Söfnun nemenda Kársnesskóla fyrir börnin á Gaza er aftur á móti viðteknum skoðunum yfirvalda okkar og þessara sömu stuðningsmanna Ísraelsríkis, bæði falleg og virðingarverð.

Jónatan Karlsson, 11.6.2024 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband