Læsi út, hinsegin og Hamas inn

Hugmyndafræði en ekki grunnfærni er í forgangi íslenska skólakerfisins. Á seinni árum ber mest á transhugmyndafræði. Kennarar eru þjálfaðir af Samtökunum 78 að sá fræjum efasemda um að nemendur séu af réttu kyni. Æ stærri hluti nemenda, einkum drengir, útskrifast ólæsir og með brotna sjálfsmynd eftir innrætingu kynjaköltsins.

Skólahald sem miðast við að halda hugmyndafræði að nemendum í stað að efla grunnfærni í lestri, reikningi og náttúrufræði, lendir í þeim ógöngum að ein hugmyndafræði er í tísku í dag en önnur á morgun. 

Til að bæta gráu ofan á svart er slíkt aðstreymi útlendra nemenda, ekki mælandi á íslensku, þökk sé opingáttarstefnu stjórnvalda, að þeir nemendur sem geta komið fyrir sig orði, fá kunnáttuna heima en ekki í skólanum.

Hugmyndafræðin stórspillir skólahaldi enda mótsagnakennd og í andstöðu við heilbrigða skynsemi. Hinsegin og Hamas eru andstæður; hommar eru drepnir í Gasa en lifa við vestrænt frjálslyndi í Ísrael. Kennarasambandið flaggað Palestínufánum um daginn og veitti sennilega fjármuni til að múta egypskum landamæravörðum að senda fleiri araba til Íslands. Hamingjan má vita hvernig það hjálpar íslenskum börnum við lestur og að draga til stafs.

Pólitísk yfirvöld þykjast hafa áhyggjur af ólæsi barna. Ef raunverulegur áhugi er á endurbótum yrðu einkunnarorðin þessi: út með hugmyndafræði, inn með grunnfærni.

 

 

 


mbl.is Annar hver drengur nær ólæs eftir tíu ár í skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Blessaðir ungarnir geta þó flett upp á vasasímum sínum sem eignast flest ung að árum.

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2024 kl. 07:51

2 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Formaður Félags grunnskólakennara Mjöll Matthíasdóttir skellir skuldinni á úrelt námsgögn las ég einhvers staðar þegar þessi umræða var í gangi hér ekki fyrir löngu. Vantar námsgögn. Þegar könnun var gerð meðal kennara var það ekki vandamálið. Hefði viljað sjá samtök kennara beita sér af festu um málið en þar þau samtökin hafa breyst í hóp aðgerðasinna er ekki von á miklu. 

Einkunnarkerfi í grunnskólanum er út í hött. Bókstafamerkingar sem fáir vita hvað er á baki við. Nemendur mæta með of góðar einkunnir í menntskóla, í það minnsta í dönsku, af því grunnskólakennarar eru svo gjafmildir. Kerfinu þarf að breyta og það gætti Mjöll að einhenda sér í. Henni finnst svo gaman að ,,taka samtal" hér og þar. Þetta væri þá vinna sem gagnast kennurum, nemendum og foreldrum.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 7.6.2024 kl. 08:45

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Og svo á maður að vera hræddur við Pútin.

Kristinn Bjarnason, 7.6.2024 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband