Innfluttir glæpir og ónýt pólitík banabiti Vinstri græna

Um 75 prósent af öllum þeim sem sátu í gæsluvarðhaldi á Íslandi á síðasta ári eru útlendingar, segir í frétt Mbl.is Gæsluvarðhaldi er aðeins beitt í alvarlegum brotum. Hverjir eru það sem standa fyrir opingáttarstefnu í útlendingamálum í ríkisstjórninni? Jú, Vinstri grænir.

Hver eru önnur frægðarmál Vinstri grænna? Jú, bábiljufræði um manngerða hlýnun jarðar og transmenningu sem kennir að hægt sé að fæðast í röngum líkama en það er óvart líffræðilegur ómöguleiki.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur líða önn fyrir að púkka upp á Vinstri græna í ríkisstjórn. Neitunarvald jaðarflokks hefur stórskaðað borgaralegu flokkana, sem sést á jafnri og stöðugri fylgisaukningu Miðflokksins. 

Starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, Sunna Valgerðardóttir, áður aktívisti á RÚV, skrifar færslu þar sem hún kennir Sjálfstæðisflokknum um ófarir Vinstri grænna. Eins og aktívista er háttur snýr Sunna öllu á hvolf.

Vinstri grænir berjast fyrir töpuðum málstað, ekki í einum bardaga heldur á allri pólitísku víglínunni. Vegferð hins meginflokks vinstrimanna hér á landi sýnir glöggt einangrun Vinstri grænna. Samfylkingin klæðir sig upp í að verða borgaralegur flokkur, ætlar að skilja Vinstri græna eftir með Pírötum, sem mynda öxul óreiðuvinstrisins.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sparkaði í Vg-líkið þegar hún í gær kvartaði hástöfum á alþingi um skort á lögregluliði til að hemja innfluttan afbrotafaraldur Vinstri grænna.

Vinstri grænir ljúka kjörtímabilinu hvorki með fylgi né forseta. Sjálfskaparvítin eru verst.


mbl.is Starfsmaður VG: Samstarfið að þurrka út flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ha, hvað veldur þá dauða Íhaldsins. ... ...?

FORNLEIFUR, 4.6.2024 kl. 08:07

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ha, hvað veldur þá dauða Íhaldsins. ... ...? Kristrún Frosta leysir bara lögguna úr haldi, sem barði á útlendingum. Íslendingar eru og verða xenófóbar. Í smæð sinni sjá þeir þessa einu vörn (útlendingahatrið - sem ég hef einnig orðið fyir) á eigin vandamálum. Að kenna öðrum um er gömul list á Íslandi. En listaverkin eru LJÓT.

FORNLEIFUR, 4.6.2024 kl. 08:12

3 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Það yrðu líkast til margir atvinnurekendur spældir ef lög um útlendinga yrðu hert svo að nær vonlaust yrði að fá vinnuafl, en langstærsti hluti þeirra sem brjóta af sér hér á landi, hefur komið til landsins til þess að stunda vinnu.

Halldór Þormar Halldórsson, 4.6.2024 kl. 09:25

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Einhvern tíma var sagt: Þú uppskerð eins og þú sáir. 

Sigurður I B Guðmundsson, 4.6.2024 kl. 10:27

5 Smámynd: Birgir Loftsson

75% gæsluvarðhalds fanga eru útlendingar. Hélt að góða fólkið væri að flytja inn annað gott fólk!

Talið er um 10% þeirra sem fara ólöglega inn í Bandaríkin hafi sakaferil að baki. Fyrir utan 1,85 milljónir manna sem skynjarar hafa skynjað að hafa farið yfir landamæri (og utan þá sem engir skynjarar vita af). Opinber tala er 10 + milljónir ólöglegir hælisleitendur hafi farið yfir landamærin BNA/Mexíkó á þremur og hálfu ári ríkisstjórnar Bidens.. 1 milljón eru því óæskilegir hælisleitendur. Miklar líkur eru taldar á hryðjuverkum í Bandaríkjunum á næstu misserum vegna þessa.

Hvað ætli það séu margir þeir sem hingað leitað sem hafa misjafnt í huga og hversu mörg prósent eru það? Vilji til glæpaverka eða hryðjuverk? Hlutfallslega eru þeir sem hingað leitað, jafnmargir og í Bandarikjunum.

Birgir Loftsson, 4.6.2024 kl. 11:01

6 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Munurinn á Íslandi og Bandarikjunum,er að ef þú ert gripinn ólöglegur í Bandaríkjunum , er þér umsvifalaust vísað úr landi. Ekkert elsku mamma þar. 
Jafnvel þótt þú hafir  öðlast ríkisborgararétt og þú fremur alvarlegan glæp,þá geta þeir tekið ríkisborgararéttinn af þér og sent þig úr landi, eftir að þú hefur afplánað dóminn. 

Haraldur G Borgfjörð, 4.6.2024 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband