Bíða Kristrúnar Katrínarörlög?

Rétt fyrir kjördag stóð Katrín Jakobsdóttir tæpt gagnvart Höllu Tómasdóttur. Fyrir þrem vikum var Halla Hrund helsti keppinauturinn en lét undan síga þrátt fyrir loforð um að grípa í taumana léti ríkisstjórnin af því verða að selja Landsvirkjun - kosningamál sem ætti að höfða til vinstrihópa. Eitthvað samræmt gerðist á bakvið tjöldin sólarhringinn fyrir kjördag.

Halla Tómasdóttir, skrifar Björn Bjarnason, á ýmislegt að

þakka þeim forystumönnum sem lögðu öðrum frambjóðendum lið fram á síðasta dag en hvöttu svo kjósendur á síðustu stundu til að kjósa Höllu T. í því skyni að koma í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir sigraði.

Það er ekki einleikið að fylgi fyrrum varaþingmanns Samfylkingar, Baldurs Þórhallssonar, sópaðist frá honum  á lokametrunum. Örfáum dögum fyrir kosningar mældist fylgi Baldurs 16 til 18 prósent en á kjördag fékk hann átta prósent.

Ef um var að ræða ,,taktískt" val kjósenda hefði fylgi Baldurs átt að dreifast. En það gerðist ekki. Katrín hélt sínu kannanafylgi en Halla Tómasdóttir tók stökk á kjördag. Kjaftakvörn Samfylkingar sendi út samræmd skilaboð.

Stuðningsmenn Katrínar úr röðum vinstrimanna kunna kratakvörninni litlar þakkir. Prinsessa Samfylkingar, Kristrún Frostadóttir, á fyrir höndum langan og strangan kosningavetur. Hún er með í farteskinu óuppgerð mál. Til dæmis lukkupott sem reyndist skattaundanskot.

 

 


mbl.is Halla fyrsti forsetinn af hægri vængnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Katrin ætlaði að slá margar flugur i sama höggi, en ein flugan var að verða fyrsta konann til þess að vera ALÞINGISMAÐUR, RAÐHERRA OG SIÐAN FORSETI !!!!

þetta kallast að reyna að skrá sig á spjöld sögunnar. 

En þar sem að það tókst ekki, þá var Forseta embættið samt útgönguleiðinn, út úr ógöngunum engu að síður, það var nefnilega hægt að hagnast á framboðinu á 2 vegu !!!!!!

Segið svo að Katrin sé ekki sniðug, alla veganna fyrir sjalfa sig. 

Spurning hversu sniðug hún er fyrir aðra, það er allt annað mál og má ræða hér um víðan völl, en eitthvað fannst fólki ekki alveg vera farið að passa. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 3.6.2024 kl. 11:34

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Fylgi sjálfstæðismanna við stalínistann Katrínu Jakobsdóttur er mikið curiosum sem verður skráð í sögubæækur. Gæfa og gengi elítunnar er ansi fallvalt orðið. 

Júlíus Valsson, 3.6.2024 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Stuðningur við framboð Katrínar frá sjálfstæðis- og framsóknarmönnum er vægast mjög áhugavert, reyndar furðulegt. Hvers vegna? - Katrín stekkur skyndilega frá borði ríkisstjórnarinnar á síðustu metrum hennar, fylgir ekki eftir fullt af ósamþykktum og mikilvægum frumvörpum, síðar hugsanlegra lagasamþykkta - frá stjórnarþríeyki ríkisstjórnar sem hún gætti forstöðu. Eðlilega þarfnast slík lög undirritunar forseta til gildistöku. Því áleitin sú spurning, því vitað að Arnar Þór hefði neitað ef kjörinn forseti, hvað varðar Bókun35, nýju sóttvarnalögin svo eitthvað nefnt. Ekki það að Guðni T hafi ekki verið líklegur til þess og undirrað snarlega þegar skellt á borð hans, þegjandi og hlóðalaust. En hann ákvað útleið áður en til slíks kæmi. En varðandi stuðning stjórnmálaflokka af öndverðum pólnum er hálf óskiljanlegt, en áhugavert, og skýringar þess hverjar eru - Einhver sem kann skýringu á því? Var um eitthvert plott eða var verið að treysta aðrar stoðir annarra hagsmuna eða sjónarmiða sem þarfnast undiritunar forsetans. Þ.e.a.s. var um að ræða eitthvað bitastætt á bakvið svo undarlegan eða óvæntan stuðning. Það á einkum við flokk fráfarandi forsætisráðherra sem búið er nánast að þurrka út fylgi sitt og trúverðugleika, hefði ekki náð einum einasta inn á þing ef marka má skoðanakannanir - það vegna fyrri sögu formanns flokksins, því eðlilega getur fylgt áhætta slíks gernings fyrir sjálfstæðis og framsókn, fara sjálfviljugir niður með slíku niðurfalli hruns trúverðugleikans. Bara undrast mjög þennan "skrýtna" stuðning svona á fallegum mánudagseftirmiðdeginum, en þó virki skrýtið þegar óþekkt þá gæti það breyst.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 3.6.2024 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband