Alþingislöggan, þingræði og óreiða

Á Íslandi er þingræði. Þjóðin kýs sér löggjafa ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Meirihluti alþingis myndar ríkisstjórn, sem er æðsti handhafi framkvæmdavaldsins. Í slag um forsetaembættið er talað um alþingislöggu, sem yfirfæri lagafrumvörp meirihluta þingsins og ýmist samþykkti eða vísaði í þjóðaratkvæði.

Af ástæðum, sem að sumu leyti eru skiljanlegar, snýst umræðan  um hluti er varða forsetaembættið lítt eða ekki. Engin hefð hefur skapast um hvað séu eðlileg málefni við forsetakjör og hvað út í bláinn. Forsetakosningar eru sjaldan, með nýjum mönnum og tískumálum í hvert sinn. Afleiðingin er lausung í tali og framgöngu.

Forsetinn er þjóðhöfðingi, ígildi konungs/drottningar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, þeim löndum sem skyldust eru okkur að stjórnskipun. Við kjósum þjóðhöfðingja en látum eins og kosið sé um forsætisráðherra. Það er ekki gert í þingræðisríki. Löggjafinn, þingið, er æðsta ríkisvaldið. Ekkert framkvæmdavald í þingræðisríki stenst án stuðning þings. Það er sjálf skilgreiningin á þingræði.

En þá fara menn að tala um að forseti Íslands hafi synjunarvaldvald, geti neitað undirskrift á lagafrumvarp frá alþingi. Við synjun virkjast málskot, þjóðin greiðir atkvæði. Þau tvö dæmi um beitingu forseta á málskoti, Icesave I og II, eru ekki marktæk. Allsherjarhrun bankakerfis og ótti við þjóðargjaldþrot er góðu heilli svo afbrigðilegt ástand að fullkomlega tilgangslaust er að ímynda sér að það endurtaki sig. Þriðja tilfellið, um beitingu neitunarvalds forseta, fjölmiðlafrumvarpið, er ekki fordæmisgefandi. Það varð engin þjóðaratkvæðagreiðsla. Frumvarpið var afturkallað.

Ef forseti beitir neitunarvaldi en þjóðin samþykkir lögin sem forseti synjaði stendur þjóðhöfðinginn frammi fyrir umboðsleysi - hann verður að segja af sér. Annars er hann orðinn spéútgáfa af einræðisherra.

Þjóðhöfðingi má ekki við umboðsleysi. Við getum skipt um forsætisráðherra eftir hvernig mál skipast á alþingi, eftir kosningar eða á kjörtímabilinu. En forsetaembættið má ekki verða þingræðinu yfirsterkari, heldur þjónn þess og þar með þjóðarvilja.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Baldur og Jón deila um málflutning hvor annars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er náttúrlega bara della að einhver forseti muni nenna að lesa yfir öll lög frá Alþingi. Sá eini alþingismaður sem talinn er hafa gert það var Hjörleifur Guttormsson.

Mönnum er líka tíðrætt um valdaklíkur, valdaelítu osv

En oftar en ekki er það fólkið sem telur sig vera með "réttu" skoðanirnar og viðhorfin og því eitt fært um að skilgreina hvað er rétt og rangt í þjóðfélaginu - er það ekki valdaklíka

Grímur Kjartansson, 31.5.2024 kl. 07:22

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Mér sýnist Íslendingar hafi ekki áður staðið frammi fyrir annarri eins ásælni erlendis frá og er að gerast þessi misserin. Það kæmi mér ekki á óvart að við stæðum frammi fyrir alskonar málum af sömu stærðargráðu og Icesave I og II. Þú vilt e.t.v. meina Páll að við eigum að gefast upp fyrir þessum öflum eða ekki kannast við þau. Getur verið að það sé t.d. vilji þjóðarinnar að WHO fari með alsherjarvald á Íslandi í sóttvörnum??? Það mun renna í gegnum alþingi. Við höfum aldrei fyrr haft alþingi sem er eins illa við Íslendiga og undanfarin ár og því hefur ekki verið meiri þörf áður fyrir sterkan forseta og nú. Af einhverjum stórundarlegum ástæðum kjósum við alltaf sama fólkið aftur til valda þrátt fyrir ömurlega frammistöðu og það er ástæðan fyrir því að við erum í þessum sporum í dag.

Kristinn Bjarnason, 31.5.2024 kl. 07:55

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ef að forseti íslands á alltaf að vita betur en flokkarnir á alþingi

og að vera þessi ÖRYGGISVENTILL sme að alltaf er talað um; 

væri þá ekki bara alveg eins gott að kjósa slíkan ÖRYGGISVENTIL í fyrstu atrennu sem pólitískan leiðtoga sem að axlaði RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ á öllum landsmálunum; með því að hann þyrfti sjálfur að leggja fram stefnurnar?

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2908/ 

Dominus Sanctus., 31.5.2024 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband