Þegnskylda, frelsi og ungmenni

Ríki nota herskyldu til að verja sig. Þegnskylduvinna er ekki til að verja ríkið innrás óvinveittra heldur skapa einingu, samræmt göngulag í þágu samfélagsins. Aukabónus er að ungmenni, sem þegnskylduvinnan er einkum hugsuð fyrir, þjálfist að vinna að sameiginlegum markmiðum.

Einstaklingsfrelsið, eins og það hefur þróast á vesturlöndum eftir seinna stríð, gerir lítið með samfélag en þess meira með rétt hvers og eins að haga lífi sínu eins og hann kýs. Einn valkostur er að gera ekkert og lifa á atvinnuleysisbótum og opinberum styrkjum - eða þá foreldrum.

Tillaga Íhaldsflokksins breska um þegnskylduvinnu miðast við að ungmenni 18 ára sem ekki eru í skóla og ekki sinna herþjónustu leggi sitt af mörkum til samfélagsins með vinnukvöð. Hún yrði ekki mjög íþyngjandi, ein helgi í mánuði.

En, eins og kerlingin sagði, það er margt í mörgu. Eftirfarandi tilvitnun er í Harald Guðmundsson þingmann á alþingi Íslendinga fyrir rúmum 80 árum:

Og þetta er ákaflega eðlilegt, þegar fyrst og fremst er lítið til þess atvinnuleysis fyrir ungt fólk, sem var þangað til Bretavinnan kom til sögunnar. Og það var fullkomlega eðlilegt, að menn litu til þegnskylduvinnunnar, þegar hundruð eða þúsundir unglinga áttu engrar atvinnu von og höfðu ekki ástæður til þess að afla sér menntunar.

Vandamálið er ekki nýtt, að ungmenni hafi ekki nóg fyrir stafni og sjái ekki ástæðu til að mennta sig. 

Íslendingar felldu með afgerandi hætti, 90% andvígir í þjóðaratkvæðagreiðslu 1916, frumvarp um þegnskylduvinnu. Hér á Íslandi virtist hugmyndin um þegnskylduvinnu að einhverju leyti sprottin af ótta um að sjálfræði sveitamannsins ylli vandræðum er hann flytti á mölina. Stoltur hokurbóndinn yrði að læra samræmt þéttbýlisgöngulag og undirgangast þegnskap bæjar- og þorpssamfélags. Þannig skrifaði Lúðvíg Guðmundsson í Vísi vorið 1941:

Íslenska þjóðin, sem alin er upp við einstaklingshyggju í dreifbýli, var ekki enn undir það búin að veita boðskap hans [um þegnskylduvinnu] viðtöku

Íslendingar, góðu heilli, búa hvorki við herskyldu né þegnskylduvinnu. Við látum skattskylduna nægja. 

 

 


mbl.is Íhaldsflokkurinn lofar þegnskylduvinnu ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er til marks um það að vestrænt samfélag er smám saman að þokast burt úr Evrópusambandsútópíunni, þar sem allir eru undir ríkinu og þiggjandi ölmustu, og heilbrigði ekki lengur til, allt skilgreint sem einhverskonar kvillar, sjúkdómar og afbrigði. WEF heldur í útópíuna eins og demókratar Bandaríkjanna og Evrópusambandið.

Þegnskylduvinnuuhugtakið er náskylt sveitauppeldinu, að kenna börnum að vinna og láta þau gera gagn hvort sem þau vilja það eða ekki. Það er næsti bær við herskylduna.

Það er sama hvort við erum löt og höfum alizt upp við vestræn þægindi eða ekki, ég tel að fyrr eða síðar líði það undir lok, út af mengun og fjölmenningu, lífsgæðum hnignar því heimska hefur stjórnað pólitíkusum og almenningi í áratugi.

Jörðin hættir að brauðfæða eins marga, veður verða ofsafengnari og færri landsvæði byggileg.

Á móti kemur að tæknin eykst, og störf verða óþörf. En aðeins upp að ákveðnu marki, áður en endanlegt hrun tæknivædds þjóðfélags blasir við.

Kjarnorkustyrjöld og kjarnorkuvetur er ekki það eina sem getur ýtt mannkyninu aftur á steinöld. Visthrun gerir það líka, með ofsafengnu veðri, ónýtum búsvæðum fyrir landbúnað og annað slíkt. Þá tekur frumskógarlögmálið við og siðferðið fer aftur til fortíðarinnar.

Ég veit að hægrimenn vilja grafa hausinn í sandinn og afneita hamfarahlýnun. Þeir vita uppá sig skömmina að hafa ýtt undir kapítalismann.

En jafnvel önnur atriði ýta undir að hafna fjölmenningardraumnum og útópíunni um að sósíalisminn skapi paradís. Átök á milli menningarhópa gera það, og ýta undir þessar breytingar hjá Bretum.

Ingólfur Sigurðsson, 26.5.2024 kl. 16:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeim sem heldur því fram að hægt sé að lifa á atvinnuleysisbótum myndi fljótt snúast sá hugur ef hann þyrfti að reyna það sjálfur. Það er ekki (raunhæfur) valkostur til lengri tíma, atvinnuleysisbætur duga í mesta lagi til að brúa bilið tímabundið ef í harðbakkann slær.

Auk þess eru atvinnuleysisbætur ekki styrkur heldur bætur á grundvelli réttinda sem hafa áunnist með greiðslu tryggingargjalds. Enginn sem á rétt á atvinnuleysisbótum er að fá neitt gefins. Ekki frekar en sá sem missir húsið sitt í eldsvoða og fær það bætt af brunatryggingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2024 kl. 16:56

3 Smámynd: Hörður Þormar

Um miðja 19.öld var Palestína hluti af Sýrlandi, skattlandi Tyrkjasoldáns. Var landið fámennt og strjálbýlt. Þá voru íbúar Jerúsalem innan við 10.000. Á seinni hluta aldarinnar fóru gyðingar, að kaupa þar jarðeignir, skylst mér seljandinn hafi verið Tyrkjasoldán sjálfur. Kom brátt að því að heimamönnum leist ekki á blikuna og sendu nefnd á fund soldáns sem bað hann um að hætta þessari landsölu, mun soldán hafa daufheyrst við þeirri bón, enda var hann í brýnni fjárþörf.

Gyðingar bjuggu í löndum múslima í meira en þúsund ár, t.d bjuggu þeir í Alexandríu frá stofnun þeirrar borgar. Gyðingar voru einnig fjölmennir í Jemen og Mesapótamíu þar sem þeir höfðu átt heima allt frá herleiðingunni til Babýlon. Lengst af hafa þeir fengið að lifa í friði sem "annars flokks fólk" ásamt kristnum mönnum og greitt sérstakan verndarskatt, hefur þessi skattur sjálfsagt verið gott búsílag hjá kalífum og soldánum.

Á fyrri hluta 20. aldar munu um 850 þús. gyðingar hafa átt heima í þessum löndum.  Hve margir eru þar nú?

Hörður Þormar, 27.5.2024 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband