Mánudagur, 20. maí 2024
Kirkjan tekur fjölgyðistrú
Fjölgyðistrú, ólíkt eingyðistrú, getur sem best bætt við nýjum guðum í það goðasafn sem fyrir er, gerist kaupin þannig á eyrinni. Rómverjar nýttu sér fyrirkomulagið á sinni tíð og innlimuðu í sinn átrúnað sniðugheit er þeir fundu meðal undirokaðra þjóða.
Í Júdeu krossfestu þeir uppreisnarmann er lét sér ekki vel líka rómverska hentisemi margra guða. Með krossinum reis mikil menning, nú komin að fótum fram, er greindi á milli sannleika og lygi.
Nýr biskup yfir Íslandi tekur sér til fyrirmyndar opingáttartilbeiðsluna, sem var góð latína áður en menn lærðu lexíuna um veginn, sannleikann og lífið, og bætir við hinsegin guði.
Fyrir tilfallandi þjóðkirkjumann er úr vöndu að ráða. Hann var skírður og fermdur til eingyðistrúar. Er kristni víkur fyrir kyndugleika er tímabært að leita sér að nýjum söfnuði.
Heiðinn siður er eldri en kristni hér á landi. Samkvæmt Ásatrúarfélaginu eru gildin eftirfarandi:
Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og sínum gjörðum.
Tilfallandi getur skrifað upp á ásagildin. Einstaklingsábyrgð og virðing fyrir náttúru og fornum menningararfi er forvörn gegn múgsefjun sem kennir að karl geti orðið kona komi andinn yfir hann. Sá andi er nýlegt eðjót, hvorki til í fornri menningu né náttúrunni.
Imbafræðin gera sig stofuhæf sem trúarbrögð. Ekki spyrja eða efast, trúðu að hvítt sé svart. Vertu imbi og þú munt landið erfa.
Segir kirkjuna hafa brugðist hinsegin samfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk getur vel verið KRISTINNAR TRÚAR
https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2293/
án þess að tengjast skipulögðum söfnuðum
eða að lúta hinum villuráfandi næsta biskup þjóðkirkjunnar.
Dominus Sanctus., 20.5.2024 kl. 08:07
Biskupsstarfið er fyrst og fremst hirðisstarf.
Það á að snúast um að halda hjörðinni á lífi. Og henni verður einungis haldið á lífi með því að hún sé stöðugt fóðruð á andlegri fæðu, þeirri sem er að finna í Orð Guðs, Biblíunni. Án þess að heyra stöðugt Orð Guðs, deyja sauðirnir.
Þegar hirðir Kirkjunnar fylgir Tíðarandanum og matar sauðina á villu, deyr kirkjan.
“Jesús segir við hann í þriðja sinn:
Símon Jóhannesson, elskar þú mig? Pétur hryggðist við, að Hann skyldi spyrja hann þriðja sinni: Elskar þú mig? Hann svaraði: Drottinn, þú veist allt. Þú veist, að ég elska þig.
Jesús segir við hann: Fóðra þú sauði mína.” (Jóh. 21:17).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.5.2024 kl. 12:32
Það gleður mig að pistlahöfundur er opinn fyrir kostum Ásatrúarinnar. Margt er nú sem maður veit ekki um goðin og það gerir þau trúarbrögð enn meira spennandi finnst, mér að þetta er eilíf leit að sannleikanum, en kristnin er aftur á móti með sinn sannleika á hreinu, nema maður sé sammála þessum femínísku kvennakirkjuprestum sem gera Þjóðkirkjuna líkasta einhverskonar Mæðragyðjusöfnuði til forna (eða nornasveimi) þar sem atriði úr tízku okkar menningar breyta öllu. Þannig kristni er ekki kristni, eins og ég lærði að hún væri. Ef innihaldið er orðið annað hjá Þjóðkirkjunni er ekki um kristni lengur að ræða.
Svo mikið er víst að rótlaust Þjóðkirkja sem eltir nútímann er ekki vörn gegn alþjóðavæðingunni eða framandi trúarbrögðum þeirra sem koma til landsins. Þá leitar fólk annað. Þar er sannfæringarkraftur þar sem er staðfesta.
Það sem er vitað með nokkurri vissu um Ásatrú er að Þór var mikið átrúnaðargoð á Íslandi, hann er guð styrksins og staðfestunnar og hamar hans á að vera vörn gegn öllu illu, sem er í líki tröllanna, óvina Ásanna.
Baldur, hinn heilagi guð virðist minnka af því að ófullkomnir menn bera hans nafn líka sem eru uppvísir að ýmsu misjöfnu. Þó þarf það ekki svo að vera. Ef menn skoða orðsifjarnar eru þeir fljótir að komast að því að Baldur er svo fornt guðaheiti að menn sem bera hans nafn verða aðeins skuggar guðsins mikla og það sem hann stendur fyrir.
Bellum á latínu, stríðið, er að mínu mati hluti af þeim mörgu orðum sem urðu til þegar trúin á guðinn Baldur stóð sem hæst. Sumir telja guðinn Baldur hafa verið stríðsguð líka fyrir langa löngu, fyrir Íslands byggð, þegar hann var tignaður í Evrópu.
Ingólfur Sigurðsson, 20.5.2024 kl. 12:50
Baldur hinn bjarti ás er einnig Appollon boglistar og hljómlistar og þeir báðir Amon-Ra og Aton. Sólguðir.
Baldur Gunnarsson, 23.5.2024 kl. 15:54
Það er alveg rétt Baldur Gunnarsson. Það er mjög heillandi og merkilegt hvernig heiðin trúarbrögð héldust sem hjálp fólks á Vesturlöndum um þúsundir ára svo ekki er hægt að segja að þessir guðir séu hjáguðir eða uppfinning mannanna eins og sumir kristnir halda fram.
Þessir guðir Egypta og Súmera eða Kelta ná 5000 ár aftur í tímann. Þsð er að vísu hægt að deila um það hvort sömu guðir sé um að ræða eða áhrif, eftiröpun.
Engu að síður, það er alrangt sem sumir segja að heiðin trúarbrögð hafi verið óskipulögð, máttlítil og gauf útí loftið. Þau voru þvert á móti skipulögð og skýr, með guði og gyðjur sem gegndu svipuðum hlutverkum á heimsvísu, og ríktu mjög lengi. Ríkja enn, það er alltaf verið að endurlífga þau.
Já ég hef lengi haft áhuga á þessu og er heillaður af heiðni og einnig kristni, þótt margt gagnrýnivert sé líka í sögu trúarbragðanna og áhangenda þeirra.
Það er sagt að ekki verði kraftaverk í heiðnum söfnuðum. Það gildir sama um kristnina. Jesús Kristur gat engin kraftaverk unnið þar sem enginn trúði á hann. Samstillingin skapar máttinn til kraftaverkanna eins og dr. Helgi Pjeturss uppgötvaði og skrifaði um í sínum ritum, Nýölunum, á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Ingólfur Sigurðsson, 23.5.2024 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.