Sunnudagur, 19. maí 2024
Samfylkingin svíkur lit, vill opin landamæri
Í orði kveðnu játar Samfylking að opin landamæri og velferðarþjónusta séu mótsögn. Sífellt meira aðstreymi útlendinga i íslenska velferð eyðileggur innviði og veldur samfélagslegri upplausn. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar skrifar í grein í Morgunblaðið 16. maí þar sem hún segir flokkinn styðja opin landamæri og sjái ekki mótsögnina milli ótakmarkaðan fjölda útlendinga og takmarkaðra velferðarfjármuna. Þórunn afhjúpar tvöfeldni Samfylkingar. Skynsemi er játað í orði en á borði skal áfram grafið undan íslensku samfélagi.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins svarar Þórunni með grein í Morgunblaðinu í gær og segir:
Í greininni gerir Þórunn tugum þingmanna upp útlendingaandúð og skítlegt eðli sem er lýsandi fyrir öfgafullar skoðanir hennar sjálfrar og undirstrikar það landamæraleysi og óheft flæði hælisleitenda sem þingmaður Samfylkingarinnar aðhyllist. [...] Staðreyndin er sú að fyrir 10 árum var kostnaður við málaflokkinn 464 milljónir króna en hleypur nú á 25 milljörðum á ársgrundvelli.
Þórunn og opingáttarfólkið segir aldrei hve marga útlendinga Íslendingar eigi að taka upp á sína arma og ekki heldur hvað eigi að setja mikla fjármuni í útlendinga í velferðarleit.
Inga Sæland hefur þetta að segja um Þórunni og félaga hennar í Samfylkingunni:
Þórunn Sveinbjarnardóttir kemur ekki á óvart með framgöngu sinni þar sem popúlismi, upphrópanir og útúrsnúningar ein kenna allan hennar málflutning. Þessar heimasmíðuðu upphrópanir um meinta útlendingaandúð allra þeirra sem ekki eru á hennar skoðun segja allt sem segja þarf og eru þessum blygðunarlausa og kjaftfora hrunráð herra til ævarandi skammar. Það er löngu tímabært að yfirveguð og raunsæ stefnumótun um málaflokkinn líti dagsins ljós.
Inga kjarnar málið, það þarf yfirvegun og raunsæi í útlendingamálin. Samfylkingin býður hvorugt.
Stefna á að afgreiða málið í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt hjá Ingu.
Af hverju þurfti Þórunn að snúa aftur í stjórnmálin.?
Var hún ekki búin að valda þjóðinni nógum skaða áður.?
Var það ekki nóg.?
Nei, hún og hennar líkar fá aldrei nóg af því að eyðileggja
Íslenskt samfélag og eins og vinstri manna er siður þá komast
þeir aldrei til valda nema að ljúga.
Lýsandi dæmi fyrir samfylkinguna, pírata (sem standa fyrir ekki neitt) og vg.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.5.2024 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.