Pútín ógnar ekki Íslandi

Í Úkraínu er stríð sem kemur Íslandi ekki við. Á leiðtogafundi Nató í Búkarest árið 2008, já, fyrir 16 árum, var tilkynnt að Georgíu og Úkraínu yrði brátt boðin aðild að hernaðarbandalaginu. Í framhaldi varð eitt smástríð, í Georgíu, og annað langvinnt í Úkraínu.

Ástæða átakanna er að Rússum þótti þjóðaröryggi sínu ógnað með væntanlegri inngöngu tveggja ríkja, Úkraínu sérstaklega, í hernaðarbandalag sér óvinveitt. Frá landamærum Úkraínu er dagleið á skriðdreka til Moskvu.

Menn geta sagt margt um Nató, að það sé friðarbandalag, saumaklúbbur eða bólverk vestrænnar menningar. En ekki er hægt að álykta annað um rússneskt þjóðaröryggi en að það sé Rússa sjálfra að meta það. Eftir að Sovétríkin fóru á öskuhaug sögunnar fyrir 35 árum stóð eftir Rússland, ásamt smærri lýðveldum. Bandaríkin og ESB, með Nató sem verkfæri, færðu út kvíarnar, juku áhrif sín, á fyrrum áhrifasvæði Sovétríkjanna/Rússlands í Austur-Evrópu.

Fyrst um sinn, á tíunda áratug síðustu aldar, létu Rússar sér næga að æmta. Eftir aldamót varð tóninn alvarlegri. Rússar myndu ekki láta yfir sig ganga að Nató-her sæti öll vesturlandamæri ríkisins.

Árin 16 frá Búkarestfundinum eru ekki löng spönn. En á ekki lengri tíma tókst vestrinu að forheimskast svo undrun sætir. Í vestrinu er átrúnaður á manngert veðurfar, menn trúa að karlar geti fæðst konur, og öfugt, og að Hamas séu mannvinir í anda móður Theresu. Engin furða að sama liðið trúi að spilltasta ríki Evrópu, Úkraína undir stjórn Selenskí, sé vagga vestræns lýðræðis og mannréttinda.

Pólitík, hvort heldur innanríkis eða utanríkis, verður til í samhengi við félagslegar og menningarlegar aðstæður. Ímyndin um vestræna yfirburði fékk steraskot á sama tíma og veruleikinn sýndi takmarkanir vestursins. Tilraunir að skapa vestrænar hjálendur í Írak og Afganistan í byrjun aldar mistókust. Menning á sigurbraut getur ekki endurskoða sig, tamið sér hóf þar sem áður var hroki. Stundum splundrast slík menning, líkt og þriðja ríkið vorið 1945, eða koðnar niður eins og kommúnisminn frá innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968 til falls Berlínarmúrsins rúmum tveim áratugum síðar. Eldri dæmi um hægfara hnignun eru Rómarveldi og heimsveldi kennt við Tyrki.  

Úkraínustríðið er endastöð sigurvegara kalda stríðsins í menningarlegum, hernaðarlegum og pólitískum skilningi. Enn er opin spurning hvort sléttustríðið verði staðbundið eða fari með Evrópu og heiminn allan fram af bjargbrúninni. Tilfallandi skoðun er kellíngarnar í vestrinu hafi ekki pung í Pútín. Ekki að það skipti máli hvort Pútín eða Medvedev sitji Kreml. Einstaklingar koma og fara en öryggishagsmunir ríkja eru varanlegir.

Hjaðningavíg slavnesku bræðraþjóðanna liggja utan öryggishagsmuna Íslands. Úkraína var blekkt til fylgilags við stjórnmálamenningu á síðasta söludegi. Vestrið ofmat eigin styrk og vanmat rússneska staðfestu. Þar liggur hundurinn grafinn.

 


mbl.is Nýi ráðgjafinn leggur til spurningu fyrir frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hvað sem öðru líður, þá er sýn þín Páll á augljósar ögranir og ágang siðspilltra hnignandi Vesturveldana gagnvart Rúslandi og bandalagsríkjum þeirra ískyggilega rökrétt ályktað.

Það er annars synd hvað margir afkomendur Þorgeirs ljósvetningagða, Snorra Sturlusonar og Ara fróða láta óvandaða, erlenda óþokka teyma sig og að því virðist stóran hluta þjóðarinnar á asnaeyrunum, eins og blasir við hvert sem litið er hér á Fróni.

Ísland mátti þó fram undir það síðasta kallast hlutlaust og friðelskandi eins og t.a.m. John Lennon og Yoko Ono álitu því miður víst ranglega.

Jónatan Karlsson, 18.5.2024 kl. 11:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Til að tryggja að Rússar sleppi ekki augunum af okkur fór utanríkisráðherrann okkar til Georgiu til að taka þátt í stjórnarbylting. Einhvern tímann hefði það verið talið gróf afskipti af innanríkispólitik.

Fær hún tiltal við heimkomu eða er ferðin öll með samþykki ríkisstjórnar Íslands? 

Ragnhildur Kolka, 18.5.2024 kl. 12:12

3 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki má gleyma grófum afskiptum Jóns Baldvins Hannibalssonar af innanríkismálum Sovétríkjanna "í den"yell.

Hörður Þormar, 18.5.2024 kl. 13:24

4 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Warren Buffet segir að afleiðumarkaðurinn a cestuelibsum jafnist a við gereyðingar vopn... QUAD TRILLION .. !!!!

Russar og kinverjar vita af þessum vwiklwika Nato rikjanna og lika hvað skeður ef þetta gereyðingar vopn springur sem afleiðu markaðurinn er i fjarm heimi vesturlanda..

Þarna er hroðal vekleiki ...

þwir vita lika hvað.þarf til þess að sprwnfja þwtta gjorwyðingar vopn innan NATO og ESB ..

Kv

lig

ps...  QUAD TRILLION !!!!!!

       .GÍRUN  a fjármagn..

Lárus Ingi Guðmundsson, 18.5.2024 kl. 19:58

5 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

QUADDRILLION USA DOLKAR ER næsta fyrir ofan 900.000 miljarða GIRUN A FJARMAGNI..

800.000 Miljarðar  USA DOLLAR

900.000 miljarðar .. USA DOLLAR !!  sinnum 140 Isl kronur0

og svo QUADDRILLION ..... USA DOLLAR..

Sinnum 140 isl kronur ??

 LOFTBOLA ......!!!

Lárus Ingi Guðmundsson, 18.5.2024 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband