Sunnudagur, 5. maí 2024
Halla Hrund og Ástþór
Halla Hrund rak eigin utanríkisstefnu sem orkumálastjóri, gerði milliríkjasamning við argentínska vinukonu sína. Önnur vinkona Höllu Hrundar var í vinnu hjá henni á Orkustofnun samtímis sem hún undirbjó forsetaframboðið.
Halla Hrund sýnir sömu framtakssemi og eilífðarforsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon. Helsti munurinn er að viðskiptasnilld Ástþórs er á markaðstorginu en Halla Hrund sýslar með opinbert fé. Hér kemur kynslóðabilið til sögunnar. Kynslóðin sem Ástþór tilheyrir fékk ekki allt upp í hendurnar. Í gamla daga var opinbert fé ætlað í almannaþágu, ekki einkaflipp.
Ástþór ætlar að virkja Bessastaði í þágu heimsfriðar; Halla Hrun virkjar í Argentínu í þágu vinkonu. Talandinn er áþekkur, orðasalat án merkingar er borið fram af djúpri einlægni. Með einlæga sannfæringu eitt vopna er blokkaríbúð og einbýlishús sami hluturinn, Harvard og íslenska hálendið fá samnefnara í lopapeysunni.
Sérstakar manneskjur báðar tvær, Halla Hrund og Ástþór. Lukkuriddarar tveggja kynslóða.
Ráðuneytið kannast ekki við samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stefán Einar er svo sannarlega að standa sig í þessum þáttum. Fólk á rétt á að vita jafnt um dökku hliðar frambjóðenda sem og þær björtu. Stefán hefur haft fyrir því að kanna bakgrunn viðmælenda sinna og það er vel.
Froðan sem flæðir frá HHL er á par við það sem kemur frá Kamala Harris, varaforseta BNA, nema Halla hefur vit á að skella sér ekki á lær með hrossahlátri og bakföllum. Því falla fleiri fyrir handapatinu og engla svipnum.
Ragnhildur Kolka, 5.5.2024 kl. 10:56
Stefán EInar er sem betur fer fljótur að lesa eins og kom fram í umræddum þætti.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.5.2024 kl. 13:07
Það verður líka fróðlegt að sjá hvernig Halla Hrund kemst hjá því að sitja á fremsta bekk í Háskólabíó á þriðjudagskvöldið til stuðnings Hamas
Allavega verður aðalráðgjafi hennar Karen Kjartansdóttir þar enda ein af skipuleggjendunum þessara mótmæla gegn íslenska keppandanum í Euroavision
Grímur Kjartansson, 5.5.2024 kl. 18:57
"Kappræða" Forsetaframbjóðenda bauð upp á ágætis skemmtun í 2-klst.Það gladdi mig að sjá þann sem ég kýs til Forseta Íslands (Arnar Þór Jónsson)standa sig frábærlega.Það var glatt yfir öllum,meira að segja svo að þau komu okkur heima til að skellihlægja.Þar græddi ég ca 25 mín; hláturinn (gleðin)lengir lífið 25 mín á dag?
Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2024 kl. 01:45
Páll,
Þinn frambjóðandi Katrín Jakobsdóttir er nú þokkalega sérstök manneskja sjálf. Ég fæ nettan ógegðshroll þegar ég hugsa til þess að Katrín og Kári lögðu sig fram af alefli til að eitra fyrir Íslendingum á undan öllum öðrum. Sem betur fer gekk það ekki eftir. Svo ég útskýri þetta aðeins betur þá var það ekki á færi neins að mæla með tilrauna efnum sem vörn fyrir að því er virðist saklausum vírus. Eftir á að hyggja þá var þetta þaulskipulögð árás á almenning. Ein spurning til þín Páll, getur þú bent mér á eitthvað sem Katrín hefur gert fyrir almenning?
Kristinn Bjarnason, 6.5.2024 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.