Alþjóðasamtök gagnrýna RÚV vegna Maríu Sigrúnar

Samtökin Blaðamenn án landamæra gagnrýna RÚV fyrir hótanir og lítilsvirðingu í garð Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu sem vikið var af ritstjórn Kveiks eftir að hún gerði frétt um spillingu vinstrimeirihlutans í Reykjavik.

Gagnrýnin kemur fram í lokahluta nýrrar skýrslu Blaðamanna án landamæra, þar sem fjallað er um ógnir við líf og andlega heilsu blaðamanna. Í skýrslunni segir orðrétt:

Þótt blaðamann séu tiltölulega óhultir fyrir líkamlegu ofbeldi verða kvenkyns blaðamenn stundum fyrir hótunum með símtölum eða athugasemdum á félagsmiðlum. Vandamálið er vaxandi á síðari árum.

María Sigrún varð fyrir aðkasti yfirmanna sinna á RÚV eftir að hún gerði athugasemd við að fréttainnslag hennar um gjafagjörning borgaryfirvalda var tekið af dagskrá Kveiks. Borgaryfirvöld létu af hendi byggingarlóðir til olíufélaganna upp marga milljarða króna.

Yfirmaður Maríu Sigrúnar sagði hana snoppufríða á skjánum en hún kynni ekki ,,rannsóknarblaðamennsku". Nú þegar búið er að ákveða að sýna fréttainnslagið, sem var tilbúið fyrir tveim vikum, er ljóst að faglegir fyrirvarar voru fyrirsláttur. Pólitík en ekki fagleg sjónarmið lágu að baki.

Aðferðin við að tukta til fréttakonuna er gamalkunnug og oft kennd við feðraveldið. Allir yfirmenn fréttakonunnar eru karlkyns. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri lagði með þögninni blessun sína yfir meðferðina á Maríu Sigrúnu. Stefán var borgarritari áður en hann fékk embætti útvarpsstjóra, - með meðmælum frá borgaryfirvöldum.

Gagnrýni Blaðamanna án landamæra féll illa í kramið hjá RÚV. Í stað þess taka gagnrýnina til sín, játa mistök og biðjast afsökunar var enn á ný beitt blekkingum og fyrirslætti.

Gripið var til þess ráðs á Efstaleiti að skrifa falsfrétt um skýrslu alþjóðlegu samtakanna. Í fréttinni á RÚV segir að hótanir beinist ,,einkum í garð kvenkyns blaðamanna á samfélagsmiðlum og víðar." En það segir ekkert um kvenkyns blaðamenn á samfélagsmiðlum í skýrslunni, heldur: ,,women journalists are occasionally subjected to threats via telephone calls or comments on social media. This problem has been growing in recent years."

Falsfrétt RÚV er gagngert skrifuð til að drepa á dreif gagnrýni sem beinist ótvírætt að ríkisfjölmiðlinum vegna meðferðarinnar sem María Sigrún sætir. Þótt fréttainnslagið verði tekið til sýningar liggur tvennt fyrir um starfshætti ríkisfjölmiðilsins.

Í fyrsta lagi að pólitík en ekki fagleg sjónarmið ráða ferðinni í ritstjórnarstefnu RÚV. Í öðru lagi að alþjóðleg samtök blaðamanna fordæma meðferð ríkisfjölmiðilsins á fréttakonum.

Starfshættir RÚV kalla á opinbera rannsókn.


mbl.is Kveiksþáttur Maríu Sigrúnar sýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það kemur manni svo sem ekki á óvart að pólitík ráði ferðinni á RÚV, þannig hefur það lengi verið. En hér bætist kvenfyrirlitning ofan á auk glæpamennskunnar sem þar hefur verið ástunduð. Það fer að verða fátt um fína drætti þarna í Efstaleiti sem réttlætir áframhaldandi rekstur á kostnað skattgreiðenda.

það mundi duga að hafa þarna eina Veður-Rás þar sem koma mætti á framfæri svokölluðum "öryggisventils".

Ragnhildur Kolka, 4.5.2024 kl. 09:03

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það sem vekur alltaf furðu er að þessi útvarpsstjóri

skuli hafa verið laganna vörður áður fyrr.

Núna stendur hann við bakið á glæpamönnum og er

orðin meðvirkur í kvenfyrirlitningu.

Hvernig var hægt að gleyma lögum og reglu á

svona skömmum tíma..??

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.5.2024 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband