Samtökin 78 kæra kennara til lögreglu

Lífsskoðunarfélagið Samtökin 78 kærir til lögreglunnar kennara sem heldur fram málstað barna gegn firrum eins og að hægt sé að fæðast í röngum líkama. Helga Dögg Sverrisdóttir greinir frá kærunni á bloggsíðu sinni

Tilfallandi les blogg Helgu Daggar reglulega. Hún er dugleg að veita inn í íslenska umræðu sjónarmiðum, einkum frá Norðurlöndum, sem eru á skjön við ráðandi frásögn hér á landi; að hægt sé að fæðast í röngum líkama og að kyn sé tilfinning en ekki líffræðileg staðreynd. Hvorugt stenst skoðun, líkt og vikið var að í bloggi gærdagsins.

Samtökin 78 eru gegnsýrð hugmyndafræði sem æ fleiri átta sig á að er hættuleg börnum og ungmennum, einkum þeim sem orðið hafa fyrir áföllum.

Ný bresk skýrsla fjallar um veldisvöxt ungmenna, stúlkur þar í meirihluta, sem á kynþroskaaldri fá þá flugu í höfuðið að vera í röngu kyni. Skýrslan dregur fram þá staðreynd að þorri stúlknanna glímir við geðræn vandamál af öðrum toga. Vísir fjallar ítarlega um skýrsluna. Bábiljan um að kyn sé ekki líffræði heldur huglægt ástand villir og tryllir ungmenni milli tektar og tvítugs, á viðkvæmum tíma þegar sjálfsmyndin er í mótun.

Það eru ekki vísindi og fræði, enn síður heilbrigð skynsemi, sem kenna að börn eigi það til að fæðast í röngum líkama. Hér er á ferðinni hugmyndafræði, fundin upp í Ameríku, seld alþjóð á samfélagsmiðlum. Markhópurinn er óharðnaðir og móttækilegir unglingar. Ungmennin sem verða verst úti eru þau sem fyrir standa höllum fæti.

Helga Dögg hefur staðið vaktina hér á landi og andmælt hugmyndafræði sem er hættuleg heilsu og velferð ungmenna. Eyfirski kennarinn er á Íslandi í sama hlutverki og rithöfundurinn JK Rowling í Skotlandi. Ekki leiðum að líkjast.

Lífsskoðunarfélagið Samtökin 78 er á opinberu framfæri, bæði ríkis og sveitarfélaga. Ekki fer vel á að félagsskapur noti skattfé almennings til að berja á tjáningarfrelsi heiðarlegs fólks sem ber velferð barna fyrir brjósti. Óhæfan verður sýnu verri niðurgreidd af ríki og sveitarfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Það er greinilega komin þörf fyrir KRISTILEGAN FLOKK Á ALÞINGI:

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/11/

---------------------------------------------------------------------------

Trallar ekki allt alþingi með þessum vileysisgangi?

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html

Dominus Sanctus., 18.4.2024 kl. 07:40

2 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Því miður samþykkti þingheimur lög um kynrænt sjálfræði. Lögin hafa þau áhrif að kvennarými hverfa því nú getur karlmaður sem skilgreinir sig sem konu (þarf ekki frekari sönnun) farið í kvennaklefa. Hann getur líka farið þar inn á skólatíma þar sem fullt er af ungum stúlkum. Víða erlendis hefur sama tegund karlmanna tekið þátt í kvennaíþróttum og um 300 kvennatitlar tilheyra nú karlmanni.

Því fyrr sem við fáum þessi lög úr umferð því betra fyrir réttindi kvenna og stúlkna.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 18.4.2024 kl. 08:33

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Munið bara eftir hver kom þeim á, Katrín Jakopsdóttir.

Viljum við þannig forseta sem veit ekki hvað er kona og karl.?

Móður sem styður fóstureyðingar fram að fæðingu.?

Yfirgaf ríkisstjórnina sem hún var í ábyrgð fyrir.?

Vill svo hatursorðræðulög sem enginn skilur til að

takmarka tjáningar og málfrelsi.?

Einfallt svar er NEI.

Betri frmabjóðendur eru í boði en hún.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.4.2024 kl. 15:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Marga vaktina stendur þú, missammála eins og gengur.

Og fólk á að vera missammála, það kallast umræða, rökræða, leitni mannshugans til að skilja og þróa þekkingu og reynslu.

Það er mikið að í þessu samfélagi þegar fólk er kært fyrir að halda fram sjónarmiðum, með rökum, sem eru andstæð þeim sem kærir.

Eða menn eru kærðir fyrir að tala mannamál eins og þú Páll.

Hve aumur getur málstaður verið þegar eina andsvarið er kæra, hvað þá að nýta sér arfleið kínversku menningarbyltingarinnar líkt og umræðan um lög gegn hatursorðræðu eru.

Helga á allan heiður skilið, alveg eins og þú Páll.

Það þarf kjark til að mæta litilmennum, sá kjarkur er skýring þess að við sem höfum skoðanir og tjáum þær, rökstyðjum þær, erum ekki öll stödd í yfirheyrsluherberginu sem Milan Kundera gerði ódauðlegt í stórmyndinni Óbærilegi léttleiki tilverunnar (The Unbearable Lightness of Being).

Það fjölgar í þeirri heiðurshöll með ákærunni á hendur Helgu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2024 kl. 16:36

5 Smámynd: Dominus Sanctus.

Meira að segja forseti íslands trallar með vitleysisganginum: 

https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/04/18/pall_oskar_og_edgar_antonio_fengu_heimbod_a_bessast/

Dominus Sanctus., 19.4.2024 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband